Atvinnulíf

Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks

Atvinnuleysi var 5,3 prósent í maí, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og hækkar um rúm tvö prósentustig milli mánaða. Af öllum atvinnulausum voru tæp 62 prósent á aldrinum 16-24 ára en atvinnleysi í þeim hópi mældist 17,6 prósent.
22.06.2017 - 09:15

Vantar rannsóknir og meiri ástundun

„Ég held að þetta sé mögulegt. Vaxtarhraðinn sem við höfum séð bendir til að við eigum að geta þetta. Það er ekki spurning. Það er svo mikið æti í sjónum hérna að kræklingurinn hefur það gott. Við eigum að geta annað innanlandsmarkaði og meira til....
20.06.2017 - 13:20

Kerfið styðji láglaunafólk með börn

„Búum til barnalífeyriskerfi þar sem er virkilegur stuðningur við alla sem eru með lágar ráðstöfunartekjur og vilja halda áfram á vinnumarkaði. Við náum ekki sérstökum árangri með þessa einstaklinga og það er ekki skrýtið vegna þess að kerfið vinnur...
20.06.2017 - 12:14

Norrænir flugliðar styðja Flugfreyjufélagið

Norrænir flugliðar lýsa fullum stuðningi við Flugfreyjufélag Íslands í kjaradeilu sem nú stendur yfir við Primera Air Nordic. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem segir að stuðningsyfirlýsingin hafi verið samþykkt samhljóða á fundi flugliða...
15.06.2017 - 00:04

Mikil fjölgun starfa í byggingariðnaði

Störfum í byggingariðnaði hér á landi mun fjölga um nokkur þúsund á næstu árum, gangi spár eftir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að leita þurfi eftir iðnaðarmönnum frá útlöndum til að mæta...
13.06.2017 - 07:05

Útgerðin kallar eftir verulegri vaxtalækkun

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kallar eftir verulegri vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Áhrifin af sterkri krónu og lækkandi fiskverði séu farin að valda miklum vandræðum í rekstri þessarra fyrirtækja. Framlegðin sé lítil sem engin og víða...
12.06.2017 - 18:03

Kemur skoðunum sínum á framfæri með söng

Baráttukonan Jónína Björg Magnúsdóttir sendi á dögunum frá sér lagið Svei mér þá! Lagið samdi hún eftir að fyrstu fregnir bárust af uppsögnum fiskverkafólks hjá HB Granda á Akranesi. Jónína er í hópi þeirra sem missa vinnuna í haust.
12.06.2017 - 13:28

Aukin sérhæfing með starfsstöðvum úti á landi

Embætti Ríkisskattstjóra rekur átta starfsstöðvar um land allt. Stærsta einingin, fyrir utan Reykjavík, er starfrækt á Akureyri með um 30 starfsmönnum og til stendur að efla hana enn frekar. Ríkisskattstjóri segir að með dreifingu útibúa um landið...
07.06.2017 - 14:19

HB Grandi kaupir fimm milljarða króna skip

Skrifað hefur verið undir samning milli HB Granda og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon Gijon, um smíði á nýjum frystitogara. Skipið kostar tæpa fimm milljarða íslenskra króna.
07.06.2017 - 07:19

Smábátasjómenn farnir að leggja bátum sínum

Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir sterka krónu og lágt fiskverð valda miklum erfiðleikum í greininni. Þetta sé hamförum líkast og útgerðir víða um land séu farnar að leggja bátum sínum.
06.06.2017 - 17:11

Lágt fiskverð og léleg afkoma strandveiða

Mun færri bátar eru á strandveiðum í ár en á sama tíma í fyrra. Ástæðuna segja sjómenn fyrst og fremst lágt fiskverð, en verðið í ár er það lægsta frá því strandveiðar hófust.
06.06.2017 - 12:19

Erfitt að nota íslensku í markaðsstarfi

Mikil óánægja hefur blossað vegna breytingar á nafni Flugfélags Íslands í Air Iceland Connect. Margir telja að þetta gróna félag ætti að standa með íslenskunni og hafa sjálfstraust til þess. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect,...
02.06.2017 - 10:52

Notuðu mengaða mold úr ruslahaugum í reiðstíg

Sviðstjóri hjá Akureyrarbæ segir mistök hafa orðið til þess að gler- og postulínsrusl hafi endað í reiðstíg sunnan við Golfvöll Akureyringa í vor. Efnið sem notað var til verksins er úr gömlum ruslahaug.

Erfitt með eldsneyti í Frakklandi í dag

Eldsneyti er gengið til þurrðar á um 400 bensínstöðvum í Frakklandi vegna verkfalls bílstjóra á olíuflutningabílum. Ástandið er verst á Parísarsvæðinu. Þá er eldsneyti nánast á þrotum í öðrum 800 bensínstöðvum. Leiðum að olíubirgðstöðvum hefur verið...
31.05.2017 - 18:52

United Silicon fengið 30 milljóna ríkisaðstoð

Kísilmálmsmiðja United Silicon í Helguvík fékk rúmar 30 milljónir króna í ríkisaðstoð á árunum 2015 og 2016 á grundvelli fjárfestingarsamnings fyrirtækisins við ríkisstjórn Íslands frá 2014. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Þórdísi Kolbrúnu...
31.05.2017 - 03:25