Atvinnulíf

Kröflulína fjögur tilbúin innan mánaðar

Nú styttist í að prófanir hefjist á raflínum til og frá Þeistareykjavirkjun. Nær öll möstur í Kröflulínu 4 hafa nú verið reist og búið er að reisa meirihluta mastra í Þeistareykjalínu 1. Spennu verður hleypt á Kröflulínu 1 í næsta mánuði.
18.08.2017 - 14:27

Segja lokun verksmiðju skapa óvissu

Stjórn United Silicons segir að stöðvun verksmiðjunnar myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu sem er hafin við að greina hvaða efni í útblæstri frá verksmiðjunni valda óþægindum og lykt. Bæjarráð Reykjanesbæjar bókaði á fundi sínum í gær að...
18.08.2017 - 07:31

Telja að hvíldartími sjómanna sé ekki virtur

Engin lög eru um hversu margir undirmenn, eða hásetar, þurfa að vera um borð í skipum svo þau megi halda til sjós. Til eru lög um fjölda yfirmanna; skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra, en ekki um háseta. Valmundur Valmundsson, formaður...
17.08.2017 - 12:07

Þriðjungur bóksölunnar gufaður upp

Tekjur af bóksölu hafa lækkað um rúmlega 30 prósent frá hruni og seldum eintökum bóka hefur fækkað um 44 prósent frá árinu 2010, samkvæmt tölum sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur unnið upp úr tölum Hagstofunnar.
17.08.2017 - 06:44

Vinnustöðvun boðuð á spænskum flugvöllum

Nokkrar starfsstéttir á sautján flugvöllum á Spáni hefur boðað vinnustöðvun í 25 sólarhringa frá næsta mánuði til ársloka. Með því vill fólkið mótmæla lágum launum og slæmum vinnuskilyrðum.
16.08.2017 - 15:37

Gengur illa að finna iðnaðarmenn á Bakka

Framkvæmdir við kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík eru nú á lokametrunum. Stefnt er að því að hefja framleiðslu undir lok árs. Búið er að ráða í flestar stöður, en erfiðlega gengur að ráða iðnaðarmenn og segir atvinnu- og menningarfulltrúi...
16.08.2017 - 13:39

1300 tonna lambakjötsfjall í haust

Þrettán hundruð tonn af óseldu lambakjöti verða til í haust þegar slátrun hefst. Þetta segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Bændur fara á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag til að ræða stöðuna í sauðfjárrækt. Oddný...
15.08.2017 - 08:58

1.800 milljóna tekjutap sauðfjárbænda

Boðuð lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í haust þýðir 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina í heild, sem bætist við 600 milljóna launalækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra. Útlit er fyrir að birgðir kindakjöts í upphafi sláturtíðar verði...

Verkföll yfirvofandi á Barselónaflugvelli

Öryggisverðir á Le Prat flugvelli í Barselóna á Spáni hafa boðað fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á morgun og á sunnudag og mánudag. Verkfallið kemur á versta tíma þar sem miklar annir eru á vellinum vegna fólks sem er á leiðinni í og úr...
03.08.2017 - 16:42

Launavísitalan hækkað um 7,3 prósent

Í júní hækkaði launavísitala á Íslandi um eitt prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands.
24.07.2017 - 09:11

Héraðssaksóknari rannsakar innherjasvik

Embætti héraðssaksókna rannsakar nú verðbréfaviðskipti yfirmanns Icelandair, sem er grunaður um innherjasvik. Maðurinn hefur verið sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur.
19.07.2017 - 12:26

Karllæg menning ríkir í íslenskum fyrirtækjum

Innan meðalstórra og stórra íslenskra fyrirtækja er til staðar flókinn vefur óáþreifanlegra hindrana sem birtist í karllægri menningu, viðhorfum og langlífum staðalímyndum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á upplifun kvenmillistjórnenda af...
14.07.2017 - 09:32

Skil á milli vinnu og einkalífs óljósari

Snjalltæki frá vinnuveitanda hafa mikil áhrif á hvíldartíma eða samskipti við fjölskyldu og vini, að mati fimmtungs svarenda í könnun Bandalags háskólamanna, BHM.
13.07.2017 - 14:13

Launafólki fjölgar um 9800 á einu ári

Launafólki á Íslandi fjölgaði um 9.800 á 12 mánaða tímabili, frá maí 2016 til maí í ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Launafólk á vinnumarkaði var 190.600 í maí sl., en var 180.800 ári áður.
11.07.2017 - 10:18

Vilja frekari skýringar á lækkun fiskverðs

Styrking krónunnar ein og sér skýrir ekki þá miklu lækkun sem orðið hefur á fiskverði til sjómanna að mati talsmanns smábátaeigenda. Lækkunin sé mun meiri en nemur kaupgengi gjaldmiðla. Fundað verður með fulltrúum fiskmarkaðanna í dag til að leita...
06.07.2017 - 12:46