Atvinnulíf

Minnkandi tiltrú veldur áhyggjum

„Það eiga allir í þessu kerfi. Og að sjálfsögðu þegar umtalið er þannig, og tiltrúin ekki nægilega sterk, þá að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því,“ sagði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, á Morgunvaktinni á Rás 1 um þá gagnrýni sem...
10.05.2017 - 13:53

Konum fækkar í stjórnum stærri fyrirtækja

Einungis um fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja á Íslandi eru konur. Yfir heildina stóð hlutfall kvenna í stjórnum í stað, en konum í stjórn stærri fyrirtækja fækkaði milli ára.
10.05.2017 - 12:45

Annað kemur ekki til greina en að setja lög

Félagsmálaráðherra segir það ekki koma til greina að byggja upp vinnumarkað hér á landi á félagslegum undirboðum. Velferð allra landsmanna sé þar undir. Hann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp sem á að tryggja réttindi starfsmanna sem ráðnir eru í...
03.05.2017 - 22:00

Fleiri hlynntir jafnlaunavottun en andvígir

Þrefalt fleiri landsmenn eru fylgjandi en andvígir því að fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn verði skylduð til þess með lögum að fá jafnlaunavottun. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR.
03.05.2017 - 19:32

Jákvæð áhrif af styttri vinnuviku

Stýrihópur tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg segir niðurstöður benda til þess að breytingin hafi dregið úr andlegu og líkamlegu álagi.
03.05.2017 - 19:18

ESA rannsakar ríkisábyrgð Landsvirkjunar

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hóf í dag rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á svokölluðum afleiðusamningum, sem Landsvirkjun hefur gert til að verjast gengis- og vaxtaáhættu, feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð samkvæmt EES-samningnum. Stofnunin segir að svo...
03.05.2017 - 12:23

„Miklir möguleikar í Rússlandi“

Það bar til tíðinda á Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel að tilkynnt var um stofnun nýs markaðsfyrirtækis á sviði ýmiskonar tæknilausna fyrir skip. Fyrirtækið heitir Knarr Maritime. Að því standa Skaginn 3X, Nautic, Kælismiðjan Frost,...
03.05.2017 - 10:41

Ágreiningur ekki krísa í verkalýðshreyfingunni

Á baráttudegi verkalýðsins talaði nýr formaður VR um að verkalýðshreyfingin hefði ekki hlustað á vilja fólksins auk þess sem hann talaði um blekkingarleik varðandi kaupmátt. Formaðurinn talaði á sérfundi á Austurvelli og segir að ósk sinni um að...
02.05.2017 - 16:52

Flugfreyjur kjósa um verkfall hjá Primera

Flugfreyjufélag Íslands hefur efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfall um borð í vélum Primera Air til að knýja á um að flugfélagið geri kjarasamning við flugliða sem hafa starfsstöð á Íslandi. Primera er sakað um löglaus og siðlaus undirboð á...
30.04.2017 - 15:22

Óttast að ráðstefnuhótel missi viðskiptin

Eigendur ráðstefnuhótela víða um land óttast að tapa þeim viðskiptum ef virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verður hækkaður. Ákvörðun stjórnvalda gangi þvert á öll fyrri áform og verðhækkanir hafi bein áhrif á ákvarðanir þeirra sem fara með ráðstefnur...
29.04.2017 - 18:21

Hæstu byggingu kísilverksmiðju bætt við eftirá

Byggingu sem er helmingur af hæð Hallgrímskirkju, var bætt inn á lóð United Silicon í Helguvík eftir að skýrsla um umhverfismat var kynnt. Skipulagsstofnun var ekki tilkynnt um þessa viðbót og hefur krafið bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skýringa.
27.04.2017 - 18:44

Endurskoðar hugsanlega mat á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun kannar hvort vandræði United Silicon í Helguvík kalli á aðgerðir af hálfu stofnaninnar. Til greina kemur að endurskoða mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun herti kröfurnar sem gerðar eru í starfsleyfi þeirra...
26.04.2017 - 18:22

Laus búnaður olli eldinum hjá United Silicon

Spennutengdur búnaður sem losnaði olli brunanum í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík fyrir viku. Þetta er niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur nú komist að orsök eldsins.
25.04.2017 - 18:15

50 þúsund króna skuld velkist um í kerfinu

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar þar sem manni var gert að greiða rúmar 50 þúsund krónur vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Nefndin vísaði málinu aftur til efnismeðferðar. Maðurinn var á...
21.04.2017 - 14:08

Hampiðjan stærst í Ástralíu

Hampiðjan hefur náð samningum við eina af stærstu útgerðum Ástralíu um sölu á 120 rækjutrollum og er nú orðin stærsta fyrirtækið á sínu sviði þar syðra. Þetta er haft eftir Þorsteini Benediktssyni, framkvæmdastjóra Hampiðjunnar, í Morgunblaðinu í...
21.04.2017 - 03:59