Deilur og stríð

CIA hættir stuðningi við uppreisnarmenn

Bandaríska leyniþjónustan CIA ætlar að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi sem berjast gegn Assad forseta. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum stuðningi Bandaríkjamanna við uppreisnarmenn.
20.07.2017 - 08:11

Nýjar kröfur í Katardeilunni

Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland hafa lagt fram nýjar kröfur á hendur Katar í stað þeirra sem þau lögðu fram í síðasta mánuði. Ekki hafa borist nein svör frá stjórnvöldum í Doha. 
19.07.2017 - 11:02

Árás á flóttamenn í Jemen

Að minnsta kosti 20 almennir borgarar létu lífið í loftárás á flóttafólk í Mawza í Taez-héraði í suðvesturhluta Jemen í gær.
19.07.2017 - 09:34

Erdogan til Sádi-Arabíu og Katar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar til Katar, Kúveit og Sádi-Arabíu 23. og 24. þessa mánaðar. Þetta sagði í tilkynningu frá skrifstofu Tyrklandsforseta í morgun.
18.07.2017 - 10:50

Trump hótar Maduro refsiaðgerðum

Donald Trump, forseti Bandaríkjamanna, hótaði í gærkvöld efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Venesúela léti Nicolas Maduro, forseti landsins, verða af áformum sínum um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnarandstaðan hvetur til allsherjarverkfalls á...
18.07.2017 - 09:55

Duterte vill gildistíma herlaga framlengdan

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur beðið þingmenn að framlengja gildistíma herlaga sem verið hafa í gildi á suðurhluta eyjanna síðan í maí. Þau renna út á laugardag og vill forseti að þau verði framlengd til áramóta. 
18.07.2017 - 09:43

Mikið mannfall í Afganistan 2017

Fjöldi almennra borgara féll í stríðsátökunum í Afganistan á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í landinu.

Hart sótt að vígamönnum í Raqqa

Sveitir uppreisnarmanna í Sýrlandi, SDF, sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna, halda áfram sókn sinni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í höfuðvígi samtakanna í borginni Raqqa.
17.07.2017 - 09:09

Furstadæmin sökuð um vélabrögð gagnvart Katar

Stjórnvöld í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum (SAF) eða aðilar á þeirra vegum stóðu að innbrotum í tölvukerfi opinberra fjölmiðla og samfélagsmiðla í Katar, í því skyni að birta þar uppskálduð ummæli, eignuð emírnum í Katar, sem þóttu líkleg til að...
17.07.2017 - 06:50

S-Kóreumenn bjóða N-Kóreumönnum til viðræðna

Stjórnvöld í Suður-Kóreu buðu í morgun ráðamönnum í Norður-Kóreu til viðræðna um hernaðarmál þjóðanna, með því yfirlýsta markmiði að draga úr spennunni milli ríkjanna, sem mjög hefur aukist upp á síðkastið. Er þetta fyrsta tilboðið af þessu tagi sem...
17.07.2017 - 03:52

Frakkar styðja Katara og bjóða aðstoð

Frakkar kalla eftir afnámi allra hafta og refsiaðgerða gagnvart Katar og katörskum einstaklingum og fyrirtækjum þegar í stað. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, heimsótti Doha, höfuðborg Katars í gær, og hitti þar meðal annars...
16.07.2017 - 03:06

800.000 Mósúlbúar á vergangi

Meira en ein milljón manna hraktist á flótta frá íröksku borginni Mósúl frá því að Íraksher og bandamenn þeirra hófu stórsókn sína gegn vígamönnum Íslamska ríkisins þar í borg í október í fyrra, uns borgin taldist frelsuð úr greipum...
15.07.2017 - 01:40

Eitt alvarlegasta atvik í Jerúsalem síðustu ár

Fimm féllu við musterishæðina í Jerúsalem í dag. Þrír ísraelskir Arabar réðust að ísraelskum lögreglumönnum og skutu þá til bana. Þriðji lögreglumaðurinn særðist í árásinni. Aðrir lögreglumenn sem komu á vettvang, eltu árásarmennina þrjá og skutu þá...

Hætta við múr á landamærum Perú og Ekvadors

Stjórnvöld í Ekvador hafa stöðvað framkvæmdir við fyrirhugaðan landamæramúr á mörkum Ekvadors og Perú. Maria Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvadors, tilkynnti þetta í opinberri heimsókn í Perú í dag. Fjögurra metra hár múrinn átti að rísa...
14.07.2017 - 03:08

Tillerson áfram á ferð og flugi

Rex Tillerson heldur í dag áfram að reyna leysa deilur Katar og grannríkja, sem aukið hefur verulega spennuna í Austurlöndum nær.
13.07.2017 - 09:38