Bókmenntir

Ný ljóðaverðlaun veitt Sigurði Pálssyni

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands veita ný verðlaun, Maístjörnuna, fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2016. Sigurður Pálsson hlýtur verðlaunin fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd.
18.05.2017 - 18:54

Auður Ava: Ímyndunaraflið er líka veruleiki

„Þegar ég var að skrifa þessa bók hafði ég mikinn áhuga á hugmyndum um minninguna og minnið,“ segir rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir sem nú er að lesa skáldsögu sína Undantekninguna sem kvöldsögu á Rás 1.

Sannsaga og skáldsaga

Skegg Raspútins sem Guðrún Eva Mínervudóttir sendi frá sér fyrir síðustu jól er að hennar sögn hvort tveggja í senn sannsaga og skáldsaga. Sannsaga því þar segir frá raunverulegum persónum, einkum þeim Ljúbu og Evu en líka eiginmönnum þeirra og...
15.05.2017 - 16:59

Skruddan sem slapp úr greipum nasista

Dýrmætasti gripur þjóðminjasafns Bosníu í Sarajevo lætur ekki mikið yfir sér, en líklega eiga fáar bækur sér eins spennuþrungna sögu. Þessi smágerða geitarskinnsskrudda, þvæld og útötuð í vínslettum, hefur meðal annars staðið af sér gyðingaofsóknir...
14.05.2017 - 14:14

„Það er einhver fiðringur í okkur“

Of nördalegir fyrir myndlistarheiminn og of listrænir fyrir nördaheiminn, er einkunnin sem myndasöguhópurinn GISP! gefur sjálfum sér. Á dögunum kom út tólfta tölublað GISP! og í tilefni af því var opnuð sýning með úrvali úr verkum þeirra í...
14.05.2017 - 10:26

Undantekningin ný kvöldsaga Rásar 1

Skáldsagan Undantekingin eftir Auði Övu Ólafsdóttur er ný kvöldsaga á Rás 1. Auður hefur lestur sögunnar í kvöld. Að því tilefni var tekið ýtarlegt viðtal við Auði um bókina sem birt verður hér á vefnum næstu dögun en gripið var niður í viðtalið og...

Bernskan myndar kjarna sérhvers manns.

Í þættinum Bók vikunnar verður að þessu sinni endurtekin umfjöllun um fyrstu og hingað til einu skáldsöguna sem komið hefur út í íslenskri þýðingu eftir Nóbelsverðlaunahafan í bókmenntum árið 2014, Patrick Modiano. Patrick Modiano fæddist í París...
09.05.2017 - 14:03

Á sviðinu spyrjum við hver við erum

Magnús Þór Þorbergsson varði nýverið doktorsverkefni sitt í almennri bókmenntafræði. Ritgerðin bar titilinn Leiksvið þjóðar: Þjóð, stétt, sjálfsmynd og mótun leiklistarvettvangs á Íslandi 1850-1930.
08.05.2017 - 16:07

5 bækur sem þú ættir að lesa í maí

Í hverjum mánuði leggjum við til nokkrar bækur, sem við erum að lesa, höfum lesið eða klæjar í fingurna eftir að byrja á. Hér eru 5 bækur sem myndu sóma sér vel á hvaða náttborði sem er.
06.05.2017 - 09:26

„Við erum öll meira og minna að verða gelgjur“

„Ég vil reyna að vera móralslaus og ekki dæma nútímann sem góðan eða slæman. Ég held við séum í siðferðisbólgu, það eru siðferðismiðar hengdir á hluti sem þurfa ekki á því að halda,“ segir skáldið, pistlahöfundurinn og uppistandarinn Bergur Ebbi...
05.05.2017 - 14:33

„Ég er ekki hrædd við margt“

Frumsýnd verður í kvöld kvikmynd sem gerð er eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur „Ég man þig,“ sem naut mikilla vinsælda þegar hún kom út árið 2010. Það kemur ekki á óvart að þessi saga skuli kvikmynduð. Hún er æsispennandi og rændi marga lesendur...
05.05.2017 - 11:21

„Þetta lep ég úr samvitundinni“

Halldóra Thoroddsen sendi frá sér nýja ljóðabók í síðustu viku. Orðsendingar heitir hún og er fjórða ljóðabók Halldóru, en hún hefur líka skrifað nokkrar prósabækur sem náð hafa miklum vinsældum sem og eina skáldsögu, Tvöfalt gler sem nú má kalla...
03.05.2017 - 18:39

Ástarsamband mitt við alheiminn

Með þessum orðum lýsir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður fyrstu skáldsögu sinni Tabúlarasa sem kom út árið 1993 og aftur sem kilja árið 1999.
04.05.2017 - 17:30

Stikla American Gods tekin upp við Sólfarið

Breski verðlaunarithöfundurinn Neil Gaiman notar Sólfarið við Sæbrautina sem bakgrunn í nýrri kynningarstiklu fyrir þáttaröðina American Gods.
04.05.2017 - 10:46

Mannsævi í spegli sögunnar

Mannsævi eftir austuríska rithöfundinn Robert Seethaler er ekki löng bók og þar er ekki stiklað frá skírn til fermingar, útskriftar úr háskóla til elli og til loka mannlegrar ævi.
03.05.2017 - 18:28