Efnahagsmál

Kallað eftir skýrari framsetningu

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að verulega skorti upp á að nefndin geti rækt hlutverk sitt í breyttu umhverfi opinberra fjármála. Til þess sé stoðkerfi þingsins ekki nógu öflugt. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar...
21.05.2017 - 16:01

Íslendingar tilraunadýr Costco?

Markmið Costco er kannski að nota Íslendinga sem tilraunadýr. Þetta er mat forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar. Costco opnar í Kauptúni í Garðabæ á þriðjudaginn. Hluti plansins fyrir utan verslunina er enn afgirtur vegna framkvæmda og svo...
19.05.2017 - 19:01

Sólberg komið til Siglufjarðar

Nýr frystitogari útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð kom til hafnar á Siglufirði á hádegi í dag. Skipið var smíðað í Tyrklandi og var kaupverðið rúmlega fimm milljarðar króna.
19.05.2017 - 18:02

Leigjendur safna síður sparifé

Mun fleiri leggja fyrir sparifé nú en árið 2011, eða tæp 62 prósent miðað við 42 prósent þá. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs sem kynnt var á fundi sjóðsins í gær.
19.05.2017 - 13:39

Engar tafir á framkvæmdum við Kröflulínu 4

Ákvörðun Hæstaréttar, um að hafna kröfu Landsnets um aðfarargerð í landi Reykjahlíðar, mun ekki hafa teljandi áhrif á framkvæmdir við Kröflulínu 4. Beðið er dóms um það hvort eignarnám fyrirtækisins á svæðinu standist lög. 
19.05.2017 - 13:01

Grikkir skera enn niður í velferðarkerfinu

Gríska þingið samþykkti í kvöld enn frekari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til að uppfylla skilyrði lánardrottna gríska ríkisins fyrir framlengingu lána og niðurfellingu hluta þeirra. Til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og...
19.05.2017 - 01:27

Skatturinn skoðar gögn um fjárfestingaleiðina

Bæði Ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri eru með gögn um þá sem nýttu sér fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Embættin óskuðu eftir þessum upplýsingum á síðasta ári. 206 milljarðar voru fluttir til landsins í gegnum þessa leið sem hefur þótt...
18.05.2017 - 20:52

„Það borgar sig að vanda til verka“

Mikil spenna er á húsnæðismarkaði og hafin er eða í undirbúningi gríðarleg uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. Mörg hundruð nýjar íbúðir verða til á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. En erum við að fara fram úr okkur? Er ekki hætta á að eitthvað...
18.05.2017 - 13:00

Mikil mannekla í byggingarstarfsemi

Rúmlega 90% fyrirtækja í byggingarstarfsemi áttu erfitt með að manna störf í febrúar. Það er mesti skortur á mannafli sem mælst hefur í atvinnugrein frá því Gallup fór að kanna slíkt hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta kemur fram í Peningamálum...
18.05.2017 - 12:37

Kaupmáttur ungs fólks aukist lítið sem ekkert

Fólk yngra en þrítugt hefur notið hér um bil engrar kaupmáttaraukningar undanfarin ár á meðan ráðstöfunartekjur þeirra sem notið hafa mestrar kaupmáttaraukningar hafa aukist um þriðjung. Konráð S. Guðjónsson í greiningardeild Arion banka segir að...
18.05.2017 - 08:38

Björgunarsveitir aðstoða við opnun Costco

Fréttir af óbeislaðri innkaupagleði íslenskra neytenda við opnun nýrra verslana í gegnum tíðina hafa ekki farið framhjá verslunarstjóra amerísku Costco-verslunarinnar, sem hefur kallað eftir aðstoð björgunarsveita þegar búðin verður opnuð á...
18.05.2017 - 05:26

Segir þátttöku Finns engin áhrif hafa haft

Ólafur Ólafsson fjárfestir segir S-hópinn ekki hafa notið þess að hafa Finn Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknarflokksins, innan sinna raða þegar hópurinn keypti tæplega helmingshlut í Búnaðarbankanum 2003.
17.05.2017 - 23:02

Vaxtalækkun hafi ekki áhrif á húsnæðisverð

Seðlabankastjóri telur að stýrivaxtalækkunin í dag hafi ekki áhrif á húsnæðisverð, sem hefur hækkað um tæp 23% á tólf mánuðum. Seðlabankastjóri segir að bankinn ákveði stýrivexti á grundvelli stöðunnar eins og hún er í efnahagslífinu og megi ekki...
17.05.2017 - 20:07

Verðfall við opnun markaða í Bandaríkjunum

Hlutabréf féllu í verði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Dagblaðið New York Times segir að ástæðan sé óróleiki í stjórnmálum vestra þar sem Donald Trump forseti eigi í erfiðleikum. Kaupahéðnar á Wall Street óttist að veikist staða forsetans...
17.05.2017 - 15:10

Ekki svigrúm til meiri vaxtalækkunar

Stýrivextir Seðlabankans lækka um 0,25% niður í 4,75%. Fjármálaráðherra hafði lýst því yfir að réttast væri að bankinn lækkaði vexti duglega. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að ekki hafi verið svigrúm til meiri lækkunar. Hann telur óheppilegt...
17.05.2017 - 13:00