Efnahagsmál

Skammtímaaðgerðir ætti að forðast

Krónan hefur styrkst um tæp 40% á tveimur og hálfu ári. Hagfræðingur við Háskóla Íslands segir að sporna ætti gegn gengissveiflum með því að hækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Forsætisráðherra segir að forðast eigi skammtímaaðgerðir til að...
22.05.2017 - 19:54

Ætla ekki að bregðast við verði Costco

Hlutabréf í olíufélögunum snarlækkuðu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir að Costco selji eldsneyti á kostnaðarverði til að fá fólk inn í vöruhúsið, olíufélögin geti ekki keppt við það.
22.05.2017 - 12:43

Raungengi krónu ekki sterkara í 37 ár

Raungengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur ekki verið sterkara frá árinu 1980. Þetta segir forstöðumaður greiningardeildar Arion-banka. Iðnfyrirtæki, sjávarútvegur og sprotafyrirtæki finni mest fyrir þessu. Bandaríkjadalur kostar nú minna...
22.05.2017 - 12:36

Krónan styrkst enn meira „en maður óttaðist“

Sterkt gengi krónunnar er farið að ógna íslenskum fyrirtækjum og þar með störfum, segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Krónan er sterkari en hún hefur verið í rúman áratug. Gengi krónunnar hefur hækkað stöðugt síðustu vikur,...
22.05.2017 - 06:45

Skeljungur í viðræður um kaup á 10-11

Skeljungur hf. og hluthafar í Basko ehf., sem á meðal annars verslanir 10-11, hafa ákveðið að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á Basko. Basko ehf. rekur einnig fimm kaffihús undir merkjum Dunkin' Donuts og þrjár Iceland-verslanir, svo...
21.05.2017 - 22:55

Costco breytir verslunarmynstrinu

Koma bandaríska verslunarrisans Costco á íslenskan búðamarkað á eftir að hafa áhrif á samsetningu verslana hérlendis. Annars vegar verða verslanir með lágt vöruverð þar sem hægt er að kaupa mikið magn á lágu verði, hins vegar gæðabúðir með hærra...
21.05.2017 - 16:52

Kallað eftir skýrari framsetningu

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að verulega skorti upp á að nefndin geti rækt hlutverk sitt í breyttu umhverfi opinberra fjármála. Til þess sé stoðkerfi þingsins ekki nógu öflugt. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar...
21.05.2017 - 16:01

Íslendingar tilraunadýr Costco?

Markmið Costco er kannski að nota Íslendinga sem tilraunadýr. Þetta er mat forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar. Costco opnar í Kauptúni í Garðabæ á þriðjudaginn. Hluti plansins fyrir utan verslunina er enn afgirtur vegna framkvæmda og svo...
19.05.2017 - 19:01

Sólberg komið til Siglufjarðar

Nýr frystitogari útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð kom til hafnar á Siglufirði á hádegi í dag. Skipið var smíðað í Tyrklandi og var kaupverðið rúmlega fimm milljarðar króna.
19.05.2017 - 18:02

Leigjendur safna síður sparifé

Mun fleiri leggja fyrir sparifé nú en árið 2011, eða tæp 62 prósent miðað við 42 prósent þá. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs sem kynnt var á fundi sjóðsins í gær.
19.05.2017 - 13:39

Engar tafir á framkvæmdum við Kröflulínu 4

Ákvörðun Hæstaréttar, um að hafna kröfu Landsnets um aðfarargerð í landi Reykjahlíðar, mun ekki hafa teljandi áhrif á framkvæmdir við Kröflulínu 4. Beðið er dóms um það hvort eignarnám fyrirtækisins á svæðinu standist lög. 
19.05.2017 - 13:01

Grikkir skera enn niður í velferðarkerfinu

Gríska þingið samþykkti í kvöld enn frekari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til að uppfylla skilyrði lánardrottna gríska ríkisins fyrir framlengingu lána og niðurfellingu hluta þeirra. Til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og...
19.05.2017 - 01:27

Skatturinn skoðar gögn um fjárfestingaleiðina

Bæði Ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri eru með gögn um þá sem nýttu sér fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Embættin óskuðu eftir þessum upplýsingum á síðasta ári. 206 milljarðar voru fluttir til landsins í gegnum þessa leið sem hefur þótt...
18.05.2017 - 20:52

„Það borgar sig að vanda til verka“

Mikil spenna er á húsnæðismarkaði og hafin er eða í undirbúningi gríðarleg uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. Mörg hundruð nýjar íbúðir verða til á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. En erum við að fara fram úr okkur? Er ekki hætta á að eitthvað...
18.05.2017 - 13:00

Mikil mannekla í byggingarstarfsemi

Rúmlega 90% fyrirtækja í byggingarstarfsemi áttu erfitt með að manna störf í febrúar. Það er mesti skortur á mannafli sem mælst hefur í atvinnugrein frá því Gallup fór að kanna slíkt hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta kemur fram í Peningamálum...
18.05.2017 - 12:37