Dóms- og lögreglumál

Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg

Slysavarnafélaginu Landsbjörg barst í dag peningastyrkur frá útgerðarfyrirtækinu Polar Seafood, sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq. Upphæðin nemur 100 þúsund dönskum krónum, eða sem samsvarar 1,6 milljónum króna.

Skipverjarnir verða ekki yfirheyrðir í dag

Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaðir um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, verða ekki yfirheyrðir í dag. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest hjá lögreglu...

Fékk skilorðsbundin dóm fyrir líflátshótun

Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir hótanir í garð bankastarfsmanna, þar sem hann hótaði þeim lífláti og líkamsmeiðingum. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára.
23.01.2017 - 16:23

Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir tveimur skipverjum af grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana.

Guðni sendi foreldrum Birnu samúðarkveðjur

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent foreldrum Birnu Brjánsdóttur samúðarkveðjur. Þetta kemur fram á vefsíðu forsetaembættisins.

Bíllinn sést þar sem skór Birnu fundust

Rauða Kia Rio-bifreiðin, sem mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana voru á, sést á eftirlitsmyndavélum aka nærri þeim stað sem skór Birnu fundust í síðustu viku. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn....

Nauðguðu stúlku í beinni netútsendingu

Sænska lögreglan hefur farið þess á leit við netnotendur að þeir dreifi ekki myndskeiði, þar sem sést hvar þrír karlmenn nauðga nánast meðvitundarlausri konu. Ofbeldisverkið var unnið í íbúð í Uppsölum snemma í gærmorgun. Mennirnir sendu það beint...
23.01.2017 - 12:41

Ekki ákært fyrir meint brot á Hornströndum

Lögreglan á Vestfjörðum ætlar ekki að ákæra fyrir meint brot í friðlandi Hornstranda í júní í fyrra. Rannsókn er lokið og verður málinu lokið með sekt þar sem ekki var hægt að tengja mennina við nema hluta brotanna með óyggjandi hætti.
23.01.2017 - 12:17

Sakborningarnir vita ekki að líkið er fundið

Yfirheyrslum yfir tveimur skipverjum af grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, verður haldið áfram í kvöld eða á morgun. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi...

Tyrkir beita hryðjuverkalögum ótæpilega

Lögregla í Tyrklandi hefur síðustu vikuna handtekið 610 manns samkvæmt heimild í hryðjuverkalögum landsins. Bróðurpartur hinna handteknu er grunaður um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen og samtök hans. Tyrknesk stjórnvöld saka hann um að...

Eftirlitsmyndavélar veiti ekki falskt öryggi

Eftirlitsmyndavélar verða að virka og mega ekki veita falskt öryggi segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Þó verði líka að hafa í huga að ekki sé of langt gengið gegn friðhelgi einkalífsins.

Polar Nanoq mögulega sviptur veiðiréttindum

Stjórnvöld á Grænlandi segja að eiturlyfjasmygl manna í áhöfn togarans Polar Nanoq kunni að verða til þess að togarinn verði sviptur veiðiréttindum og fái ekki úthlutað kvóta.
23.01.2017 - 09:28

Björgunarsveitarmenn á heimleið

Um 320 björgunarsveitarmenn tóku í kvöld þátt í leitarstöfrum vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Síðustu leitar hópar hafa nú lokið störfum og eru björgunarsveitarmenn að halda heim á leið, enda eiga sumir langa leið fyrir höndum....

Ökumaður hvíta bílsins fundinn

Ökumaður hvíta bílsins sem lögregla lýsti eftir á föstudag, er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögregla sendi fjölmiðlum í kvöld. Þar er almenningi þökkuð aðstoð við leitina. Lögregla óskaði eftir að ná tali af ökumanninum...

Grænlendingar kveikja á kertum vegna Birnu

Hópur Grænlendinga hyggst kveikja á kertum við íslensku aðalræðisskrifstofuna í Nuuk í kvöld, til að sýna samúð vegna fráfalls Birnu Brjánsdóttur. Yfir eitt hundrað hafa boðað komu sína á viðburðinn á Facebook. Aviâja E. Lynge, sem stofnaði...