Austurland

Silfurbergsþjófar forðast landvörðinn

Landvörður í silfurbergsnámu í Norðanverðum Reyðarfirði segir að enn sé miklu stolið úr námunni, þrátt fyrir að landvörslu, þjófarnir komi utan hennar vinnutíma. Hún segir mikilvægt að svæðið sé vaktað enn frekar og að náman sé girt af. 
16.08.2017 - 14:21

Hitaveitan á Eskifirði hefur kólnað

Heitavatnsnotkun á Eskifirði hefur aukist meira en reiknað var með og hafa borholur á staðnum kólnað um þrjár gráður. Sérstök niðurdælingarhola hefur aldrei verið boruð en slíkt gæti verið nauðsynlegt til hægt sé að auka vinnslu og halda...
16.08.2017 - 09:20

Mikill makríll fyrir austan land

Mikill gangur er nú í makrílveiði eftir misgóða veiði undanfarnar vikur. Sjómenn segja mikið af makríl á ferðinni austur af landinu og þetta sé mun stærri makríll en undanfarin ár.
15.08.2017 - 13:48

Leik- og grunnskólar á Austurlandi mannaðir

Ráðið hefur verið í nær allar stöður í leik- og grunnskólum á Austurlandi fyrir haustið. Þar er staðan önnur en víða á suðvesturhorninu þar sem enn vantar fjölda fólks til starfa.
15.08.2017 - 12:25

Vill ræða laxveiðitekjurnar á kirkjuþingi

Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að ákvörðun kirkjuráðs um að sóknarpresturinn á Hofi í Vopnafirði fái ekki lengur tekjur af laxveiði í Hofsá, hefði átt að fá umræðu á kirkjuþingi. Stefna um að prestar fái ekki lengur tekjur...
09.08.2017 - 10:37

Vill birta skýrslu um legu þjóðvegar um firði

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, hefur farið fram á að skýrsla sem Vegagerðin vann um legu þjóðvegar 1 um firði verði gerð opinber. Austurfrétt fjallar um þetta og hefur eftir Einari að hann muni ítreka kröfu sína þar sem...
05.08.2017 - 06:43

Presturinn missir milljóna laxveiðitekjur

Kirkjuráð hefur ákveðið að sóknarpresturinn á Hofi í Vopnafirði fái ekki lengur tekjur af laxveiði í Hofsá. Breytingin tekur gildi þegar nýr prestur verður skipaður í embættið í október. Sóknarprestur hafði um fjórar og hálfa milljón króna í tekjur...
04.08.2017 - 13:11

Smala gæsum og merkja með GPS sendum

Á fjórða hundrað heiðagæsir á Norður- og Austurlandi hafa síðastliðna viku verið merktar í rannsóknarskyni. Tilgangurinn er að kortleggja hátterni fuglanna, ferðir þeirra og nýtingu beitarlands. Á beitarlandi í kringum Kárahnjúkastíflu var hópur...
01.08.2017 - 18:00

Beðinn að laga „holuna“ í gatslitnum vegi

Jakob Sigurðsson, oddviti sveitarstjórnar í Borgarfirði eystra, fékk símtal frá Vegagerðinni fyrir skemmstu þar sem hann var beðinn um að fara og fylla í „holuna á veginum“ frá Egilsstöðum til Borgarfjarðar eystra. Það væri ekki í frásögur færandi...
31.07.2017 - 15:23

Illfær eftir rigningu og umferð

Vegurinn frá Egilsstöðum til Borgarfjarðar eystra er orðinn holóttur eftir mikla rigningu um helgina. Töluverð umferð var um veginn vegna tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra.
30.07.2017 - 13:52

Gönguhópur á Austurlandi fundinn

Gönguhópurinn sem björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið að grennslast fyrir um nú síðdegis vegna slæms veðurs, kom fram á eðlilegum stað miðað við gönguleið. Tíu björgunarsveitir voru kallaðar út.
29.07.2017 - 17:21

Býst við þúsundum á unglingalandsmót UMFÍ

Undirbúningur fyrir unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina er langt kominn. Þó er ekki búið að manna allar stöður sjálfboðaliða. Framkvæmdastjóri mótsins er bjartsýnn á að það takist.
26.07.2017 - 12:15

Vill malbik á veginn til Borgarfjarðar eystra

Unnið er að því að lagfæra malarveginn milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystra en tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði um helgina. Oddviti sveitastjórnar er orðinn langþreyttur á því að stjórnvöld lagi bara veginn til bráðabirgða...
28.07.2017 - 10:47

Björgunarsveitir kallaðar út á tveimur stöðum

Björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi leita nú fjögurra manna á tveimur stöðum. Á ellefta tímanum barst beiðni um aðstoð við mann í vanda á Síðujökli þar sem er mikill vindur, en hann hafði ráðgert að tjalda þar í nótt. Maðurinn náði að senda boð...
28.07.2017 - 00:11

Bræðslan haldin í þrettánda sinn um helgina

„Þetta er eiginlega farið að teygja sig yfir alla vikuna,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, Bræðslustjóri. Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystra laugardaginn 29. júlí og fer dagskráin í kringum hátíðina stækkandi með hverju árinu.
27.07.2017 - 14:31