Bókmenntagagnrýni

Ádeilunni skipt út fyrir einlæga viðkvæmni

Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallar um nýjustu ljóðabók Bubba Morthens, sem hún segir ekki boða nýjungar í skáldskap en Bubbi hafi lag á að endurnýja sig, þó hörkuleg ímynd hans hafi velkst af lífsins boðaföllum.
07.09.2017 - 14:38

Eiturlyfjaheimurinn með augum barns

Guðrún Baldvinsdóttir, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, er ánægð með nýju forlögin sem bjóða upp á metnaðarfullar bækur í áskrift.

Höfundur fastur í eigin ruglingslega handriti

Bókmenntagagnrýnandi Víðsjár segir góða kafla inn á milli í Musu eftir Sigurð Guðmundsson en heilt yfir reyni hún þó um of á þolinmæði lesenda. Ritstíflan sem bókin fjalli um endurspeglist í textanum sjálfum, sem hökti áfram, flatur og...

Gagnrýni á ímynd karlmennskunnar

„Orðspor er bók sem fjallar um fortíðina og nútímann á sama tíma, hún fjallar um minnið og karlmennsku en umfram allt fjallar hún um endurskoðun á svari manns við grundvallar spurningum lífsins; hver er ég og hvað hef ég lagt af mörkum?“ er meðal...
08.06.2017 - 16:35

Mannsævi sem hliðstæða mannkynssögu

Guðrún Baldvinsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, segir bókina Mannsævi, eftir Robert Seethaler, vera næma og fallega sögu sem sitji í lesandanum eftir lesturinn, þótt erfitt sé að henda reiður á hvað veldur.

Sögumaður sem þegir

„Þetta er margfalt stærri bók en hún lítur út fyrir að vera og ágeng eftir því. Allt sem þögnin leynir brýst fram í meitluðum, viðkvæmnislegum stíl,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, um bókina Velkomin til Ameríku...

Ótal hugmyndir og söguþræðir

Guðrún Baldvinsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, segir Móðurhug eftir Kára Tulinius vera uppfulla af pælingum og þráðum, sem hugsanlega hefðu þurft meira pláss til að komast til skila.
05.04.2017 - 15:27

Einarður ljóðabálkur um ást og ummyndun

Gagnrýnandi Víðsjár segir nýja ljóðabók Soffíu Bjarnadóttur vera einarðan og kröftugan ljóðabálk, um ást, sársauka og ummyndun á öllum tímum. „Í bókarlok hefur vakning átt sér stað og endurfæðing orðið.“
21.03.2017 - 15:45

Öll sorg er ástarsorg

Gagnrýnandi Víðsjár er ánægður með margt í nýjustu ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Tungusól og nokkrir dagar í maí, en finnst þó vanta nokkuð upp á heildarmynd bókarinnar:
06.02.2017 - 17:33

Gjörþekkir mátt orðsins

„Hér er ekkert grunnsævi eða gutl, það er lagt  á djúpið,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókarýnir Víðsjár, um nýjustu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, Af ljóði ertu komin. Hún segir bókina sérlega heilsteypta og ljóð Steinunnar hlý, gefandi...
11.01.2017 - 11:53

Vel heppnaður leikur með frásagnarstíl og form

„Í Draumrof leikur Úlfar sér með frásagnastílinn og formið, meðvituð hugsun um trúverðugleika sögumannsins og miðlun sögunnar í gegnum temprað vitundaflæði gerir það að verkum að bókin er mjög vel heppnuð,“ segir Andri Kristjánsson um bókina...
13.01.2017 - 10:00

Leiftrandi snörp og fyndin

„Sigga fer á kostum í frásögn sinni sem er leiftrandi snörp og fyndin en fyrst og síðast einlæg,“ segir gagnrýnandi Víðsjár um bókina Elsku drauma mín – Minningarbók Sigríðar Halldórsdóttur.
05.01.2017 - 13:01

Úthugsað meistaraverk

Þríleikurinn CoDex 1962 eftir Sjón er úthugsað meistaraverk segir gagnrýnandi Víðsjár, „þar sem hann beitir ýmsum frásagnarsniðum og  raðar saman ólíkum bókmenntagreinum í fantastísku furðuverki sem getur ekki annað en hrifið lesanda með sér.“
05.01.2017 - 12:52

Hið illa er ennþá þarna úti

„Vísindasagan er á kantinum og rennur saman við sorgarsögu og áratuga gamalt fjölskyldudrama, óhugnaðurinn og furðurnar auka síðan á spennuna, draga fram hættulegan heim,“ segir bókarýnir Víðsjár um Blómið – sögu um glæp, eftir Sölva Björn...

Varnarræða siðblindingja

„Eyvindur Jónsson Stormur er siðblindur og Einari Kárasyni tekst á snilldarlegan og kómískan hátt að sýna fram á hvernig slíkar persónur virka í samfélaginu,“ segir Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, um Passíusálmana eftir Einar Kárason.