Átök í Sýrlandi

Staðfestir að stuðningi hafi verið hætt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í gær að hætt hefði verið stuðningi við hópa uppreisnarmanna sem barist hefðu gegn Assad Sýrlandsforseta og stjórn hans. Forsetinn vísaði hins vegar á bug fullyrðingum í blaðinu Washington Post að það...
25.07.2017 - 08:21

CIA hættir stuðningi við uppreisnarmenn

Bandaríska leyniþjónustan CIA ætlar að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi sem berjast gegn Assad forseta. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum stuðningi Bandaríkjamanna við uppreisnarmenn.
20.07.2017 - 08:11

Hart sótt að vígamönnum í Raqqa

Sveitir uppreisnarmanna í Sýrlandi, SDF, sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna, halda áfram sókn sinni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í höfuðvígi samtakanna í borginni Raqqa.
17.07.2017 - 09:09

Tillerson vill vinna með Rússum

Bandaríkin eru reiðubúin að vinna með Rússum að því að koma á flugbannsvæðum í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í gærkvöld. Hann sagði Rússa gegna lykilhlutverki við að koma á stöðugleika í landinu. Auk...
06.07.2017 - 03:58

Ekki náðist samkomulag í Astana

Ekki náðist samkomulag um útfærslu svonefndra griðasvæða í Sýrlandi í friðarviðræðum sem fram fara í Astana í Kasakstan.  
05.07.2017 - 15:03

Sóknin heldur áfram í Raqqa

Bandalag vopnaðra sveita Kúrda og Araba sækja hægt fram í borginni Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið í Sýrlandi, en mæta þar harðri mótspyrnu.
05.07.2017 - 13:08

Útfæra áætlun um öryggissvæði í Sýrlandi

Ný umferð viðræðna um frið í Sýrlandi er hafin í Astana í Kasakstan og er áhersla lögð á að útfæra áætlun um sérstök öryggissvæði í landinu.
05.07.2017 - 11:53

Rufu borgarmúra miðborgar Raqqa

Vígasveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna hafa brotið sér leið í gegnum borgarmúra gömlu miðborgarinnar í Raqqa í Sýrlandi, einu síðasta vígi Íslamska ríkisins. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá yfirstjórn Bandaríkjahers í Miðausturlöndum....
04.07.2017 - 05:22

Níu létust í sjálfsvígsárás í Damaskus

Að minnsta kosti níu eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás á Tahir-torgi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands í dag. Fimmtán særðust í árásinni, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. Hermenn og almennir borgarar létust í árásinni.
02.07.2017 - 08:24

Vígamenn hraktir frá Aleppohéraði

Engir vígamenn úr hryðjuverkasveitunum sem kenna sig við íslamskt ríki eru lengur í Aleppohéraði í Sýrlandi. Þeir síðustu vörðust til skamms tíma í nokkrum þorpum, en hafa hrakist á brott undan sókn stjórnarhersins, að sögn stofnanda...

Sýrlenskir flóttamenn snúa heim á ný

Hátt í hálf milljón sýrlenskra flóttamanna hefur snúið til síns heima það sem af er ári, samkvæmt upplýsingum flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Um það bil 31 þúsund kom til baka frá nágrannaríkjum Sýrlands, þar sem þeir höfðu flestir haldið...
30.06.2017 - 10:34

Ljóst að saríngasi var beitt í Sýrlandi

Rannsókn alþjóðlegu Efnavopnastofnunarinnar í Haag hefur leitt í ljós að saríngasi var beitt í árás í norðurhluta Sýrlands í apríl þar sem um 80 manns létu lífið. Sarín er taugaeitur og sem slíkt skilgreint sem efnavopn. Stofnunin mun nú í...
30.06.2017 - 04:57

Um 100.000 innikróuð í Raqqa

Allt að 100.000 almennir borgarar eru innikróaðir í Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Þetta segir í yfirlýsingu sem Zeid Ra'ad Al Hussein,  mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í dag.
28.06.2017 - 14:54

Vígamenn brátt yfirbugaðir í Mósúl

Sveitir Írakshers héldu í dag áfram sókn sinni gegn vígamönnum Íslamska ríkisins í borginni Mósúl. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að brátt yrði gefin út yfirlýsing um fullnaðarsigur í Mósúl.
27.06.2017 - 16:41

Yfirlýsing Bandaríkjamanna gagnrýnd

Ráðamenn í Moskvu fordæma ásakanir Bandaríkjamanna á hendur stjórnvöldum í Damaskus um hugsanlegan undirbúning nýrrar efnavopnaárásar og segja þær ólíðandi. Sýrlandsstjórn segist ekki eiga nein efnavopn.
27.06.2017 - 12:26