Dóms- og lögreglumál

Dæmdar 800 þúsund krónur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða lögreglukonu 800 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur fyrir brot á jafnréttislögum.
28.03.2017 - 23:48

Sjakalinn fékk enn einn lífstíðardóminn

Dómstóll í Frakklandi dæmdi í dag einn kunnasta hryðjuverkamann heimsins, Sjakalann Carlos, í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás í verslun í París í september 1974. Tveir létu lífið í sprengingunni og 34 særðust. Sannað þótti að Sjakalinn hafi...
28.03.2017 - 14:08

Játaði bótasvik í skilnaðarmáli

Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra frestaði í byrjun mánaðar dómsmáli sem höfðað var til að knýja fram efndir á skilnaðarsamningi. Ástæðan var sú að annað hjónanna sagði skilnaðinn aðeins hafa verið til málamynda og til þess ætlaðan að hækka...
28.03.2017 - 11:13

Mál þriggja tekin upp vegna of þungra refsinga

Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni Ríkissaksóknara um að taka á ný upp sakamál þriggja manna. Ríkissaksóknari fór fram á endurupptöku allra málanna vegna þess að mönnunum þremur hefði fyrir mistök verið refsað óhóflega. Einn var ákærður og...
28.03.2017 - 07:12

Engin tengsl við hryðjuverkasamtök

Breska lögreglan segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Khalid Masood, sem varð fimm að bana og særði fjörutíu í Lundúnum í síðustu viku, hafi aðhyllst öfgafullar íslamskar trúarskoðanir. Þá hefur ekkert komið í ljós um að hann hafi...
27.03.2017 - 16:23

Navalny dæmdur í fangelsi

Stjórnarandstæðingur Alexei Navalny fékk fimmtán daga fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt mótmæli í Rússlandi í gær. Að minnsta kosti 500 voru handtekin í mótmælunum sem eru ein þau fjölmennustu í Rússlandi um árabil. Rússar segja mótmælin ólögleg...
27.03.2017 - 12:53

Skellti höfði fangans tvisvar í gólfið

Lögreglumaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldisbrot í starfi réðist á mann sem var handjárnaður. Verið var að færa manninn úr fangageymslu þegar lögreglumaðurinn réðist að honum, ógnaði honum og skellti meðal annars höfðinu á honum tvisvar í...
27.03.2017 - 11:35

Földu kókaín í bananaeftirlíkingum

Tveir menn eru í haldi spænsku lögreglunnar fyrir að hafa reynt að smygla sautján kílóum af kókaíni í bananaeftirlíkingum og umbúðum utan um þá. Efnin komu frá Suður-Ameríku og fundust við eftirlit í Valensíu. Sjö kíló fundust í...
27.03.2017 - 10:31

Einn handtekinn vegna Westminster-árásar

Lögregla í Birmingham handtók í gær mann um þrítugt í tengslum við rannsóknina á mannskæðri árás Khalids Masoods á þinghúsið í Westminster í Lundúnum á miðvikudag. Er hann grunaður um að vera að leggja á ráðin um hryðjuverk. Þetta er tólfti maðurinn...
27.03.2017 - 06:21

Skotárás á fjölsóttum skemmtistað

Einn lést og fjórtán særðust slösuðust í skotárás á næturklúbbi í Cincinnati í Bandaríkjunum í nótt. Fólkið var flutt á fjögur nærliggjandi sjúkrahús. Nokkrir eru sagðir í lífshættu.
26.03.2017 - 11:22

Vill að áfram verði bannað að móðga leiðtoga

Utanríkisráðuneytið leggst gegn því að ákvæði í hegningarlögum, þar sem bannað er að smána erlend ríki, þjóðhöfðingja eða þjóðartákn, verði fellt brott. Ákvæðið sé meðal annars komið til vegna þjóðréttarlegrar skuldbindinga Íslands þar sem kveðið sé...
26.03.2017 - 07:57

Westminster: Morðinginn einn að verki

Khalid Masood var einn að verki þegar hann ók inn í hóp fólks og réðist á lögregluþjón við þinghúsið í Westminster í Lundúnum á miðvikudag, og ekkert bendir til þess að fleiri árásir séu í bígerð, að sögn lögreglu. Íslamska ríkið hefur lýst sig...
26.03.2017 - 00:12

Ökklabrotnaði við Gljúfrabúa

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út rúmlega fjögur í dag vegna ferðamanns sem hafði fallið við göngu við fossinn Gljúfrabúa við hlið Seljalandsfoss.
25.03.2017 - 17:43

Fá bætur vegna ófrjósemisaðgerða

Transfólk sem skyldað var í ófrjósemisaðgerð af sænskum yfirvöldum getur átt von á miskabótum. Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, Gabriel Wikstrom, greindi frá þessu í dag. Frá árinu 1973 til 2013 var ákvæði í sænskum lögum um að ef fólk vildi breyta fá...

Geta fylgst með Scobie vegna brota hans hér

Lögreglan á Skotlandi hefur fengið leyfi til að setja fjársvikarann Reece Scobie á lista yfir dæmda barnaníðinga. Málið þykir einstakt því Scobie hefur aldrei hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum þar. Skoska lögreglan byggði mál sitt á dómi...
25.03.2017 - 15:48