Bókmenntir

Samdi verðlaunaljóð á kvittun

Verðlaunaljóð árlegrar ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar var ekki sótt á lager, heldur samið við aðkallandi aðstæður. Það rann upp fyrir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, handafa Ljóðstafs Jóns úr Vör 2017, þar sem hún sat í bíl að...
23.01.2017 - 14:18

 „Ljóðið er tæki fyrir svo margt ...“

segir nýr handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör sem í dag á 100 ára afmæli skáldsins var afhentur í fjórtánda sinn. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi á afmælisdegi skáldsins, 21. janúar. Verðlaunaljóð Ástu Fanneyjar heitir  „...
20.01.2017 - 16:50

Þrjár ungar konur hljóta ljóðaverðlaun

Laugardaginn, 21. janúar, á fæðingardegi þorpsskáldsins Jóns úr Vör tóku þrjár ungar konur við verðlaunum fyrir ljóð sem þær höfðu sent inn í ljóðasamkeppni kennda við Jón úr Vör. Það var Ásta Fanney Sigurðardóttir myndlistamaður með meiru sem að...
22.01.2017 - 20:18

Jón úr Vör hundrað ára

Í dag, 21. janúar eru hundrað ár frá því þorpskáldið Jón úr Vör fæddist í þorpinu við Patreksfjörð sem varð honum svo margfaldleg að yrkisefni. Jón hélt ungur til Reykjavíkur þar sem hann vann margvísleg störf. Meðal annars gerðist hann útgefandi...
21.01.2017 - 12:18

Jón úr Vör í tónlist

21. janúar 1917 fæddist skáldið Jón úr Vör. Hann hefði því orðið 100 ára 21. janúar 2017 ef hann hefði lifað og af því tilefni verður þátturinn „Á tónsviðinu“ fim. 19. jan. kl. 14.03 helgaður tónlist við ljóð hans.
18.01.2017 - 15:27

Síðasta skáldsaga Umberto Eco

Eins og reglulega kom fram í fjölmiðlum á síðasta ári féllu óvenju margir listamenn frá á því herrans ári 2016. Einn þeirra var ítalski táknfræðingurinn og rithöfundurinn Umberto Eco. Umberto Eco var þegar orðinn velþekktur fyrir skrif sín um...
15.01.2017 - 00:42

Ör segja sögur

Bók vikunnar er ein af jólabókunum, skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Saga um þjáningu, ekki síst þjáningu Jónasar Ebenesers Snæland, fertugs, gagnkynhneigðs, nýfráskilins karlmanns og föður einnar dóttur. Jónas sér fátt framundan í lífi...
15.01.2017 - 00:03

„Skáld eigi alltaf að hafa frelsi til að tala“

Valur Grettisson, blaðamaður og skáld, segist alltaf hafa viðurkennt að hugmyndin að skáldsögu hans og leikverki Góðu fólki hafi kviknað að einhverju leyti af umfjöllun af máli pars sem fjallað var um í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Verkið sé...
11.01.2017 - 11:47

Jólabókaflóðið afstaðið en bækurnar lifa áfram

Gerðu jólabækurnar það gott í ár? Voru bækurnar allar góðar, jafnvel frábærar? Um hvað voru íslenskir höfundar að skrifa í jólabókunum árið 2016. Þrír gagnrýnendur Friðrika Benónýsdóttir, Már Másson Maack og Steinunn Inga Óttarsdóttir líta yfir það...
09.01.2017 - 16:24

Konur, karlar og flóttafólk

Konur hér og karlar þar, en hverjir eru allir þessir flóttamenn. Á netvafri á síðustu dögum ársins 2016 rakst umsjónarmaður Orða um bækur á nokkrar bækur sem vöktu sérstakan áhuga. Þetta var í fyrsta lagi dönsk kynslóðasaga þar sem samastaður...
09.01.2017 - 16:15

Petsamo mest selda bókin 2016

Petsamo eftir Arnald Indriðason var söluhæsta bókin í fyrra. Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur seldist næstmest og Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason varð í þriðja sæti. Samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda var Tvísaga eftir...
05.01.2017 - 16:31

Úthugsað meistaraverk

Þríleikurinn CoDex 1962 eftir Sjón er úthugsað meistaraverk segir gagnrýnandi Víðsjár, „þar sem hann beitir ýmsum frásagnarsniðum og  raðar saman ólíkum bókmenntagreinum í fantastísku furðuverki sem getur ekki annað en hrifið lesanda með sér.“
05.01.2017 - 12:52

Hringavitleysa málaferla

Það hefur varpað skugga á bráðum fimm ára starfstíma Halldórs Guðmundssonar sem forstjóra Hörpu að hafa þurft að standa í málaferlum við stofnanir eigenda hússins um fasteignagjöld og fleira. Lögð hafa verið á gjöld sem húsið getur ekki staðið undir...
03.01.2017 - 09:42

Hið illa er ennþá þarna úti

„Vísindasagan er á kantinum og rennur saman við sorgarsögu og áratuga gamalt fjölskyldudrama, óhugnaðurinn og furðurnar auka síðan á spennuna, draga fram hættulegan heim,“ segir bókarýnir Víðsjár um Blómið – sögu um glæp, eftir Sölva Björn...

Varnarræða siðblindingja

„Eyvindur Jónsson Stormur er siðblindur og Einari Kárasyni tekst á snilldarlegan og kómískan hátt að sýna fram á hvernig slíkar persónur virka í samfélaginu,“ segir Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, um Passíusálmana eftir Einar Kárason.