Deilur og stríð

Ísrael: Skutu niður ómannað könnunarfar

Ísraelsher skaut í dag niður ómannað könnunarflugfar sem var á leið inn í ísraelska lofthelgi frá Gólanhæðum. Orrustuþotur voru sendar á loft þegar vart varð við flugfarið, en flugskeyti var notað til að granda því. Flakið kom niður á...
19.09.2017 - 13:48

Macron ræddi við Kagame

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Pauul Kagame, forseti Rúanda, ræddust við í New York í gærkvöld. Fundurinn þykir merkilegur fyrir þær sakir að stirt hefur verið milli ríkjanna frá fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, en Kagame hefur sakað  ...
19.09.2017 - 10:59

Stjórnarherinn nálgast SDF í Deir Ezzor

Sýrlenski herinn, sem sótt hefur fram gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands, hefur sent lið yfir Efrat-fljót sem skilur að austur- og vesturhluta borgarinnar. Þetta staðfesti foringi í bandalagi Kúrda og...
19.09.2017 - 09:18

Japan bætir loftvarnir sínar

Nýtt loftvarnarkerfi verður sett upp á japönsku eyjunni Hokkaido, nyrst í Japan. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis landsins. Nokkrir dagar eru síðan Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir landið og ofan í Kyrrahaf.
19.09.2017 - 06:46

Bjargvættur heimsins látinn

Stanislav Petrov, fyrrum sovéskur herforingi, er látinn, 77 ára að aldri. Talið er að heimsbyggðin standi í þakkarskuld við Petrov, en honum hefur verið eignaður heiðurinn af því að forða heiminum frá kjarnorkustyrjöld árið 1983.
19.09.2017 - 03:10

Þrýst á Kúrda að hætta við atkvæðagreiðslu

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur krafist þess að hætt verði við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kúrdahéraða landsins. Hæstiréttur Íraks fyrirskipaði að atkvæðagreiðslunni skyldi frestað.
18.09.2017 - 12:02

Verða að komast til Rakhine-héraðs

Samtökin Læknar án landamæra segjast verða að komast til Rakhine-héraðs í Mjanmar án tafar. Þau hafa farið fram á það við ráðamenn í landinu að fá að senda þangað hjálparstarfsmenn til aðstoðar minnihlutahópi rohingja sem sæta þar ofsóknum.
18.09.2017 - 08:43

Frelsuðu kaþólskan prest á Filippseyjum

Kaþólskur prestur, sem rænt var á Filippseyjum fyrir hátt í fjórum mánuðum, er frjáls ferða sinna á ný. Presturinn, Teresito Suganob, var í haldi mannræningja sem berjast undir merkjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins. Að sögn...
18.09.2017 - 07:13

Viðbúnaður í Bretlandi á næstefsta stigi

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverk á Bretlandi hefur verið lækkað úr því hæsta á næstefsta. Innanríkisráðherrann Amber Rudd tilkynnti  þetta í ávarpi í dag.
17.09.2017 - 15:11

Sammála um tillögur gegn Norður-Kóreu

Forsetar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sammæltust um að beita stjórnvöld í Pyongyang enn frekari þrýstingi eftir eldflaugaskot þeirra fyrir helgi. Þeir hyggjast bera tillögur sínar undir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í vikunni.
17.09.2017 - 07:24

Ferðafrelsi Róhingja í Bangladess takmarkað

Stjórnvöld í Bangladess hafa tilkynnt um víðtækar hömlur á ferðafrelsi Róhingja-múslima sem hafa flúið þangað frá Mjanmar. Um 400 þúsund Róhingjar hafa komið yfir landamærin frá því í ágúst. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir...
16.09.2017 - 16:34

Hæsta viðbúnaðarstig á Bretlandi

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka er á hæsta stigi á Bretlandi. Lögreglan í Lundúnum leitar nú ákaft þeirra sem sprengdu sprengju í jarðlestarstöð í Parsons Green í vesturhluta borgarinnar í gærmorgun. 29 særðust í sprengingunni. Hundruð...
16.09.2017 - 09:44

Kjarnavopnabúrið nánast klárt

Kjarnavopnabúr Norður-Kóreu er nánast tilbúið að sögn Kim Jong-Un, leiðtoga ríkisins. Hann segist leita eftir því að Norður-Kórea jafnist á við Bandaríkin að herstyrk, samkvæmt tilkynningu sem birt var á ríkisfréttstofunni KCNA.
16.09.2017 - 01:41

Kínverjar og Rússar fordæma flugskeytatilraun

Kínverjar og Rússar fordæmdu í morgun flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna í gærkvöld.
15.09.2017 - 10:29

84 látnir eftir árás í Nasiriyah

Minnst 84 eru látnir eftir árásir vígamanna Íslamska ríkisins í borginni Nasiriyah í suðurhluta Íraks í gær.
15.09.2017 - 09:10