Dóms- og lögreglumál

Máli Polanskis ekki vísað frá

Dómari í Bandaríkjunum hafnaði kröfu fórnarlambs kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis um að ljúka málinu án tafar. Samantha Geimer, sem var aðeins 13 ára gömul þegar Polanski nauðgaði henni á áttunda áratugnum, vildi að málið yrði fellt niður svo...
19.08.2017 - 00:38

Rán framið í JL-húsinu

Rán var framið á matsölustaðnum Subway í JL-húsinu í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Vísir.is greinir frá þessu. Lögreglan leitar ræningjans, sem var að sögn sjónarvotta óvopnaður. Hann hljóp í austurátt eftir Hringbrautinni eftir ránið.

Sakar lögreglu um „ómannúðlega meðferð“

Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður, lét bóka í skýrslutöku lögreglunnar á Suðurnesjum að maður sem var handtekinn fyrir að framvísa fölsuðu kennivottorði á Keflavíkurflugvelli í morgun hefði sætt ómannúðlegri meðferð á lögreglustöðinni. Kristrún...
18.08.2017 - 22:47

Aðalmeðferð í máli Birnu lýkur 1. september

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem er ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, lýkur ekki fyrr en 1. september. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Þá gefa meðal annars skýrslu Grímur Grímsson, yfirmaður...

Tveir létust eftir hnífaárás í Turku

Tveir létust eftir að níu manns voru stungnir með hnífi í miðborg Turku í Finnlandi í dag. Allir voru þeir fluttir á sjúkrahús. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu eftir að hann var skotinn í fæturna. Hugsanlegt er talið að hann hafi átt sér...
18.08.2017 - 16:10

Vildi fleiri en 15 dómaraefni frá nefndinni

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til við nefndina, sem falið var að mæta hæfi þeirra umsækjenda sem sóttu um dómarastarf við Landsrétt, að nefndin skilaði tillögum um fleiri umsækjendur, til að mynda tuttugu. Ráðherrann fengi þannig...
18.08.2017 - 15:13

2 látnir eftir hnífaárás í Turku

Tveir eru látnir og sex eru sárir eftir hnífaárás í finnsku borginni Turku. Lögreglan handtók árásarmanninn eftir að hafa skotið hafa skotið hann í fótinn. Búið er að hækka viðbúnaðarstig í Finnlandi eftir árásina en óljóst er hvort hún verði...
18.08.2017 - 13:56

Sveinn Gestur áfram í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 8. júní. Þorgils Þorgilsson, verjandi...

Ekki hægt að fara djúpt í gögnin

Fylgigögn með umsóknum þeirra sem sóttu um dómarastöður við landsrétt voru svo umfangsmikil að ekki var hægt að fara djúpt yfir gögnin. Þetta sagði Gunnlaugur Claessen, formaður nefndar um skipun dómara, fyrir rétti í morgun. Aðalmeðferð í máli...
18.08.2017 - 13:31

Grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Cambrils

Spænska lögreglan felldi fjóra grunaða hryðjuverkamenn og særði einn í lögregluaðgerð í borginni Cambrils, um 100 kílómetrum suður af Barselóna. Lögreglan og innanríkisráðuneytið greindu frá þessu um miðnætti. Skömmu fyrir miðnætti beindu yfirvöld...

Bein lýsing: 13 látnir og hundrað særðir

Að minnsta kosti 13 létu lífið og yfir áttatíu slösuðust þegar sendiferðabíl var ekið í dag á hóp fólks við Katalóníutorg í miðborg Barselóna, skammt frá Il Corte Ingles verslunarmiðstöðina. Lögreglan segir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Tveir...
17.08.2017 - 15:34

Sprengja og skotvopn fundust í Cuxhavengötu

Heimatilbúin sprengja og skotvopn fannst í fórum mannsins sem var handtekinn við Cuxhavengötu í Hafnarfirði í gær. Manninum var sleppt í gærkvöld að lokinni yfirheyrslu.
17.08.2017 - 11:23

Handtekinn eftir að hafa hótað að skjóta fólk

Sérsveit lögreglu, ásamt almennri lögreglu og slökkviliði, var send að skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag eftir að leigjandi í húsinu hótaði að vinna fólki mein með skotvopni. Að sögn Sævars Guðmundssonar,...
16.08.2017 - 15:02

Nýjar ásakanir í garð Romans Polanskis

Kona, sem kom fram undir nafninu Robin, sagði frá því í gær að kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski hafi beitt sig kynferðisofbeldi árið 1973, þegar hún var aðeins 16 ára að aldri. Í yfirlýsingu, sem hún las upp í gær, segir hún að hún hafi sagt...
16.08.2017 - 06:17

Costco dæmt til hárrar sektargreiðslu

Verslanakeðjan Costco verður að greiða skartgripaframleiðandanum Tiffany 19,4 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tveggja milljarða króna, fyrir að nota vörumerkið ólöglega.
16.08.2017 - 02:07