Dóms- og lögreglumál

Vilja hafa hendur í hári Alfreðs en geta ekki

Bandarísk stjórnvöld hafa ekki gert neina tilraun til að fá Alfreð Clausen framseldan frá Íslandi til Bandaríkjanna þar sem engir framsalssamningar eru í gildi milli landanna. Snúi Alfreð aftur til Bandaríkjanna verður hann handtekinn þar. Þetta...
25.03.2017 - 07:05

Sex sleppt úr haldi eftir Westminster-árásina

Sex manneskjum, sem handteknar voru í tengslum við rannsókn árásarinnar á Westminster á miðvikudag, hefur nú verið sleppt úr haldi og eru lausar allra mála. Lundúnalögreglan greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Þar segir að tvær konur og fjórir...
25.03.2017 - 01:15

Tilkynnti sjálfur brot sín gegn stjúpdætrum

Karlmaður, sem dæmdur var í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn tveimur stjúpdætrum sínum, tilkynnti sjálfur um brot sín til barnaverndaryfirvalda. Dómurinn setti það sem skilyrði fyrir skilorðsbindingu dómsins að...
24.03.2017 - 18:48

Fjórir fangaverðir með réttarstöðu sakbornings

Fjórir fangaverðir hafa réttarstöðu sakbornings vegna atviks á Litla Hrauni í byrjun árs og er til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu.. Fangelsismálastofnun sjálf...
24.03.2017 - 17:00

Barði menn með gúmmíhamri, spýtu og grjóti

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt pilt í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg afbrot, framin á tveggja ára tíma tímabili þegar hann var 16 til 18 ára. Vegna þess hversu ungur hann er, hversu langt er liðið frá sumum brotunum og þess að hann játaði...
24.03.2017 - 16:15

3 ára dómur fyrir að nauðga 17 ára stúlku

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára mann í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga sautján ára samstarfskonu sinni á árshátíð vinnustaðarins fyrir tveimur árum. Atburðurinn hefur svipt stúlkuna lönguninni til að lifa, að sögn sálfræðings hennar.
24.03.2017 - 15:05

Stríðsherra greiði fórnarlömbum skaðabætur

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag dæmdi í dag stríðsherrann Germain Katanga til að greiða 297 fórnarlömbum sínum í þorpinu Bogoro í Kongó 250 dollara hverju í „táknrænar skaðabætur“ fyrir ofbeldi sem þau voru beitt. Katanga og menn hans réðust inn í...
24.03.2017 - 12:11

Hosni Mubarak laus úr fangelsi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var látinn laus úr fangelsi í dag. Hann dvaldi raunar að mestu leyti á hersjúkrahúsi síðastliðin sex ár, frá því að hann var hnepptur í varðhald.
24.03.2017 - 11:51

Mikið um glæfraakstur á Suðurnesjum

Sjö ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Einn þeirra virti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir flutningabíl. Hann gaf síðan í og mældist á 120 kílómetra hraða á...
24.03.2017 - 10:29

Hæstiréttur ákveður hverjir foreldrarnir eru

Hæstiréttur dæmir á næstu vikum hvort tvær konur, sem fengu staðgöngumóður í Bandaríkjunum til að ganga með barn fyrir sig, geti talist foreldrar barnsins. 
24.03.2017 - 09:20

Stal bíl með tveimur kornungum bræðrum

Lögregla í Suður-Kaliforníu hefur síðustu klukkustundir gert dauðaleit að Honda Accord bíl sem stolið var í gærkvöld í bænum Cathedral City. Í aftursæti bílsins voru tveir bræður, Jayden og Carlos Cortez, eins og tveggja ára.
24.03.2017 - 09:14

Bankaráð krafðist þess að Már tjáði sig minna

Bankaráð Seðlabanka Íslands bókaði á fundi sínum 10. mars í fyrra að Már Guðmundsson seðlabankastjóri skyldi halda sig til hlés í umræðu um mál sem bankinn væri með í vinnslu. Tilefnið var ummæli Más um rannsókn Seðlabankans á meintum brotum...
24.03.2017 - 08:29

Einn enn í lífshættu eftir árásina í Lundúnum

Fjórir liggja enn alvarlega særðir á sjúkrahúsum í Lundúnum eftir árásina á miðvikudag utan við breska þingið og á Westminsterbrú. Þar af er einn í lífshættu, að því er dagblaðið Guardian greinir frá í dag.
24.03.2017 - 08:00

LMFÍ telur Jón Steinar hafa brotið siðareglur

Jón Steinar Gunnlaugsson braut gegn siðareglum lögmanna með tölvupóstsendingum sínum til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta er mat Lögmannafélags Íslands, sem hefur vísað málinu til Úrskurðarnefndar lögmanna. Jón Steinar kannast við að hafa...
23.03.2017 - 16:49

Ríkið þarf ekki að endurgreiða Vinnslustöðinni

Hæstiréttur staðfesti í dag að íslenska ríkið þurfi ekki að endurgreiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum rúman hálfan milljarð króna sem það innheimti í formi sérstakt veiðigjalds.
23.03.2017 - 15:38