Efnahagsmál

Atvinnuleysi 3,2% í apríl

Atvinnuleysi mældist 3,2% í síðasta mánuði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Mest er atvinnuleysið hjá yngsta aldurshópnum 16 til 24 ára, eða 9,7%.
24.05.2017 - 13:51

Einn stjórnarflokka fylgjandi myntráði

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mjög miklar áhyggjur af afleiðingunum ef krónan heldur áfram að styrkjast. Myntráð sé róttæk lausn sem Viðreisn styðji einn stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður...
24.05.2017 - 13:18

„Bylting í farvatninu“

Við stöndum frammi fyrir byltingu verslunarhátta á Vesturlöndum. Koma bandarísku keðjunnar Costco til Íslands er eitt merki um það sem er að gerast. En meginbreytingin felst í netvæðingu verslunarinnar. „Það er ábyggilega enn ein byltingin í...
24.05.2017 - 12:48

Innbyggð skekkja og breytt hegðun ferðamanna

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir margt skýra misræmi milli opinberra talna um fjölgun ferðamanna og fjölda gistinátta. Þar á meðal sé innbyggð skekkja í talningu ferðamanna en sennilega ráði aðrir þættir meiru um misræmið. Þar á meðal...
24.05.2017 - 08:13

Kjararáð leiðréttir laun um 17 mánuði

Kjararáð hefur leiðrétt laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra 17 mánuði aftur í tímann eða frá 1. janúar á síðasta ári. Laun forstjóra Landsnets voru leiðrétt rúmt ár aftur í tímann á fundi ráðsins í síðustu viku. Orkumálastjóri sagði...
24.05.2017 - 06:36

Moody's lækkar lánshæfismat Kína

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat kínverska ríkisins í nótt. Fyrirtækið varar við því að skuldir hagkerfisins fari hækkandi þar sem von er á því að vöxtur þess fari minnkandi á næstu árum. Einkunnin fer úr A1 niður í Aa3, en Moody...
24.05.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Sameinast skósöluveldi með sölu á Ellingsen

Sjávarsýn, félag sem er alfarið í eigu Bjarna Ármannssonar, hefur selt allt hlutafé í útvistar- og lífstílsfyrirtækinu Ellingsen til skórisans S4S ehf. Félagið er eitt það stærsta á sviði skósölu en það rekur verslanir Steinars Waage, Kaupfélagið,...
23.05.2017 - 17:18

Íslendingar fylltu innkaupakerrurnar í Costco

Opnun Costco hefur vakið mikla athygli og það voru fjölmargir sem lögðu leið sína í verslunina í morgun. Nærri tvö hundruð stóðu í röð fyrir utan þegar verslunin var opnuð en sá fyrsti mætti fyrir miðnætti í gær. Flestir keyptu meira en þeir ætluðu...
23.05.2017 - 13:38

„Merkileg tímamót í íslenskum sjávarútvegi“

Óhætt er að segja að hagkerfi heimsins standi frammi fyrir miklum áskorunum, að takast á við breytingar sem fylgja gervigreind og aukinni sjálfvirkni. Mannshöndin verður óþörf víða á hefðbundnum vinnustöðum. Hvernig ætla íslenskt menntakerfi og...

Skammtímaaðgerðir ætti að forðast

Krónan hefur styrkst um tæp 40% á tveimur og hálfu ári. Hagfræðingur við Háskóla Íslands segir að sporna ætti gegn gengissveiflum með því að hækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Forsætisráðherra segir að forðast eigi skammtímaaðgerðir til að...
22.05.2017 - 19:54

Ætla ekki að bregðast við verði Costco

Hlutabréf í olíufélögunum snarlækkuðu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir að Costco selji eldsneyti á kostnaðarverði til að fá fólk inn í vöruhúsið, olíufélögin geti ekki keppt við það.
22.05.2017 - 12:43

Raungengi krónu ekki sterkara í 37 ár

Raungengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur ekki verið sterkara frá árinu 1980. Þetta segir forstöðumaður greiningardeildar Arion-banka. Iðnfyrirtæki, sjávarútvegur og sprotafyrirtæki finni mest fyrir þessu. Bandaríkjadalur kostar nú minna...
22.05.2017 - 12:36

Krónan styrkst enn meira „en maður óttaðist“

Sterkt gengi krónunnar er farið að ógna íslenskum fyrirtækjum og þar með störfum, segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Krónan er sterkari en hún hefur verið í rúman áratug. Gengi krónunnar hefur hækkað stöðugt síðustu vikur,...
22.05.2017 - 06:45

Skeljungur í viðræður um kaup á 10-11

Skeljungur hf. og hluthafar í Basko ehf., sem á meðal annars verslanir 10-11, hafa ákveðið að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á Basko. Basko ehf. rekur einnig fimm kaffihús undir merkjum Dunkin' Donuts og þrjár Iceland-verslanir, svo...
21.05.2017 - 22:55

Costco breytir verslunarmynstrinu

Koma bandaríska verslunarrisans Costco á íslenskan búðamarkað á eftir að hafa áhrif á samsetningu verslana hérlendis. Annars vegar verða verslanir með lágt vöruverð þar sem hægt er að kaupa mikið magn á lágu verði, hins vegar gæðabúðir með hærra...
21.05.2017 - 16:52