Erlent

Kjörseðlar teknir í Katalóníu

Spænska lögreglan hefur lagt hald á milljónir kjörseðla sem nota átti í boðaðri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu 1. október. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir heimildarmönnum sem kunnugir eru aðgerðum lögreglu í Katalóníu í dag. 
20.09.2017 - 14:07

Konum leyft að fylgjast með hátíðarhöldum

Stjórnvöld í Sádi Arabíu hafa ákveðið að leyfa konum að koma á íþróttaleikvanga landsins til að fagna þjóðhátíðardegi landsins á laugardag með fjölskyldum sínum. Konur hafa mjög takmörkuð réttindi í Sádí Arabíu, en þar þurfa þær leyfi karlmanns í...
20.09.2017 - 13:54

Handtökur og húsleitir í Katalóníu

Spænska lögreglan réðst inn í stjórnarskrifstofur í Katalóníu í morgun, gerði þar húsleit og handtók háttsetta embættismenn. Leiðtogi Katalóníumanna fordæmir aðgerðirnar.
20.09.2017 - 12:11

Viðsnúningur á Nýja Sjálandi

Þjóðarflokkurinn á Nýja Sjálandi, flokkur Bills English forsætisráðherra, hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og er nú aftur kominn með meira fylgi en Verkamannaflokkurinn nokkrum dögum fyrir kosningar.
20.09.2017 - 11:03

Fjöldi fólks enn grafinn í rústum

Ljóst er að yfir 200 létu lífið í jarðskjálftanum í Mexíkó í gærkvöld sem var 7,1 að stærð. Hann var það öflugur að hús hrundu og er fjöldi fólks enn grafinn í rústum.
20.09.2017 - 10:46

Óttast eldgos á Balí

Yfirvöld á eynni Balí í Indónesíu hafa gefið út viðvaranir um hættu á eldgosi. Mikil skjálftavirkni hefur verið í fjallinu Agung, sem er um 75 kílómetra frá ferðamannastaðnum Kuta.
20.09.2017 - 10:47

Schaüble áfram ef Merkel sigrar

Wolfgang Schäuble verður áfram fjármálaráðherra Þýskalands fari Kristilegi demókrataflokkurinn með sigur af hólmi í þingkosningunum í landinu á sunnudag. Þetta sagði Peter Tauber, aðalritari flokksins, á Twitter í gærkvöld.
20.09.2017 - 10:40

Kúrdar nærri búnir að ná yfirráðum yfir Raqa

Varnarsveitir Kúrda og arabískir bandamenn hafa frelsað 90 af hundraði borgarinnar Raqa þar sem hafa verið stjórnstöðvar hryðjuverkasamtakanna Islamska ríkið ISIS í Norður-Sýrlandi.
20.09.2017 - 10:05

Fleiri handteknir vegna árásar í Lundúnum

Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við sprengjuárás í jarðlestakerfi Lundúna á föstudag. Lundúnalögreglan handtók snemma í morgun tæplega fimmtugan mann og annan þrítugan.
20.09.2017 - 09:08

Húsleit gerð vegna atkvæðagreiðslu

Spænska lögreglan gerði í morgun húsleit í stjórnarbyggingum ríkisstjórnar Katalóníu í Barcelona. Lögregla réðist inn á skrifstofu efnahagsmála, skrifstofu erlendra samskipta og forsetaskrifstofu Katalóníu eftir að skjöl sem tengjast...
20.09.2017 - 08:13

Að minnsta kosti 250 fórust í skjálftanum

Minnst 250 fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir Mexíkó í gær. Þeirra á meðal er 21 barn og fjórir kennarar sem grófust í rústum grunnskóla í höfuðborginni. 30 skólabarna er enn saknað. 
20.09.2017 - 07:21

Stórgræða á stríðinu í Jemen

Breskir vopnaframleiðendur hagnast gríðarlega á stríðsrekstri Sádi-Araba í Jemen. Lítið af þeim hagnaði skilar sér aftur á móti í formi skatta í sameiginlega sjóði bresku þjóðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu alþjóðlegu góðgerða- og...
20.09.2017 - 05:25

21 barn dó þegar grunnskóli hrundi

Mexíkósk yfirvöld staðfesta að 21 barn og fjórir kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum mikla, sem þar varð í gær, mánudag. Javier Trevinon, aðstoðarmenntamálaráðherra, upplýsti þetta í sjónvarpsviðtali. 30 skólabarna...
20.09.2017 - 04:23

Ákærður fyrir tvö morð vegna kynþáttahaturs

Saksóknari í Lousiana í Bandaríkjunum ákærði í gær hvítan karlmann sem lögregla handtók, grunaðan um morð á tveimur blökkumönnum í síðustu viku og skotárás á heimili þess þriðja. Líklegast er talið að kynþáttahatur sé ástæða morðanna. Saksóknarinn...
20.09.2017 - 03:59

Tyrkir ögra Kúrdum í Írak með stórri heræfingu

Kúrdar í norðurhluta Íraks efna til atkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis á mánudag. Það fer afar illa í nágranna þeirra Tyrki, sem óttast að kosningin verði vatn á myllu kúrdískra aðskilnaðarsinna í Tyrklandi. Þeir blésu því til mikillar...
20.09.2017 - 02:49