Dalvíkurbyggð

Eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé á Ólafsfirði

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé lengur á Ólafsfirði. Verið er að koma saman viðbragðsteymi einstaklinga sem bregst við í neyðartilvikum þar til bíll kemur á staðinn frá Siglufirði eða Dalvík....
13.09.2017 - 11:10

Seiðaeldisstöð á Árskógssandi í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað um að framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar við Þorvaldsdalsárós í Dalvíkurbyggð skuli í umhverfismat. Umhverfisstofnun hafði áður metið framkvæmdina svo að hún hefði ekki neikvæð áhrif á friðlýstar...
10.04.2017 - 16:50

Skíðasvæðið við Dalvík verður opnað á ný

Skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli við Dalvík verður apnað aftur næsta mánudag, eftir stutta lokun. Skíðafélag Dalvíkur tilkynnti á mánudaginn var, að svæðinu yrði lokað tímabundið, eftir að félagið var dæmt skaðabótaskylt vegna slyss sem þar varð í...
07.04.2017 - 00:15

Innflytjendur á Húsavík verr staddir

Innflytjendur á Húsavík tengjast samfélaginu verr, tala minni íslensku og eru með lægri laun heldur en innflytjendur á Dalvík og Akureyri, samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri. Heimamenn á Húsavík eru þó jákvæðari gagnvart fleiri...
06.04.2017 - 11:46

Mennirnir komnir í leitirnar

Upp úr klukkan þrjú í nótt hafði lögreglan uppi á mönnunum sem féllu í Svarfaðardalsá, og þakkar lögreglan áhrifamátt Facebook í því. Þeir höfðu gert sér að leik að fara í ána, komu sér sjálfir á þurrt og var síðan ekið í hús. Á fimmta tug...
07.08.2016 - 03:47

Segja menn hafa fallið í Svarfaðardalsá

Lögreglunni á Dalvík barst tilkynning frá vegfaranda skömmu eftir miðnætti í nótt sem kvaðst hafa orðið vitni að því að tveimur mönnum var kastað út úr bíl á brúnni yfir Svarfaðardalsá, sunnan Dalvíkur. Annar maðurinn hafi kastast á handrið og...
07.08.2016 - 03:10

Sagði sameiningu alls ekki á dagskránni

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra uppskar lófaklapp frá fundargestum á sameiginlegum íbúafundi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar sem nú stendur yfir.
28.05.2015 - 20:32

Haugnesingar ósammála eftir íbúafund

Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í Dalvíkurbyggð um hugmyndir um niðurrifsstöð TSverige Shippingline á Hauganesi. Fyrirtækið kynnti hugmyndir sínar á íbúafundi í gær.
19.03.2015 - 12:46

Vilja virkja bæjarlækinn

Það færist sífellt í vöxt að bændur sjái sér hag í því að virkja bæjarlækinn, segir framleiðandi túrbína fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir. Sveitarstjórn Dalvíkur vinnur að úttekt á virkjanakostum í ám í sveitarfélaginu með það að markmiði að bændur...
04.02.2015 - 21:01

Níræður sundskáli í endurnýjun lífdaga

Nú standa yfir endurbætur á einu elsta sundmannvirki landsins; Sundskála Svarfdæla. Þar stungu Svarfdælingar sér fyrst til sunds fyrir tæplega 90 árum.
30.01.2015 - 20:20

Tíu þúsund í hvalaskoðun frá Dalvík

Allt stefnir í að 10 þúsund gestir fari í hvalaskoðun á þessu ári með fyrirtækinu Arctic Sea Tours á Dalvík. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári, en þá voru gestirnir 6400.
19.09.2014 - 11:05

Markmiðið að koma saman og borða fisk

Fiskidagurinn mikli var haldinn á Dalvík í dag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Nýr sóknarprestur Dalvíkinga segir sælla að gefa en þiggja.
09.08.2014 - 19:44

Veitingaeldhúsinu á Dalvík lokað

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur stöðvað rekstur veitingaeldhúss á Dalvík í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin. Um er að ræða rekstur í eldhúsi í Grunnskólans á Dalvík á vegum fólks sem fékk eldhúsið leigt.
08.08.2014 - 10:58

Gestir Fiskidagsins fengu matareitrun

Fjöldi fólks á Dalvík fékk matareitrun í gær eftir að hafa borðað heimsendan mat frá veitingaeldhúsi sem rekið er á staðnum.
08.08.2014 - 09:47

Litið framhjá starfsreynslu prests

Séra Karl V. Matthíasson, umsækjandi um stöðu prests í Dalvíkurprestakalli, ætlar að óska eftir skýringum frá biskupi vegna þeirrar ákvörðunar að skipa guðfræðing í embættið. Formaður Prestafélags Íslands undrast niðurstöðuna og segir hana ekki...
11.07.2014 - 14:33