Austurland

Landvernd leggst gegn eldi á frjóum laxi í sjó

Landvernd vill að stjórnvöld banni ræktun á frjóum eldislaxi í sjó nema að tryggt sé að erfðablöndun við íslenska laxastofna geti ekki orðið. Landvernd telur að áhættan sem fylgir stórauknu laxeldi í sjó hér við land, og þeim aðferðum sem hér eru...
15.05.2017 - 15:52

Minnkandi kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni

Talsvert er farið að draga úr kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni, en veiðin hefur gengið vel til þessa. Skipstjórinn á Beiti NK segir íslenskum skipum á miðunum fara fækkandi.
15.05.2017 - 13:16

Býr til flögur úr íslenskum kartöflum

„Upphaflega hugmyndin var að gera alíslenskar kartöfluflögur og nota eingöngu íslenskt hráefni. Íslenskar kartölfur, íslenska repjuolíu og íslenskt salt,“ segir Viðar Reynisson sem hefur undanfarin misseri verið að prófa sig áfram í...
15.05.2017 - 11:15

Yfir 200 millimetra rigning í Neskaupstað

Sólarhringsúrkoma í Neskaupstað mældist tæplega 204 millimetrar í dag en það jafngildir því að 204 ítrar af vatni hafi fallið á hvern fermetra lands þennan sólarhring. 
13.05.2017 - 18:26

„Vatnajökull“ lenti á Egilsstöðum

Skrautleg flugvél lenti á Egilsstaðaflugvelli í dag. Vélin er í eigu Icelandair og á hana hefur verið sprautuð mynd af Vatnajökli. Vélinni er ætlað að vekja athygli og vera Íslandskynning. Með í för í dag voru 22 blaðamenn frá ýmsum löndum en...
13.05.2017 - 17:37

Fjarðarheiði lokað - tveir bílar út af

Vegagerðin hefur lokað veginum um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar en þar er nú stórhríð og blint. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var ákveðið að loka eftir að tveir bílar lentu út af veginum. Björgunarsveitin Ísólfur frá...
12.05.2017 - 14:55

Mikil úrkoma og skriðuhætta á Austfjörðum

Veðurstofan vara við talsverðri úrkomu á Austfjörðum og á Suðausturlandi austan Öræfa eftir hádegi og áfram talsverðri úrkomu víða Austanlands á morgun. Hætta sé á vatnavöxtum og jafnvel aurskriðum.
12.05.2017 - 14:28

Tafir á malbikun Norðfjarðarganga

Malbikun Norðfjarðarganga hefur tekið lengri tíma en verktakar reiknuðu með. Verkið hófst fyrir 16 dögum og samkvæmt áætlun átti malbikun að ljúka í dag. Þess í stað er aðeins búið að leggja annað lagið af tveimur og steypa kantstein.
12.05.2017 - 13:50

Hinsta kveðja á baðherbergi vegna plássleysis

Aldraðir á Hornafirði hafa beðið í fjórtán ár eftir stækkun á hjúkrunarheimili staðarins. Þar eins og víða um land þurfa aldraðir að deila herbergi með ókunnugum, búa við mikið ónæði og sumir eru með heilabiluðum í litlu herbergi. Hjúkrunarheimilið...
11.05.2017 - 18:15

Veðurstofan varar við mikilli úrkomu á morgun

Veðurstofan varar við talsverðri eða mikill úrkomu austantil á landinu á morgun, föstudag. Úrkoman verður einkum á Austfjörðum og á Suðausturlandi austan Öræfa. „Því er útlit fyrir versnandi ferðaveðri á þessum slóðum og er fólk hvatt til að...
11.05.2017 - 17:01

Beita nýrri tækni við vöktun bjargfugla

Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands beita nú nýrri tækni við að mæla varpárangur bjargfugla. Sjálfvirkum myndavélum verður komið fyrir í fimm fuglabjörgum og taka myndir á klukkustundar fresti árið um kring.
11.05.2017 - 15:50

Vegagerðin óhræddari við að loka vegum

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem starfar fyrir Vegagerðina segir lokanir á vegum á Suðurlandi séu til marks um að hún leggi meiri áherslu að loka vegum til að fyrirbyggja tjón og slys. Í gær hafi mælst hviður bæði undir Eyjafjöllum og í...
11.05.2017 - 14:21

Lokanir geta reynst ferðalöngum dýrar

Vegagerðin hefur aflétt akstursbanni á Suðurlandi um Þjóðveg eitt en varar ökumenn við því að fara um svæðið á húsbílum enda er og verður þar bálhvasst í dag og á morgun. Lokanir gerðu það að verkum að margir ferðamenn komust ekki leiðar sinnar og...
11.05.2017 - 12:50

Ferðamenn hafa stóraukið humarát á Íslandi

Humarvertíðin er að ná hámarki á Höfn í Hornafirði. Humarhalar voru áður nær allir seldir til útlanda en nú er meirihlutinn snæddur hér heima. Markaður fyrir þennan herramannsmat hefur gjörbreyst með fjölgun ferðamanna.
10.05.2017 - 19:43

Vegurinn um Öræfi líklega lokaður í allt kvöld

Fréttamenn RÚV hafa verið á ferðinni í dag um allt land til að fylgjast með veðri og færð, meðal annars á Gemlufallsheiði, Öxnadalsheiði og Egilsstöðum. Litlar líkur eru á því að þjóðvegur 1 um Öræfi verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá...
10.05.2017 - 16:29