Bókmenntir

Dylan tekur við Nóbelsverðlaununum um helgina

Bob Dylan tekur við Nóbelsverðlaununum í bókmenntum við athöfn í Stokkhólmi um næstu helgi. Sara Danius, framkvæmdastjóri Nóbelsakademíunnar, greindi frá þessu í dag.
29.03.2017 - 10:52

Ást og dauði í lífi menntaskólakennara

„Hjartað er ekki viðráðanlegur vöðvi,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um ást söguhetju sinnar, landlæknisdótturinnar, Öldu Ívarsen, á samkennara sínum Antoni. Og sannarlega er skáldsagan Tímaþjófurinn sérstæð ástarsaga ef skáldsagan sú er yfirhöfuð...
27.03.2017 - 16:30

Hvað er svikaskáld?

Fríða Ísberg og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðal þeirra fjölmörgu ljóðskálda sem komið hafa fram á ljóðasamkomum í marsmánuði. Þær stunda báðar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands og undirbúa nú ásamt fjórum öðrum útgáfu ljóðasafns.
24.03.2017 - 16:56

Hvert ljóð er sjálfstæður hlutur

Barokksellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sendi fyrir jólin frá sér ljóðabók sem bar þann óræða titil USS. Steinunn segir ljóðin koma til sín við hversdagslegar aðstæður þegar hún er úti að labba í sveitinni í Frakklandi þar sem hún býr...
24.03.2017 - 16:28

„Ég kýs það síður“

Bartleby the Scrivener er á meðal þekktari verka bandaríska rithöfundarins Hermans Melvilles. Sagan kom fyrst út árið 1853 og segir frá fölum skrifara sem ræður sig til starfa á lögmannsstofu við Wall Street í New York. Í fyrstu virðist allt með...
22.03.2017 - 18:00

Þar efst situr ungmey á gnúpi

"Þar efst situr ungmey á gnúpi með andlitið töfrandi frítt og greiðir í glitklæða hjúpi sitt gullhár furðu sítt…“ Þannig orti Heinrich Heine um hina fögru Lórelei sem sat á kletti við ána Rín og heillaði farmenn með söng sínum svo að þeir...
22.03.2017 - 15:09

Saga um móðurhlutverk, bernsku og stéttamun

Mig langaði til að skrifa um móðurhlutverkið og bernskuna en líka um stéttaskiptingu sem hefst oft strax í barnaskóla og helst svo ævina á enda, segir Gerður Kristný um skáldsögu sína Hestvík sem er Bók vikunnar á rás 1 að þessu sinni.
20.03.2017 - 16:25

Ljóð um land og líkama, ástina og franskar

Þann 8. mars síðastliðinn fögnuðu þær Elfur Sunna Baldursdóttir og Solveig Thoroddsen útgáfu fyrstu ljóðabóka sinna. Bækurnar heita Gárur sem er eftir Elfi og Bleikrými sem er eftir Solveigu. Bækurnar eru báðar hluti af hinni metnaðarfullu...
18.03.2017 - 13:32

Síðasti dagur Samúels og allir dagar okkar

Samúel ferst í bílslysi, keyrði hann viljandi á eða var þetta slys. Rithöfundur verður heltekin af því að komast að hinu sanna en opnar fyrir flóðgáttir þess hvernig við öll reynum að komast af í margsamsettu samfélagi nútímans. Skáldsagan Allt sem...
18.03.2017 - 13:14

Sigurbjörg hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina

Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2016 í íslenskum bókmenntum. Sigurbjörg hlaut verðlaunin fyrir örsagnasafn hennar Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur.
18.03.2017 - 10:54

Íslenskur Drakúla vekur athygli sérfræðinga

Yfir aldargömul íslensk þýðing Valdimars Ásmundssonar af sögunni um Drakúla greifa kom nýlega út í enskri þýðingu. Þýðandinn segir söguna að nokkru leyti frábrugðna upprunalegu sögu Bram Stokers. Íslenska þýðingin bar nafnið Makt myrkranna og var...
18.03.2017 - 02:14

„Eins og að horfa í stjörnukíki út í geiminn“

Hún er heilluð af Mývatni og hefur skrifað fallega bók af mikilli væntumþykju um undur vatnsins, sveitina sem við það er kennt, fuglana, fiskana, fólkið og fjallahringinn. Unnur Jökulsdóttir hefur áður skrifað um náttúru, fólk og ferðalög, en sendir...
17.03.2017 - 11:03

Haldinn sköpunargræðgi á háu stigi

„Mér finnst ég deyja ef ég er ekki sískapandi, þá finnst mér ég breytast í kjötstykki,“ segir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður og rithöfundur.
16.03.2017 - 12:11

Jón Kalman tilnefndur til Man Booker

Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur. Hann er á meðal þrettán annarra tilnefndra rithöfunda, frá ellefu löndum.
15.03.2017 - 11:57

Ævar Þór á meðal bestu barnabókahöfunda Evrópu

Alþjóðlega barnabókahátíðin Hay Festival hefur kynnt hinn svokallað Århus 39-lista, yfir 39 bestu barnabókahöfunda Evrópu 40 ára og yngri. Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður, er þar á meðal samkvæmt tilkynningu frá Forlaginu.