Erlent

Reglum um bólusetningar breytt í Þýskalandi

Foreldrar í Þýskalandi gætu átt yfir höfði sér fjársektir taki þeir ekki ákvarðanir um bólusetningar barna sinna í samráði við lækna. Á Ítalíu varðar það nú við lög að láta ekki bólusetja börn sín gegn smitsjúkdómum. Með báðum ákvörðunum eru...
28.05.2017 - 17:41

Morðinginn í Portland hampaði sögu Vínlands

Þrjátíu og fimm ára karlmaður í Portland í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð og hatursglæpi eftir að hann myrti tvo menn og særði einn um borð í lest á föstudag. Móðir annars fórnarlambsins minnist hans sem hetju, en hann gerði...
28.05.2017 - 17:02

Húsleit í Manchester - 14. maðurinn handtekinn

Vopnaðir lögreglumenn réðust til inngöngu í hús í miðborg Manchester í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðsárásinni í borginni á mánudag. Nágrannar segjast hafa heyrt öskur og sprengingu en öllum nærliggjandi götum hefur verið lokað og sést hefur til...
28.05.2017 - 16:22

Macron: Handabandið var „stund sannleikans“

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að handaband sitt og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi síður en svo verið saklaust heldur „stund sannleikans“. Forsetarnir tókust það fast í hendur að hnúarnir á höndum þeirra urðu hvítir. Macron...
28.05.2017 - 13:47

Vandræði British Airways halda áfram

British Airways hefur neyðst til að fella niður þriðjung allra ferða frá Heathrow-flugvelli í dag vegna tölvubilunar sem kom upp hjá félaginu í gær. Þó nokkrar tafir hafa orðið á ferðum félagsins frá Gatwick. Flugfélagið hefur beðið farþega sína um...
28.05.2017 - 11:31

Minnisvarði um sjóslysið mikla 1942

Nú eru 75 ár liðin frá því að pólska flutningaskipið SS Wigry fórst út af Mýrum. Af því tilefni verður nú í hádeginu afhjúpaður minnisvarði í fjörunni framan við Syðra Skógarnes og í framhaldi af því verður rósum fleytt á sjónum. Af 27 manna áhöfn...
28.05.2017 - 10:55

Segir Sáda mjólkurkýr Bandaríkjanna

Æðsti leiðtogi Írans fór hörðum orðum um nágranna sína í Sádí Arabíu í ræðu sem hann hélt í tilefni Ramadan, helgs mánaðar múslima, að sögn AFP fréttastofunnar. Hann sagði Sáda vera mjólkurkýr heiðingjanna frá Bandaríkjunum.
28.05.2017 - 07:54

Danir opna sendiráð í Kísildal

Nýr sendiherra var ráðinn til starfa af danska utanríkisráðuneytinu á föstudag. Casper Klynge verður tæknisendiherra Danmerkur með aðsetur í Kísildal í Kaliforníu. Danmörk verður þar með fyrsta ríkið til að vera með sérstakan sendiherra í slíkri...
28.05.2017 - 07:50

Um hálf milljón flýr heimili sín í Sri Lanka

Nærri 130 eru látnir og nærri hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín vegna mestu vatnavaxta í Sri Lanka í yfir áratug. Tuga er enn saknað. Björgunarsveitir fóru með neyðarbirgðir til nauðstaddra í gistiskýlum í nótt á svæðunum sem urðu verst...
28.05.2017 - 06:52

Um 90 látnir í átökum á Filippseyjum

Vígamenn hafa myrt 19 almenna borgara í filippeysku borginni Marawi síðustu daga. Nærri vika er síðan átök hófust á milli vígamanna og öryggissveita í borginni, og hafa herlög verið sett á Mindanao-eyju.
28.05.2017 - 06:10

Flugu í veg fyrir bandaríska eftirlitsvél

Kínverskar herþotur flugu til móts við eftirlitsflugvél Bandaríkjahers yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Reuters hefur eftir starfsmanni varnarmálaráðuneytisins að önnur herþotan hafi verið innan við 200 metrum frá eftirlitsvélinni. Talsmaður...
28.05.2017 - 05:41
Erlent · Asía · Bandaríkin · Kína

Vill loftvarnir um allt land

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, fylgdist með tilraunaskotum úr nýjum loftvarnarbyssum norður-kóreska hersins á dögunum. Frá þessu var greint í þarlendum ríkisfjölmiðlum í nótt. Kim vill sjá loftvarnarkerfið um allt land.
28.05.2017 - 04:44

Breytinga að vænta í starfsliði Trumps

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst gera talsverðar breytingar á starfsliðinu í kringum sig. Þar á meðal er sagt að hann ætli að fá lögmenn til að fara yfir færslur hans á Twitter áður en hann birtir þær, og fá nýja menn í stöður sinna...
28.05.2017 - 04:10

Vonast til að fljúga frá Lundúnum á morgun

Breska flugfélagið British Airways vonast til þess að geta flogið vélum sínum frá Lundúnum á morgun. Öllum flugum félagsins frá Gatwick og Heathrow var aflýst í dag vegna bilunar í tölvukerfi. Að sögn breska ríkisútvarpsins stefnir flugfélagið að...
28.05.2017 - 01:55

Vígahreyfing í Líbíu leyst upp

Líbíska vígahreyfingin Ansar al-Sharia, sem er nátengd Al Kaída hryðjuverkasamtökunum, hefur verið leyst upp. Frá þessu er greint í yfirlýsingu sem birt var á netinu í kvöld. Vígahreyfingin er grunuð um árás á bandaríska sendiráðið í Benghazi árið...
28.05.2017 - 00:51