Atvinnulíf

Ráðgáta í Reykjanesbæ: „Svikin vara“

Ekki er enn fyllilega ljóst hvaðan arsenmengun sem mælst hefur í Helguvík kemur. Sóttvarnarlæknir telur íbúum Reykjanesbæjar ekki stafa bráð hætta af menguninni en forseti bæjarráðs segir að taka verði mark á einkennum bæjarbúa þó hugsanlega sé...

Kemur til greina að loka United Silicon

Það kemur til greina að loka verksmiðju United Silicon vegna mengunar frá starfseminni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Hún tók þar með undir orð Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem hefur krafist þess að...
28.03.2017 - 19:15

Lýsir vilja til að bæta aðstöðu HB Granda

Bæjarstjórn Akraness vill skipuleggja lóðir fyrir HB Granda og bæta aðstöðu við Akraneshöfn til að fyrirtækið geti byggt upp starfsemi þar. Hún óskar þess að áformum þeirra um að loka botnfiskvinnslu verði frestað.
28.03.2017 - 17:42

Forseti ASÍ með 1.460 þúsund krónur á mánuði

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er með 1.460 þúsund krónur á mánuði í laun. Greint er frá þessu í frétt á vef ASÍ í tilefni af fyrirspurn frá fjölmiðlinum Stundinni. Þar segir líka að þó að forseti fái ekki greitt sérstaklega...
28.03.2017 - 10:58

Mikilvægt að kynna störfin

Það er samkeppni um fólk, um vinnuafl bæði nútíðar og framtíðar. Það vantar fólk í Iðngreinar á Íslandi og í þeim tilgangi að vekja athygli ungs fólks á iðngreinum hverskonar var í síðustu viku efnt til svokallaðrar starfamessu í Fjölbrautaskóla...
27.03.2017 - 09:15

Brýnt að forða fólki frá því að fara á örorku

Á annað hundrað manns sem áður þurftu á fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar að halda, hafa komist út á vinnumarkaðinn með aðstoð bæjarins. Sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir að brýnt sé að veita þeim enn frekari stuðning sem eftir sitji svo koma...
26.03.2017 - 14:00

Metsala á mjólkurafurðum en kúabúum fækkar

2016 var metár í sölu á mjólkurafurðum hérlendis, á sama tíma og kúabúum fækkaði um 40. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins, sem út kom í dag. Í frétt blaðsins segir að heildarsala hvers kyns mjólkurvöru, umreiknuð í mjólkurlítra,...
23.03.2017 - 00:55

Fáir grásleppubátar á sjó í upphafi vertíðar

Nærri helmingi færri grásleppubátar eru nú skráðir til veiða í upphafi vertíðar en þegar veiðin hófst í fyrra. Helsta ástæðan er lágt verð fyrir grásleppuna. Einhverjir skoða möguleika þess að hefja sjálfir verkun í von um hærra verð.
20.03.2017 - 17:38

Skiptir öllu að fá að vinna

„Við erum að leita að hæfileikum. Við horfum á styrkleika fólks en ekki hvað vantar,“ segir Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla á Akranesi. Skólinn hefur hrundið af stað svokölluðu starfseflingarverkefni sem byggir á því að leita...
20.03.2017 - 10:00

Ungum konum á örorku fjölgar

1800 manns voru í fyrra úrskurðaðir öryrkjar í fyrsta sinn. Þetta eru rúmlega fimmtungi fleiri en árið á undan. Hlutfallsleg aukning nýgengis er langmest hjá ungum konum eða 60 af hundraði. 
18.03.2017 - 19:19

Stutt og öflug loðnuvertíð senn á enda

Loðnuvertíðinni er nú svo gott sem lokið og örfá skip enn við veiðar. Sölumaður á frystum loðnuafurðum segir gott útlit varðandi sölu og þetta verði afar góð vertíð. Þar skipti stór og góð loðna, öflug skip og góðar aðstæður til veiða, höfuðmáli.
17.03.2017 - 12:41

Ósátt við mishá laun í sömu störfum

Launakjör starfsfólks sameinaðs embættis sýslumanns höfuðborgarsvæðisins eru ólík þó menn gegni sömi störfum. Formaður SFR gagnrýnir að fjárveitingar til launajöfnunar hafi ekki fylgt með sameiningunni.
17.03.2017 - 12:39

Einkaaðilar fá 3 prósent úr ferðamannasjóði

Ríkið og stofnanir þess fá þrjátíu prósent af úthlutun Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, eða rúmar 175 milljónir króna. Sveitarfélög fá 67 prósent af úthlutunarfénu, rúmar 405 milljónir, einkaaðilar fá tæpar 20 milljónir, þrjú prósent, og...
16.03.2017 - 13:07

Nýr formaður VR gagnrýnir verkalýðsforystuna

Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, segist hafa lagt mikla áherslu á það í kosningabaráttunni að færa verkalýðshreyfinguna til fólksins og hlusta á fólkið, sem honum finnst hafa skort á hjá verkalýðsforystunni. Þá gagnrýnir hann að...
14.03.2017 - 22:34

Markmiðið að allir starfsmenn verði íslenskir

Byrjað er að auglýsa eftir almennu starfsfólki í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Ljóst er að mikil samkeppni á vinnumarkaði hjálpar ekki til við að ráða starfsmenn, en ætlunin er að finna sem flesta þeirra á meðal heimamanna. 
11.03.2017 - 20:24