Deilur og stríð

Loftárásir fella Al-Kaída liða

Loftárás Bandaríkjahers varð 100 vígamönnum Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna að bana í þjálfunarbúðum þeirra á norðvestanverðu Sýrlandi í kvöld. AFP fréttastofan hefur þetta eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Loftárásin var gerð á þjálfunarbúðir...
21.01.2017 - 02:15

Írar óttast afleiðingar Brexit

Írar óttast mjög hvað gerist þegar Bretar ganga úr ESB, gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og margir óttast að Brexit hafi slæm áhrif á Norður-Írlandi. Þar hefur sambúð helstu flokka mótmælenda, DUP (Democratic Unionist Party) og Sinn Fein, versnað...

Telja að 170 hafi fallið í Nígeríu

Samtökin Læknar án landamæra óttast að 170 hafi fallið þegar flugvél frá nígeríska flughernum gerði loftárás fyrir mistök á flóttamannabúðir í Borno-ríki í norðausturhluta Nígeríu fyrr í vikunni. Fólk sem hafðist þar við hafði hrakist að heiman...
20.01.2017 - 11:48

Tugþúsundir flúnar frá Gambíu

Yfir 45 þúsund íbúar Gambíu í Vestur-Afríku hafa að undanförnu flúið til nágrannaríkjanna, að sögn flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er pólitískt ástand í landinu eftir forsetakosningar 1. desember síðastliðinn. Yahya Jammeh forseti...
20.01.2017 - 10:31

Vígamenn vinna skemmdarverk í Palmyra

Vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki hafa á síðustu dögum unnið skemmdarverk á minjum í hinni fornu borg Palmyra í Sýrlandi. Gervihnattarmyndir af borginni sýna að merkar súlur hafa verið brotnar niður. Einnig sjást...

Tugir vígamanna féllu í Aleppohéraði

Að minnsta kosti fjörutíu íslamskir vígamenn voru felldir í loftárásum í vesturhluta Aleppohéraðs í Sýrlandi síðdegis í gær. Mennirnir voru úr Fateh al-Sham fylkingunni sem er tengd hryðjuverkanetinu Al-Kaída. Loftárásir hafa verið gerðar síðustu...
20.01.2017 - 08:39

Stríð í Sýrlandi mun geisa næstu ár

Stríðið í Sýrlandi er alþjóðleg krísa sem á eftir að standa næstu ár, að mati Magnúsar Þorkels Bernharðssonar prófessors. Helmingur íbúa hefur flúið heimili sín og meira en hálf milljón látið lífið.
19.01.2017 - 20:01

Hætta á hernaðaríhlutun í Gambíu

Hernaðaríhlutun virðist yfirvofandi í Gambíu eftir að tilraunir til að fá forseta landsins til að láta af völdum fóru út um þúfur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, greiðir í dag atkvæði um ályktunartillögu sem felur í sér að ECOWAS, samtök Vestur-...
19.01.2017 - 15:31

Flestir foringja vígamanna í Mósúl fallnir

Þorri herforingja hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Mósúl féllu í bardögum við sérsveitir Írakshers í austurhluta borgarinnar. Fréttastofan Reuters hafði þetta í dag eftir íraska hershöfðingjanum Abdul Ghani al-Assadi.
19.01.2017 - 14:20

Bandaríkjamenn gera loftárásir í Líbíu

Bandarískar B-2 sprengjuflugvélar gerðu í nótt loftárásir á bækistöðvar hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Líbíu.
19.01.2017 - 13:55

Rússar og Tyrkir saman í árásum í Sýrlandi

Rússar og Tyrkir gerðu í dag í fyrsta skipti sameiginlega loftárásir á bækistöðvar Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Sergei Rudskoi, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins greindi fréttamönnum frá þessu í dag.
18.01.2017 - 15:29

Tugir létu lífið í tilræði í Malí

Að minnsta kosti 37 létu lífið í sjálfsvígsárás í Gao í norðurhluta Malí í morgun. Að sögn fréttastofunnar AFP sprengdi árásarmaðurinn bifreið hlaðna sprengiefni í búðum fyrir fyrrverandi uppreisnarmenn og liðsmenn sveita hliðhollra stjórnvöldum í...
18.01.2017 - 13:36

Íraksher búinn að ná austurhluta Mósúl

Sveitir Írakshers hafa náð nær öllum austurhluta borgarinnar Mósúl og komnar að Tígrisfljóti þar sem það skilur að austur- og vesturhluta borgarinnar.
18.01.2017 - 11:58

Jammeh fær að sitja áfram í þrjá mánuði

Þúsundir manna hafa flúið frá Gambíu vegna vaxandi ólgu í landinu og eru erlendir ferðamenn farnir að undirbúa heimför. Þingið í Gambíu samþykkti í morgun að leyfa Yahya Jammeh að sitja áfram á forsetastóli þrjá mánuði til viðbótar, en núverandi...
18.01.2017 - 09:46

Mistök flugmanns urðu tugum að bana

Tugir almennra borgara féllu í loftárás sem gerð var fyrir mistök í Norðaustur-Nígeríu í dag. Nígerísk herflugvél varpaði sprengjum á flóttamannabúðir í Borno-ríki, þar sem fólk hefst við sem hrakist hefur á flótta undan vígasamtökunum Boko Haram...
17.01.2017 - 18:04