Dóms- og lögreglumál

Fjárdráttarmáli í Landsbankanum frestað

Máli fyrrverandi starfsmanns Landsbankans, sem hefur verið ákærður fyrir að stela 33 milljónum frá bankanum, var frestað til hausts í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Starfsmaðurinn mun þá taka afstöðu til sakarefnisins. Þetta staðfestir Kristín...
23.06.2017 - 11:48

Þótti verðið of hátt og ákvað að stela

Starfsfólk verslana í Smáralind óskaði tvisvar eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þjófnaðarmála. Um klukkan þrjú voru tvær konur stöðvaðar á leið út úr verslun, en þær höfðu fyllt töskur sínar af varningi að verðmæti um 35...
23.06.2017 - 06:18

Nöfn vottanna í máli Roberts Downeys ekki birt

Dómsmálaráðuneytið mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun lögfræðingsins Roberts Downeys, sem áður het Róbert Árni Hreiðarsson, þegar hann sótti um uppreist æru til ráðuneytisins í fyrra. Vottorð um góða hegðun frá tveimur „...
22.06.2017 - 20:50

Hópmálsóknum gegn Björgólfi vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi þremur hópmálsóknum fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Niðurstaða dómsins er sú að ekki sé hægt að líta svo á að allir aðilar að hópmálsóknunum hafi endilega átt...
22.06.2017 - 20:14

Gleymdist að kveikja á upptöku við yfirheyrslu

Heimilisofbeldismál hlaut aldrei efnislega meðferð fyrir dómi vegna vinnubragða lögreglu. Lögreglan gleymdi að ýta á upptöku á segulbandi við skýrslutöku yfir brotaþola og felldi rannsókn niður áður en kærufrestur var liðinn.
22.06.2017 - 19:17

Með ólíkindum að ekki hafi orðið umferðarslys

Maður sem rændi apótek í Garðabæ 18. apríl vopnaður öxi og flúði svo undan lögreglu á bíl mun sæta gæsluvarðhaldi til 11. júlí hið minnsta. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í gær. Almannahagsmunir eru taldir krefjast...
22.06.2017 - 16:48

Réðst óður á tvo lögreglumenn með hnífi

Þrítugur maður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa í ágúst í fyrra ráðist á tvo lögreglumenn vopnaður hnífi. Maðurinn var í sturlunarástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu og sagðist hafa séð „stórar verur“ í íbúð fyrrverandi...
22.06.2017 - 15:40

Krefst 10 milljóna eftir árás með klaufhamri

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa slegið mann ítrekað í höfuð og líkama með klaufhamri á nýársdag. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hefur verið greindur með flog eftir árásina og...
22.06.2017 - 10:25

Órökrétt og ruglandi niðurstaða Evrópudómstóls

Dómstólar Evrópuríkja mega úrskurða að bólusetningar valdi sjúkdómum, þrátt fyrir að engar vísindalegar sannanir séu fyrir tengslum á milli bóluefnisins og sjúkdómsins. Evrópudómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag.
22.06.2017 - 01:39

Fara mjög líklega fram á lengra gæsluvarðhald

Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna manndráps í Mosfellsdal fyrir tveimur vikum verða yfirheyrðir á morgun. Að því loknu mun lögregla ákveða hvort farið verður fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu yfir þeim, sem rennur annars út á...

Becker sagður hafa stungið höfðinu í sandinn

Boris Becker, einn frægasti tennispilari sögunnar og þrefaldur sigurvegari á Wimbledon, var lýstur gjaldþrota í dag. Dómari við gjaldþrotadómstól í Lundúnum sagði Becker hafa stungið höfðinu í sandinn vegna tveggja ára gamallar skuldar við Arbuthnot...
21.06.2017 - 19:09

Pútín hafnar tengslum við FL Group

Talsmaður Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, hafnar því að forsetinn hafi nokkur tengsl við íslenska fjárfestingafélagið FL Group. Fréttavefur Bloomberg birti í morgun ítarlega grein eftir verðlaunablaðamanninn Timothy L. O'Brien þar sem þeirri...
21.06.2017 - 16:55

Tveggja ára fangelsi fyrir tvö gróf rán

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann í tveggja ára fangelsi fyrir tvö rán, frelsissviptingu, fíkniefnalagabrot, gripdeild, hótanir og það að hafa hrækt á lögreglumann. Hann er dæmdur til að greiða tveimur mönnum sem hann rændi rúmlega 800 þúsund...
21.06.2017 - 15:22

Stundin þarf að borga fyrir myndir af Arnþrúði

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Stundina til að greiða Útvarpi Sögu 200 þúsund krónur fyrir að birta mynd af Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu. Útvarp Saga krafðist þess að Stundin yrði gert að greiða 7,5 milljón fyrir myndirnar...
21.06.2017 - 14:26

Gleymdist í bakkgír og rann á flugvél WOW

Samgöngustofa hefur gert flugfélaginu WOW-air að greiða að minnsta kosti 12 farþegum samtals um hálfa milljón vegna tafa sem urðu á ferð félagsins frá Keflavík til Kaupmannahafnar og svo frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur fimm dögum fyrir síðustu jól...
21.06.2017 - 13:44