Bókmenntagagnrýni

Einarður ljóðabálkur um ást og ummyndun

Gagnrýnandi Víðsjár segir nýja ljóðabók Soffíu Bjarnadóttur vera einarðan og kröftugan ljóðabálk, um ást, sársauka og ummyndun á öllum tímum. „Í bókarlok hefur vakning átt sér stað og endurfæðing orðið.“
21.03.2017 - 15:45

Öll sorg er ástarsorg

Gagnrýnandi Víðsjár er ánægður með margt í nýjustu ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Tungusól og nokkrir dagar í maí, en finnst þó vanta nokkuð upp á heildarmynd bókarinnar:
06.02.2017 - 17:33

Gjörþekkir mátt orðsins

„Hér er ekkert grunnsævi eða gutl, það er lagt  á djúpið,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókarýnir Víðsjár, um nýjustu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, Af ljóði ertu komin. Hún segir bókina sérlega heilsteypta og ljóð Steinunnar hlý, gefandi...
11.01.2017 - 11:53

Vel heppnaður leikur með frásagnarstíl og form

„Í Draumrof leikur Úlfar sér með frásagnastílinn og formið, meðvituð hugsun um trúverðugleika sögumannsins og miðlun sögunnar í gegnum temprað vitundaflæði gerir það að verkum að bókin er mjög vel heppnuð,“ segir Andri Kristjánsson um bókina...
13.01.2017 - 10:00

Leiftrandi snörp og fyndin

„Sigga fer á kostum í frásögn sinni sem er leiftrandi snörp og fyndin en fyrst og síðast einlæg,“ segir gagnrýnandi Víðsjár um bókina Elsku drauma mín – Minningarbók Sigríðar Halldórsdóttur.
05.01.2017 - 13:01

Úthugsað meistaraverk

Þríleikurinn CoDex 1962 eftir Sjón er úthugsað meistaraverk segir gagnrýnandi Víðsjár, „þar sem hann beitir ýmsum frásagnarsniðum og  raðar saman ólíkum bókmenntagreinum í fantastísku furðuverki sem getur ekki annað en hrifið lesanda með sér.“
05.01.2017 - 12:52

Hið illa er ennþá þarna úti

„Vísindasagan er á kantinum og rennur saman við sorgarsögu og áratuga gamalt fjölskyldudrama, óhugnaðurinn og furðurnar auka síðan á spennuna, draga fram hættulegan heim,“ segir bókarýnir Víðsjár um Blómið – sögu um glæp, eftir Sölva Björn...

Varnarræða siðblindingja

„Eyvindur Jónsson Stormur er siðblindur og Einari Kárasyni tekst á snilldarlegan og kómískan hátt að sýna fram á hvernig slíkar persónur virka í samfélaginu,“ segir Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, um Passíusálmana eftir Einar Kárason.

Fantafín bók um viðkvæmt mál

Ritdómur Sigríðar Albertsdóttur um skáldsöguna Ósk, eftir Pál Kristin Pálsson, sem fluttur var í Víðsjá 21. desember.
28.12.2016 - 14:22

Frábær frumraun sem vekur upp spurningar

Frumraun Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, skáldsagan Eyland, vekur upp spurningar um hvers konar samfélag Íslendingar vilja búa og hvað þeir eru tilbúnir að gera til að viðhalda því samfélagi, segir gagnrýnandi Víðsjár.

Nýmóðins kvenhetja í Skaftártungu

„Hér birtist mynd af manneskju sem hefur sterka réttlætiskennd, er tilbúin til þess að standa fyrir því sem skiptir máli og hugsar ekki um álit annarra.“ segir Guðrún Baldvinsdóttir bókarýnir Víðsjár um Heiðu - fjalldalabónda, eftir Steinunni...
21.12.2016 - 16:02

Andri Snær á persónulegu nótunum

„Röddin sem tekur við talar frá hjarta sögumannsins sjálfs. Stíllinn fær að njóta sín og margar smásagnanna sitja í lesandanum löngu eftir að lestrinum er lokið,“ er meðal þess sem bókarýnir Víðsjár, Guðrúnar Baldvinsdóttur, hefur að segja um...
21.12.2016 - 13:57

Hvorki þar né hér

Ritdómur Sigríðar Albertsdóttur um Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur, sem fluttur var í Víðsjá þann 14. desember:
21.12.2016 - 13:37

Hinn fullkomni sögumaður

„Tilfinningin fyrir Látra-Björgu verður afar sannfærandi og hún tekur algjörlega yfir textann svo að allt annað gleymist,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir um Bjargræði eftir Hermann Stefánsson. Hún segir Látra-Björgu birtast ljóslifandi í textanum svo á...
13.12.2016 - 16:14

Fyrir hvern er unglingabókin?

Ritdómur Guðrúnar Baldvinsdóttur um Dodda - bók sannleikans, sem fluttur var í Víðsjá 12. desember:
13.12.2016 - 16:01