Efnahagsmál

Stytta bótatímabil atvinnulausra um hálft ár

Bótatímabil vegna atvinnuleysis verður stytt úr tveimur og hálfu ári í tvö ár samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að atvinnulausir fái aukna aðstoð við að komast út á vinnumarkaðinn...
20.04.2017 - 17:21

Sérfræðingar telja meira aðhald nauðsynlegt

Óháðir sérfræðingar á vegum stjórnvalda telja að fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna, samhliða lækkun efra þreps virðisaukaskatts, gæti ógnað stöðugleika í efnahagslífinu. Almennt séu stjórnvöld að stíga lausar á bensíngjöfina í...
20.04.2017 - 13:09

Þverpólitísk nefnd skoði lög um fiskveiðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hyggst skipa þverpólitíska nefnd sem ætlað er að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Þorgerði að eitt það helsta sem skoða...
20.04.2017 - 06:57

Gögnin ókeypis í Lúxemborg en ekki á Íslandi

Yfirvöld í Lúxemborg hafa gert ársreikninga fyrirtækja og upplýsingar um eigendur þeirra aðgengilegar ókeypis á netinu. Á Íslandi þarf hins vegar að greiða fyrir þessar upplýsingar. Ríkisskattstjóri segir það pólitíska spurningu hvort fara eigi sömu...
19.04.2017 - 20:10

Panamaskjölin gjörbreyttu möguleikum skattsins

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að viðhorf stjórnvalda á aflandssvæðum standi ekki lengur í vegi fyrir því að íslensk skattayfirvöld fái mikilvægar upplýsingar frá löndum sem áður voru treg til að veita þær. Viðhorf hafi gjörbreyst...
19.04.2017 - 14:22

Hundruð starfsmanna hafa selt hlutabréfin

Hundruð núverandi og fyrrverandi starfsmenn Landsbankans seldu í fyrra hlutabréf sem þeir fengu afhent árið 2013. Landsbankinn keypti hlutabréfin sjálfur, fyrir 1.391 milljón króna. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, í dag.
19.04.2017 - 11:11

Mesta hækkun fasteignaverðs síðan 2006

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um nærri þrjú prósent í mars. Á síðustu tólf mánuðum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði hækkað um 21 prósent, sem er mesta tólf mánaða hækkun síðan á árunum fyrir hrun.
18.04.2017 - 19:58

Einfaldara að stofna félag og skila framtali

Íslendingar geta eftir nokkrar vikur stofnað fyrirtæki á netinu, þegar ný rafræn fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra verður tekin í notkun. Þá verða falsaðar undirskriftir, sem hafa verið vandamál, ekki lengur áhyggjuefni, segir Skúli Eggert Þórðarson...
16.04.2017 - 19:54

Rannsóknin á einkavæðingu bankanna

Uppljóstranir rannsóknarnefndar Alþingis um leikinn sem settur var á svið við kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafa orðið til að aftur er kallað eftir rannsókn. Að þessu sinni heildarrannsókn á því hvernig staðið var að sölu...
15.04.2017 - 18:38

Krónan stöðug mánuði eftir losun hafta

Gengi krónunnar hefur lítið breyst á þeim mánuði sem liðinn er frá því að fjármagnshöft voru losuð. Lífeyrissjóðir hyggja á auknar fjárfestingar erlendis og vel stætt fólk hefur sýnt áhuga á erlendum verðbréfasjóðum.
14.04.2017 - 08:09

Ójöfnuður veldur metorðakvíða

Ójöfnuður í samfélagi getur valdið langvarandi streitu, svokölluðum metorðakvíða. Félagssálfræðingur segir ýmislegt benda til þess að ójöfnuður fari vaxandi á Íslandi.
14.04.2017 - 19:41

Lífeyrissjóðir fjárfesti til lengri tíma

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir lífeyrissjóðina fjárfesta til lengri tíma og hlaupi ekki til þótt hlutabréf rokki til frá degi til dags. Slík viðbrögð gætu haft slæmar afleiðingar á hlutabréfamarkaði....
13.04.2017 - 18:05

Lífeyrissjóðir vilja bætur frá Kaupþingi

Lífeyrissjóðir sem voru í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlut í Arion banka hafa krafist bóta vegna þess að ekkert varð af viðskiptunum. Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag og er haft eftir ótilgreindum heimildum. Þar segir að...
13.04.2017 - 08:12

Saka stjórnvöld um svikin fyrirheit um samráð

Samtök ferðaþjónustunnar telja að álögur á bílaleigur aukist um 4 milljarða um næstu áramót og gagnrýna að stjórnvöld hafi ekki staðið við boðað samráð við fyrirtæki í greininni.
12.04.2017 - 21:19

Ólafur vill mæta fyrir stjórnskipunarnefnd

Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir því að fá að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands fyrir fimmtán árum. Hann segist telja mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem...
12.04.2017 - 17:28