Dóms- og lögreglumál

Enn ein skotárásin í danska gengjastríðinu

21 árs gamall karlmaður var fluttur á sjúkrahús eftir enn eina skotárásina í Kaupmannahöfn í kvöld, nú á Amager. Þrír menn eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Lögreglan telur að þeir og maðurinn sem var skotinn hafi allir tengsl við glæpagengi.
15.08.2017 - 23:23

Staðfest að líkið er af Nika Begadze

Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra hefur staðfest að líkið sem fannst á sunnudag við bakka Hvítár, neðan Brúarhlaða, sé af georgíska hælisleitandanum Nika Begadze sem féll í ána við Gullfoss 19. júlí. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn...
15.08.2017 - 14:04

Flúði lögreglu á ofsahraða og lenti í árekstri

Lögregla handtók á áttunda tímanum í morgun tæplega fertugan mann sem hafði ekið á ofsahraða undan lögreglu um austanverða miðborgina áður en hann lauk för sinni með því að keyra á ruslafötu í eigu borgarinnar og síðan á kyrrstæðan bíl sem kastaðist...
15.08.2017 - 12:19

Dæmi um að fólk bíði afplánunar í 5 ár

„Það er alveg ömurlegt þegar Fangelsismálastofnun bankar upp á rétt áður en dómur fyrnist sem við reynum að gera ef við viljum komast hjá fyrningu. Þá er það oft þannig að fólk er búið að snúa við blaðinu, kannski búið að stofna til fjölskyldu, búið...
15.08.2017 - 08:14

Biðlisti eftir afplánun lengist

560 dæmdir menn bíða þess nú að vera boðaðir til afplánunar, en um áramót voru 550 á biðlistanum, samkvæmt tölum Fangelsismálastofnunar, sem upplýsir að 34 dómar hafi fyrnst á síðasta ári, þar sem ekki tókst að koma hinum dæmdu í afplánun í tæka tíð...
15.08.2017 - 05:23

Hafnarbúar mótmæla ofbeldisverkum glæpalýðs

Hundruð Kaupmannahafnarbúa gengu með logandi kyndla frá Blågards-torgi til Rauða torgsins á Norðurbrú á mánudagskvöld, til að mótmæla hrinu ofbeldis og skotárása sem þar hefur riðið yfir að undanförnu. Hörð og blóðug átök glæpagengja sem berjast...
15.08.2017 - 04:23

Dæmdur fyrir að áreita Swift kynferðislega

Bandarískur kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í kvöld að útvarpsmaðurinn David Mueller hefði áreitt söngkonuna Taylor Swift kynferðislega í myndatöku fyrir tónleika hennar í Denver árið 2013. Mueller fór með hönd sína undir pils söngkonunnar og...
14.08.2017 - 23:41

Stúlka lést þegar bíl var ekið inn á pizzustað

13 ára stúlka lést og fjórir eru alvarlega slasaðir þegar bíl var ekið inn á pizzustað í úthverfi austur af París í kvöld. Talið er að bílnum hafi verið viljandi ekið inn á staðinn en ekki er þó grunur um hryðjuverk, að sögn saksóknara í bænum Meaux...
14.08.2017 - 20:33

Sóttu um uppreist æru með hreint sakavottorð

Frá árinu 1995 hefur dómsmálaráðuneytið hafnað 54 beiðnum um uppreist æru. Tvær komu frá fólki sem við nánari skoðun reyndist hafa hreint sakavottorð. Fyrir tveimur árum hafnaði ráðuneytið kröfu manns um að fá sakaruppgjöf þar sem það taldi aðstæður...
14.08.2017 - 20:02

Þrír morðingjar fengið uppreist æru frá 1995

Sex nauðgarar, þrír barnaníðingar og þrír morðingjar eru á meðal þeirra 32 sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995, samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðuneytið birti í dag. Á sama tíma hefur 54 verið synjað um uppreist æru, öllum vegna þess að...
14.08.2017 - 16:55

Sjá PIN-númerið slegið inn og stela kortinu

Tíu tilkynningar hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu um þjófnað á greiðslukortum og PIN-númerum. Flestir hafa glatað kortum á öldurhúsum borgarinnar, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu. Svo virðist sem þjófarnir...
14.08.2017 - 16:29

Hleruðu og eltu grunaða fíkniefnasmyglara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk heimild hjá Héraðsdómi Reykjaness til að koma fyrir eftirfarabúnaði og hljóðupptöku í bíl tveggja erlendra karlmanna sem og símum þeirra eftir að grunsemdir vöknuðu hjá tollvörðum og lögreglumönnum um að fíkniefni...
14.08.2017 - 16:09

„Þetta var mjög furðulegur fundur“

Fulltrúar meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákváðu að kynna sér ekki gögn sem varða uppreist æru Roberts Downey, dæmds kynferðisbrotamanns og lögfræðings, og lágu fyrir fundi nefndarinnar í dag. Minnihlutinn hyggst fara fram...
14.08.2017 - 14:42

Bílvelta á Reykjanesbraut

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Reykjanesbraut nú eftir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er ekki talið að fólkið sé alvarlega slasað.
14.08.2017 - 14:29

Lögregla varar við vespuþjófum

Töluvert meira var um nytjastuld á ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í mánuðunum á undan. Samtals komu 43 mál inn á borð lögreglu sem vörðuðu nytjastuld og þjófnað á ökutækjum. Þessi fjölgun skýrist mikið til af því að vespum var stolið í...
14.08.2017 - 12:12