Bókmenntir

Rithöfundar eru loftvog samfélagsins

Rithöfundar eru stöðugt með skynjarana úti gagnvart því sem er að brjótast upp á yfirborðið í hugsun okkar og umræðu og hvenær ef ekki með verðlaun og viðurkenningu í höndunum er tækifæri til að taka þá tali um einmitt þetta hlutskipti...
27.02.2017 - 13:54

Frjáls eins og „pólitíkus sem losnar af þingi“

Linda Vilhjálmsdóttir hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 fyrir ljóðabókina Frelsi. Bókin á sér langan aðdraganda en hún byrjaði að skjóta rótum þegar Linda flutti fyrsta ljóð bókarinnar á Ljóðahátíði Nýhils 2008.

„Langaði að endurskapa hann í huga mér“

Guðmundur Andri Thorsson hefur verið tilnefndur til Norrænu bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina Og svo tjöllum við okkur í rallið – bókin um Thor.

Lítil uppskera rithöfunda úr bókasafnssjóði

Framlag ríkisins í bókasafnssjóð höfunda má ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. Þetta segir framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins. Höfundur einnar mest seldu bókar síðasta árs tekur undir þetta og segir mikla vannýtta möguleika í...
23.02.2017 - 16:40

Linda og Guðmundur Andri tilnefnd

Linda Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Linda fyrir bókina Frelsi og Guðmundur Andri fyrir Og svo tjöllum við okkur í rallið: Bókin um Thor. Alls eru tólf verk tilnefnd til...
23.02.2017 - 10:43

„Únglingurinn í skóginum“ eftir þrjú tónskáld

Að minnsta kosti þrjú íslensk tónskáld hafa samið tónlist við kvæðið „Únglingurinn í skóginum“ eftir Halldór Laxness: Jórunn Viðar, Karl O. Runólfsson og Ragnar Björnsson. Í þætti Unu Margrétar Jónsdóttur, „Á tónsviðinu,“ fimmtudaginn 23. febrúar kl...
22.02.2017 - 15:12

Orð*um blóðsugubanann Buffy

Laugardaginn 18. febrúar kl. 16:05 er fjallað um ofurhetjuna Buffy Summers sem berst við vampírur og aðrar forynjur, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur á Rás 1.
17.02.2017 - 17:54

Sori:manifesto er bók vikunnar

Bók vikunnar er að þessu sinni Sori: manifesto eftir Valerie Solanas en þýðing Kristínar Svövu Tómasdóttur á þessari yfirlýsingu frá árinu 1968 kom út sem bók fimm í smábókaflokki Nýhils árið 2009. Á sunnudaginn, 26. febrúar, ræðir Halla Þórlaug...
16.02.2017 - 01:06

Átthagafjötruð í fýluborg

Laugavegur ellefu var staður ungra skálda, listamanna og bóhema á sjötta áratugnum. Tími hans stóð ekkki lengi, en staðurinn hefur lifað í minningunni. Þarna kom Ásta Sigurðardóttir, þarna var Dagur Sigurðarson, Þorsteinn frá Hamri, Alfreð Flóki. Á...
17.02.2017 - 13:46

Íslensk bullljóð í öndvegi í London

Rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Birgitta Sif taka þátt í Imagine-barnamenningarhátíðinni, sem hófst í London um síðustu helgi og stendur út þessa viku.
16.02.2017 - 16:07

Metnaðarleysi hjá gagnrýnendum

Hallgrímur Helgason, sem hlaut íslensku þýðingarverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Óþelló eftir Shakespeare, segist skynja gjá milli gagnrýnenda og leikhúsgesta. Uppfærsla Þjóðleikhússins á verkinu fékk misjafnar móttökur hjá gagnrýnendum, eins og...
16.02.2017 - 14:49

Hallgrímur hlýtur íslensku þýðingarverðlaunin

Hallgrímur Helgason hlaut íslensku þýðingarverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Óþelló eftir Shakespeare. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í Hannesarholti í dag.
15.02.2017 - 17:47

„Snillingnum er alveg sama um allt“

„Ég veit það ekki. Ég brýt ekki mikið heilann um mína framtíð. Sá er munur á snillingnum og hinum, að snillingnum er alveg sama um allt,“ segir Guðbergur Bergsson rithöfundur aðspurður um hvar hann sjái Tómas Jónsson, titilpersónu einnar sinnar...

„Hatrið er mikilvægt sem sköpunarkraftur“

Fyrir rúmum 50 árum kom skáldsagan Tómas Jónsson metsölubók, eftir Guðberg Bergsson, út. Bókin vakti mikið umtal á sínum tíma og er yfirleitt talað um hana sem fyrstu íslensku nútímaskáldsöguna. „Það eru tvær persónur í íslenskri bókmenntasögu. Þær...

Í kapphlaupi við tímann

Ragnar Axelsson, ljósmyndari og handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita, segir að þær miklu breytingar sem eiga sér stað á norðurhveli jarðar séu eitt stærsta mál sem mannkynið stendur frammi fyrir. „Það er vá fyrir dyrum,“ segir...
12.02.2017 - 13:06