Erlent

Þúsundir berjast við elda við St. Tropez

Fjögur þúsund slökkviliðsmenn hafa í dag barist við kjarr- og skógarelda á St. Tropez-skaganum í Suður-Frakklandi. Þeir nota meðal annars nítján slökkviflugvélar í baráttunni við eldana. Tólf þúsund íbúar og ferðamenn hafa verið fluttir á brott...
26.07.2017 - 14:07

Jemen: Nærri 80 prósent barna hjálpar þurfi

Nærri 80 prósent barna í Jemen þurfa brýna aðstoð vegna stríðsátaka, hungurs og kólerufaraldurs í landinu. Þetta segja forystumenn þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna í sameiginlegri yfirlýsingu.
26.07.2017 - 11:36

Kynlíf skiptir konur yfir fimmtugu máli

Mannréttindadómstóll Evrópu telur að portúgalskir dómstólar hafi gerst sekir um fordóma og karlrembu þegar bætur til konu, sem hafði orðið fyrir taugaskaða í læknisaðgerð, voru lækkaðar á hærra dómsstigi. Eftir aðgerðina gat konan ekki notið kynlífs...
26.07.2017 - 11:31

Sáraroð meðal 10 bestu uppfinninga á heimsvísu

Sáraroð, sem íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis þróar, var nýlega nefnt sem ein af tíu mikilvægustu uppfinningum ársins í fótlækningum á heimsvísu. Tímaritið Podiatry Today birti listann yfir uppfinningarnar tíu í síðustu viku en tímaritið hefur...
26.07.2017 - 10:31

Krefjast afsagnar þriggja ráðherra

Stjórnarandstöðuflokkarnir á sænska þinginu ætla að leggja fram tillögu um vantraust á þrjá ráðherra vegna þess að viðkvæmar upplýsingar úr gagnagrunnum öryggislögreglunnar Säpo hafa verið aðgengilegar erlendum tölvusérfræðingum.
26.07.2017 - 10:26

Bretar ætla að banna dísil- og bensínbíla

Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau ætli að banna alla nýja dísil- og bensínbíla frá 2040 og fylgja þar í fótspor Frakka sem gáfu út sams konar yfirlýsingu í byrjun júlí. Bannið tengist áætlun breskra stjórnvalda um hvernig megi bæta loftgæði...
26.07.2017 - 10:13

Mikið mannfall í árás Talibana

Að minnsta kosti 26 afganskir hermenn féllu og þrettán særðust í árás Talibana á herstöð í Kandahar-héraði í suðurhluta Afganistan í gærkvöld.
26.07.2017 - 08:42

Her og lögregla sinnir olíudreifingu

Hundruð her- og lögreglumanna voru sendir til að sinna olíudreifingu á Sri Lanka í morgun eftir að starfsmenn í tveimur helstu dreifingastöðum landsins lögðu niður vinnu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að selja hluti í þeim til fyrirtækja á...
26.07.2017 - 08:18

Rússar gagnrýna nýjar refsiaðgerðir

Ráðamenn i Moskvu gagnrýna nýjar refsiaðgerðir sem samþykktar voru í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gærkvöld. Fulltrúadeildin samþykkti þá með yfirgnæfandi meirihluta nýjar og hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. 
26.07.2017 - 08:09

Forsætisráðherra Spánar bar vitni

Hópur mótmælenda safnaðist í morgun saman utan við dómshús í grennd við Madríd á Spáni, þegar Mariano Rajoy forsætisráðherra mætti þangað til að bera vitni í spillingarmáli. Það snýst um fjármálaspillingu sem flokkur hans Lýðflokkurinn var flæktur í...
26.07.2017 - 08:08

Neyðarboð frá bandarískri skútu við Ísland

Óttast er að bandarísk skúta sé í vandræðum djúpt suðvestur af landinu skammt utan við íslensku lögsögumörkin. Um klukkan hálf fimm í nótt bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð úr neyðarsendi.
26.07.2017 - 08:06

Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin

Norður-Kóreumenn hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin sjáist þess nokkur merki að reynt verði að koma Kim Jong-un, einræðisherra landsins, frá völdum. Ríkisfréttastofa landsins, KCNA, hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins í Pyongyang að...
26.07.2017 - 07:39

10.000 flúðu skógarelda í nótt

Um 10.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Suður-Frakklandi í nótt, vegna mikilla skógarelda sem þar brenna. Ástandið verið hvað verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Í nótt blossaði svo upp...
26.07.2017 - 06:28

Netáskorun sögð hvetja til sjálfsvíga

Netáskorun sem kennd er við steypireyði er talin hvetja ungt fólk til að svipta sig lífi. Víða um heim leikur grunur á að Blue Whale-áskorunin hafi átt þátt í dauða ungmenna. Sá sem hratt áskoruninni af stað segist stoltur af sköpunarverki sínu.
26.07.2017 - 06:00

Miklir skógareldar í Suður-Evrópu

Enn brenna miklir skógareldar í Suður-Frakklandi. Eldar loga einnig víða á Ítalíu og í Portúgal. Í Frakklandi er ástandið einna verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Yfir 2.000 slökkviliðsmenn berjast...
26.07.2017 - 05:35