Dóms- og lögreglumál

Grunaður búðaþjófur fær ekki myndbandsupptöku

Karlmaður, sem hefur verið ákærður fyrir búðaþjófnað úr verslun, fær ekki upptöku úr öryggismyndavél í versluninni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í gær. Á upptökunni sést maður ganga um verslunina með innkaupakerru...
28.06.2017 - 20:53

Kallaðar út vegna gönguhóps í sjálfheldu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna fimm manna gönguhóps sem er í sjálfheldu í fjallinu Öskubak. Fjallið er ekki langt frá Galtarvita þar sem sveitir slysavarnarfélagsins á norðanverðum...
28.06.2017 - 18:51

Ísland annars flokks í baráttunni gegn mansali

Ísland er annars flokks í baráttunni gegn mansali. Þetta er mat bandaríska utanríkisráðuneytisins sem færir Ísland niður um flokk vegna slælegrar frammistöðu í baráttunni við slíka glæpi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðuneytisins um mansal í...
28.06.2017 - 07:47

Halldór Viðar ákærður fyrir fjárdrátt og svik

Halldór Viðar Sanne, sem hefur breytt nafni sínu og heitir nú Aldo Viðar Bae, hefur verið ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátt. Aldo Viðar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í lok mars. Gæsluvarðhaldið var...
27.06.2017 - 19:56

Upptökur af Snapchat notaðar í manndrápsmálinu

Upptökur af samfélagsmiðlinum Snapchat, sem Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason tóku á síma sína af Arnari Jónssyni Aspar þar sem hann liggur hreyfingarlaus og blár í framan, eru meðal gagna lögreglunnar í málinu. Á upptökunum heyrast...

„Kom okkur ekki algjörlega í opna skjöldu“

Jón H. B Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að dómur Hæstaréttar í dag vegna manndrápsmálsins í Mosfellsdal hafi ekki komið sér „algjörlega í opna skjöldu,“ og að hann hafi verið undir það búin að þetta gæti farið...

Nakin í ljósabekk - tapar dómsmáli

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum stúlku um miskabætur. Hún hélt því fram að lögreglumenn hefðu komið að sér nakinni í ljósabekk og handtekið sig.
27.06.2017 - 16:14

Jón Trausti laus úr haldi

Jón Trausti Lúthersson, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi í Mosfellsdal í byrjun mánaðarins, hefur verið látinn laus úr haldi eftir að Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum í dag.

Níu konur taka undir gagnrýni á Stígamót

9 konur, sem segjast hafa starfað á vettvangi Stígamóta, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær segjast trúa skrifum fyrrverandi starfskonu samtakanna og upplifun hennar á ofbeldi á vinnustaðnum. Konurnar níu segjast hafa sambærilega reynslu af...
27.06.2017 - 15:38

Endurupptökunefnd óstarfhæf - 10 mál bíða

Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman í haust. Jón Þór Ólafsson, þingmaður, vill kalla saman þing til að bregðast við þessu en formaður endurupptökunefndar, segir enga þörf á því. Tíu mál liggja fyrir nefndinni.
27.06.2017 - 11:55

Hætta vegna aksturs torfæruhjóls á gangstétt

Karlmaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í morgun vegna gruns um akstur torfæruhjóls, krossara, undir áhrifum fíkniefna.
27.06.2017 - 11:26

Var nokkra daga á sjúkrahúsi eftir árás sonar

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að smygla hassi frá Íslandi til Grænlands og fyrir fólskulega árás á föður sinn á heimili foreldra sinna. Faðirinn hlaut mikla áverka á höfði og þurfti að liggja nokkra daga...
26.06.2017 - 19:28

Gagnrýndi sjónpróf - var sjálfur með 10% sjón

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu varaformanns úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem taldi að umhverfisráðherra hefði brotið gegn réttindum sínum þegar nýr forstöðumaður nefndarinnar var skipaður fyrir þremur...
26.06.2017 - 18:00

Með fljótandi kókaín í fjórum snyrtivörubrúsum

Brasilískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að reyna smygla til landsins tæpum tveimur lítrum af fljótandi kókaíni. Tollverðir fundu fíkniefnin í fjórum brúsum undir snyrtivörur þegar maðurinn var að koma til Keflavíkur frá Amsterdam í lok mars...
26.06.2017 - 16:21

Jón H.B fer til saksóknara frá lögreglunni

Jón H. B Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, flyst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara í ágúst. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu.
26.06.2017 - 13:23