Efnahagsmál

Gæti komið til skerðingar hjá yngri en 60 ára

Launþegasamtök opinberra starfsmanna eru ósátt við breytingar á lífeyrissjóðskerfinu sem taka gildi í byrjun júní og ætla að leita réttar síns. Lífeyrisiðgjald hækkar upp í rúm sautján prósent hjá sumum launagreiðendum. 
25.04.2017 - 22:49

Laus búnaður olli eldinum hjá United Silicon

Spennutengdur búnaður sem losnaði olli brunanum í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík fyrir viku. Þetta er niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur nú komist að orsök eldsins.
25.04.2017 - 18:15

Karllægur kampavínsheimur eins prósentsins

Þær starfa margar sem fyrirsætur og þeim er ætlað að skapa ákveðið andrúmsloft inni á kampavínsklúbbum í Miami, New York og Cannes. Í því andrúmslofti treysta forríkir karlmenn böndin og kaupa flöskur sem kosta á við árslaun venjulegs fólks....
25.04.2017 - 17:14

Laun hafa hækkað um fimm prósent

Laun landsmanna hafa hækkað um fimm prósent síðustu tólf mánuði samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar sem var birt í morgun. Að teknu tilliti til verðbólgu þýðir þetta að kaupmáttur hefur að meðaltali aukist um 3,3 prósent. Tólf mánaða launahækkunin...
25.04.2017 - 09:29

Bjarni: Engar áhyggjur af samkeppnisstöðunni

Samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu er það síðasta sem maður hefur áhyggjur af, segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Fjöldi ferðamanna á Íslandi hafi ferfaldast á fáum árum og sé á mörkum þess sem þjóðin ráði við. Hann hyggst ekki draga...
24.04.2017 - 18:20

Sjómannasambandið andvígt auknum strandveiðum

Sjómannasambandi Íslands er mótfallið því að strandveiðar verði auknar frá því sem nú er. Fréttablaðið greinir frá þessu. Gunnar Guðmundsson, Pírati, hefur lagt fram tillögu um að strandveiðitímabilið verði átta mánuðir í stað fjögurra nú, og að...
24.04.2017 - 05:27

Evran styrkist vegna úrslitanna í Frakklandi

Evran tók kipp upp á við og hækkaði gagnvart hvort tveggja bandaríkjadal og japönsku jeni í kauphöllum Asíu þegar ljóst varð að Emmanuel Macron kæmi til með að etja kappi við Marine Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna. Macron er einarður...

Spyr hvort stjórnvöld séu gullgrafarinn

Samtök ferðaþjónustunnar hafa miklar áhyggjur af því að ferðamenn séu að stytta dvöl sína á Íslandi. Styrking krónunnar leiki atvinnuveginn grátt og þróunin komi harðast niður á landsbyggðinni.
23.04.2017 - 18:51

Ferðamenn stytta Íslandsdvölina

Vísbendingar eru um að erlendir ferðamenn séu að stytta dvöl sína á Íslandi. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsíðunnar turisti.is og sérfræðingur í ferðamálum, telur styrkingu krónunnar helsta orsakavaldinn. Þá sé ferðamannaflóran á Íslandi...
23.04.2017 - 12:36

Niðurskurður hjá Flensborgarskóla

Öllu starfsfólki við ræstingar í Flensborgarskóla hefur verið sagt upp og verða þrif í skólanum boðin út. Stjórnunarstöðum hefur verið fækkað, vinnuhlutfalli breytt og yfirvinnubann verið sett á starfsmenn skólans.
21.04.2017 - 19:07

50 þúsund króna skuld velkist um í kerfinu

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar þar sem manni var gert að greiða rúmar 50 þúsund krónur vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Nefndin vísaði málinu aftur til efnismeðferðar. Maðurinn var á...
21.04.2017 - 14:08

Ætlar að láta gera gögnin aðgengileg ókeypis

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra vill að ríkisskattstjóri hefji undirbúning að því að setja öll opinber gögn um starfsemi fyrirtækja og eignarhald þeirra á netið, þar sem almenningur geti nálgast þau ókeypis.
21.04.2017 - 13:06

Gylfi: Hækkar sjúkrakostnað margra

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir hana fela í sér alvarlega aðför að velferðarkerfinu. „Það er auðvitað ekki velferðarþjónusta að byggja nýjan spítala. Þó við gerum ekki lítið úr því að byggja...
21.04.2017 - 06:31

Hampiðjan stærst í Ástralíu

Hampiðjan hefur náð samningum við eina af stærstu útgerðum Ástralíu um sölu á 120 rækjutrollum og er nú orðin stærsta fyrirtækið á sínu sviði þar syðra. Þetta er haft eftir Þorsteini Benediktssyni, framkvæmdastjóra Hampiðjunnar, í Morgunblaðinu í...
21.04.2017 - 03:59

Deila um skattalækkun á uppgangstímum

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra stendur við áætlun um lækkun á virðisaukaskatti þótt opinbert sérfræðingaráð telji að hún gæti ógnað stöðugleika. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi hljóti að hlusta á gagnrýni...
20.04.2017 - 19:34