Atvinnulíf

Smábátasjómenn farnir að leggja bátum sínum

Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir sterka krónu og lágt fiskverð valda miklum erfiðleikum í greininni. Þetta sé hamförum líkast og útgerðir víða um land séu farnar að leggja bátum sínum.
06.06.2017 - 17:11

Lágt fiskverð og léleg afkoma strandveiða

Mun færri bátar eru á strandveiðum í ár en á sama tíma í fyrra. Ástæðuna segja sjómenn fyrst og fremst lágt fiskverð, en verðið í ár er það lægsta frá því strandveiðar hófust.
06.06.2017 - 12:19

Erfitt að nota íslensku í markaðsstarfi

Mikil óánægja hefur blossað vegna breytingar á nafni Flugfélags Íslands í Air Iceland Connect. Margir telja að þetta gróna félag ætti að standa með íslenskunni og hafa sjálfstraust til þess. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect,...
02.06.2017 - 10:52

Notuðu mengaða mold úr ruslahaugum í reiðstíg

Sviðstjóri hjá Akureyrarbæ segir mistök hafa orðið til þess að gler- og postulínsrusl hafi endað í reiðstíg sunnan við Golfvöll Akureyringa í vor. Efnið sem notað var til verksins er úr gömlum ruslahaug.

Erfitt með eldsneyti í Frakklandi í dag

Eldsneyti er gengið til þurrðar á um 400 bensínstöðvum í Frakklandi vegna verkfalls bílstjóra á olíuflutningabílum. Ástandið er verst á Parísarsvæðinu. Þá er eldsneyti nánast á þrotum í öðrum 800 bensínstöðvum. Leiðum að olíubirgðstöðvum hefur verið...
31.05.2017 - 18:52

United Silicon fengið 30 milljóna ríkisaðstoð

Kísilmálmsmiðja United Silicon í Helguvík fékk rúmar 30 milljónir króna í ríkisaðstoð á árunum 2015 og 2016 á grundvelli fjárfestingarsamnings fyrirtækisins við ríkisstjórn Íslands frá 2014. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Þórdísi Kolbrúnu...
31.05.2017 - 03:25

Erfitt að manna sumarstörf hjá sveitarfélögum

Sum sveitarfélög hafa átt í erfiðleikum með að ráða í sumarstörf nú í vor, en þessi störf eru að stórum hluta mönnuð með skólafólki. Næga atvinnu er að hafa hjá fyrirtækjum þar sem unga fólkið hefur möguleika á hærri launum en sveitarfélögin bjóða.
30.05.2017 - 13:13

Atvinnuleysi 3,2% í apríl

Atvinnuleysi mældist 3,2% í síðasta mánuði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Mest er atvinnuleysið hjá yngsta aldurshópnum 16 til 24 ára, eða 9,7%.
24.05.2017 - 13:51

„Bylting í farvatninu“

Við stöndum frammi fyrir byltingu verslunarhátta á Vesturlöndum. Koma bandarísku keðjunnar Costco til Íslands er eitt merki um það sem er að gerast. En meginbreytingin felst í netvæðingu verslunarinnar. „Það er ábyggilega enn ein byltingin í...
24.05.2017 - 12:48

„Merkileg tímamót í íslenskum sjávarútvegi“

Óhætt er að segja að hagkerfi heimsins standi frammi fyrir miklum áskorunum, að takast á við breytingar sem fylgja gervigreind og aukinni sjálfvirkni. Mannshöndin verður óþörf víða á hefðbundnum vinnustöðum. Hvernig ætla íslenskt menntakerfi og...

Íslendingar tilraunadýr Costco?

Markmið Costco er kannski að nota Íslendinga sem tilraunadýr. Þetta er mat forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar. Costco opnar í Kauptúni í Garðabæ á þriðjudaginn. Hluti plansins fyrir utan verslunina er enn afgirtur vegna framkvæmda og svo...
19.05.2017 - 19:01

Sólberg komið til Siglufjarðar

Nýr frystitogari útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð kom til hafnar á Siglufirði á hádegi í dag. Skipið var smíðað í Tyrklandi og var kaupverðið rúmlega fimm milljarðar króna.
19.05.2017 - 18:02

Engar tafir á framkvæmdum við Kröflulínu 4

Ákvörðun Hæstaréttar, um að hafna kröfu Landsnets um aðfarargerð í landi Reykjahlíðar, mun ekki hafa teljandi áhrif á framkvæmdir við Kröflulínu 4. Beðið er dóms um það hvort eignarnám fyrirtækisins á svæðinu standist lög. 
19.05.2017 - 13:01

„Það borgar sig að vanda til verka“

Mikil spenna er á húsnæðismarkaði og hafin er eða í undirbúningi gríðarleg uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. Mörg hundruð nýjar íbúðir verða til á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. En erum við að fara fram úr okkur? Er ekki hætta á að eitthvað...
18.05.2017 - 13:00

Mikil mannekla í byggingarstarfsemi

Rúmlega 90% fyrirtækja í byggingarstarfsemi áttu erfitt með að manna störf í febrúar. Það er mesti skortur á mannafli sem mælst hefur í atvinnugrein frá því Gallup fór að kanna slíkt hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta kemur fram í Peningamálum...
18.05.2017 - 12:37