Austurland

Stjórnvöld viðurkenni hússtjórnarnám

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað aflýsti námi næsta haust eftir að fulltrúar menntamálaráðuneytisins tjáðu forsvarsmönnum skólans að námið félli ekki að aðalnámskrá. Skólameistari skorar á stjórnvöld að viðurkenna stutt hagnýtt...
23.05.2017 - 23:03

Framtíð Húsó í uppnámi, ekkert nám næsta vetur

Svo virðist sem starfsemi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað sé lokið í núverandi mynd. Skólanefnd sendi í kvöld frá sér tilkynningu um að ekki verði boðið upp á nám næsta vetur þar sem það þyki ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla.
22.05.2017 - 21:39

Malbikunarflokkur flúði þrisvar út vegna hita

Malbikunarflokkur þurfti í þrígang að yfirgefa Norðfjarðargöng í svokölluðum flóttabílum þegar aðstæður urðu ískyggilegar vegna hita og ólofts. Ekki var hægt að treysta á náttúrlegt loftstreymi til að loftræsta göngin enda átti það til að snúast við...
22.05.2017 - 12:57

Sólbaðsstofa óstarfhæf eftir raftruflanir

Sólbaðstofan Bronz á Egilsstöðum er nú lokuð og vísa þarf öllum viðskiptavinum frá. Héraðsmenn og nærsveitungar hafa ekki komist þar í sólbað síðan miklar rafmagnstruflanir urðu sums staðar á Suður- og Austurlandi síðasta miðvikudag.
22.05.2017 - 12:39

Slasaðist á vélsleða

Maður slasaðist í vélsleðaslysi á Hellisheiði eystri um hádegisbil. Félagar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Vopnafirði, úr Jökuldal og af Egilsstöðum voru kallaðir út til björgunarstarfa. Maðurinn var í brattri grjóturð,...
20.05.2017 - 13:56

Óttaðist að fá alelda bátinn yfir sig

„Ég vil skila þakklæti til áhafnarinnar á Hólmanum og björgunarskipinu,“ segir Garðar Smári Björgvinsson sjómaður sem lenti háska í gærkvöld þegar bátur hans Jökull NS-73 varð alelda úti fyrir Vopnafirði.
19.05.2017 - 15:15

Tilkynningar um raftjón streyma inn til RARIK

Tilkynningar um tjón á raftækjum streyma inn til RARIK eftir að mjög há spenna fór inn til notenda sums staðar á Suður- og Austurlandi á miðvikudagsmorgun. Forstjóri RARIK segir að mest tjón virðist hafa orðið í kringum Kirkjubæjarklaustur. RARIK...
19.05.2017 - 12:16

Bátur gereyðilagðist í eldi á Vopnafirði

Eldur kom upp í bátnum Jökli NS-73 á Vopnafirði í kvöld, um 2,6 sjómílur utan við kauptúnið. Einn maður var í bátnum. Hann náði að sjósetja gúmmíbjörgunarbát og koma sér yfir í hann. Ekkert amar að bátsverjanum, samkvæmt fréttatilkynningu frá...
18.05.2017 - 21:03

Fyrstu samningar um land undir nýjan veg

Vegagerðin hefur gert fyrstu samninga við landeigendur vegna kaupa á landi undir nýjan hluta hringvegarins í Hornafirði. Fjórar brýr verða byggðar á nýjum vegkafla og um leið fækkar einbreiðum brúm á hringveginum um þrjár.
18.05.2017 - 15:59

Hentu 500 lítrum af mjólk vegna rafmagnsleysis

Spennusveiflur, sem urðu í raforkukerfinu í morgun, ollu tjóni á raftækjum á Austurlandi og um tveggja klukkustunda rafmagnsleysi truflaði atvinnulíf í fjórðungnum. Í MS á Egilsstöðum þurfi að henda mjólk og minnstu munaði ostur harðnaði í tönkum....
17.05.2017 - 19:25

Léleg byggðalína veldur tjóni á Austurlandi

Næstum tveggja klukkustunda rafmagnsleysi varð á stóru svæði allt frá Kirkjubæjarklaustri til Vopnafjarðar í morgun. Lækka þurfti straum á kerjum Alcoa Fjarðaáls og ostur settist í tönkum MS á Egilsstöðum. Þá gat Landhelgisgæslan ekki fylgst með...
17.05.2017 - 13:02

Sjómenn gátu ekki sent neyðarkall í morgun

Sjómenn sem voru við veiðar við austanvert landið í morgun gátu ekki látið vita af sér vegna bilana eftir að rafmagn fór af í nærri tvær klukkustundir. VHF sendar voru úti og sömuleiðis sjálfvirk tilkynningaskylda sjómanna. Ásgrímur Ásgrímsson,...
17.05.2017 - 11:19

Óljóst hvað olli rafmagnsbilunum fyrir austan

Enn er óljóst hvað olli rafmagnsbilunum á Suðaustur- og Austurlandi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti varð bilun í flutningskerfi fyrirtækisins. Unnið sé að því að greina hana. Rafmagn er komið á aftur á helstu þéttbýlisstöðum.
17.05.2017 - 09:24

Rafmagnslaust á Austurlandi

Rafmagn fór af nær öllu Austurlandi upp úr klukkan sjö í morgun. Það varð rafmagnslaust frá Kirkjubæjarklaustri og þar austur af, alveg norður til Vopnafjarðar en þar er rafmagn keyrt á varaafli.
17.05.2017 - 08:03

Fleskgæra í húsi Haustaks í Fellabæ

Bjalla, sem kölluð er fleskgæra, hefur fjölgað sér í aflögðu fiskvinnsluhúsi í Fellabæ. Lirfur kvikindisins éta sig inn í einangrun og timbur en eigendur hússins sem er til sölu segja það ekki skemmt.
15.05.2017 - 19:20