Deilur og stríð

Deilt um dóm í Ísrael

Ísraelskur hermaður sem skaut til bana særðan Palestínumann í Hebron á vesturbakka Jórdanar í mars í fyrra var í morgun dæmdur í eins og hálfs ár fangelsi. Palestínumenn fordæma niðurstöðuna. 

Finnar ætla að efla varnir

Finnska stjórnin hefur samþykkt nýja varnarmálaáætlun fyrir landið. Gert er ráð fyrir að varnir verði efldar og meira fé varið til landvarna. Stjórnin kynnti nýju áætlunina og og Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra, sagði að aukningin væri hófleg...
20.02.2017 - 21:30

Um 2.000 vígamenn eftir í Mósúl

Um 2.000 vígamenn Íslamska ríkisins eru eftir í vesturhluta borgarinnar Mósúl til að verjast sókn Írakshers. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir ónefndum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar í dag.
20.02.2017 - 13:51

Skotið á bílalest forsætisráðherrans

Engan sakaði þegar skotið var á bílalest Fayez al-Sarraj, forsætisráðherra alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu, í dag.
20.02.2017 - 13:34

Rússar vísa ásökunum á bug

Ráðamenn í Moskvu vísa á bug ásökunum um að hafa staðið á bak við valdaránstilraun í Svartfjallalandi og áform um að myrða forsætisráðherra landsins.
20.02.2017 - 12:25

Úkraínumenn æfir vegna tillögu lögmanns Trumps

Lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem starfar fyrir hann persónulega, hefur lagt fyrir forsetann tillögur að friðarsamkomulagi í Úkraínu. Stjórnvöld í Úkraínu eru æf vegna tillaganna. Sendiherra Úkraínu í Washington segir þær brjóta...
20.02.2017 - 10:19

Mestu vopnaviðskipti frá lokum kalda stríðsins

Vopnasala í heiminum hefur aukist mikið undanfarin fimm ár og er nú sú mesta frá lokum kalda stríðsins. Ríki í Mið-Austurlöndum hafa nærri tvöfaldað vopnainnflutning, miðað við ársskýrslur vopnasala.
20.02.2017 - 05:29

350 þúsund börn innilokuð í vesturhluta Mósúl

Sókn stjórnarhers Íraks að borginni Mósúl hefur gengið vel í dag en Íraksher hefur náð yfirráðum í ellefu þorpum sunnanvið borgina. Um 350 þúsund börn eru innilokuð í vesturhluta Mósúl.
19.02.2017 - 16:00

Mannskæð sprengjuárás í Mogadishu

Minnst átján létu lífið og tugir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um hádegi. Árásarmaður ók bíl hlöðnum sprengiefni inn á fjölmennan markað og sprengdi hann í loft upp.
19.02.2017 - 14:38

Létu lífið þegar flugskeyti hæfði jarðarför

Sextán létu lífið þegar flugskeyti sýrlenska stjórnarhersins hæfði jarðarför sem fram fór í grafreit í hverfinu Qabun í útjaðri Damascus, höfuðborgar Sýrlands í gær. Nokkrir til viðbótar eru lífshættulega sárir.
19.02.2017 - 11:12

Íraksher sækir í vesturhluta Mosul

Frelsun Írakshers á vesturhluta Mosul er hafin. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, greindi frá þessu í morgun. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki drottna yfir þeim hluta borgarinnar. Íraksher hrakti þau úr austurhluta hennar í...
19.02.2017 - 05:28

Lavrov boðar vopnahlé í Úkraínu

Vopnahlé tekur gildi í austurhluta Úkraínu á mánudag. Þetta tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, blaðamönnum í kvöld eftir fund með starfsbræðrum sínum frá Úkraínu, Þýskalandi og Frakklandi í München. 
19.02.2017 - 00:22

Tugir létu lífið í tilræði í Bagdad

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst á hendur sér sprengjutilræði í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag, þar sem að minnsta kosti 45 létu lífið og 60 særðust. Bílsprengja var sprengd nærri bílasölu í Bayaa-hverfinu í suðurhluta borgarinnar.
16.02.2017 - 15:47

Kýpurviðræður í uppnámi

Óvissa er um framtíð viðræðna um sameiningu tyrkneska og gríska hluta Kýpur. Leiðtogi Kýpur-Tyrkja gekk af fundi eftir að upp hófust deilur um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 67 árum, áður en eyríkið hlaut sjálfstæði frá Bretum. 
16.02.2017 - 15:29

Arababandalagið vill tveggja ríkja lausn

Ahmed Abul Gheit, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, segir að deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna verði ekki leystar nema með tveggja ríkja lausn sem feli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Donald