Átök í Sýrlandi

Fimm milljónir Sýrlendinga eru á flótta

Sýrlendingar sem hafa þurft að flýja að heiman vegna borgarastríðsins eru orðnir fimm milljónir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í dag. Að mati stofnunarinnar þarf alþjóðasamfélagið að gera mun meira en gert hefur verið til...
30.03.2017 - 10:56

Tillerson kominn til Tyrklands

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Tyrklands, en ráðamenn í Ankara eru sagðir sækjast eftir bættum samskiptum við stjórnvöld í Washington. 
30.03.2017 - 07:59

Vígamenn farnir að flýja Raqqa

Margir af forystumönnum vígasveita Íslamska ríkisins í Raqqa í Sýrlandi eru flúnir þaðan vegna sóknar bandalags uppreisnarmanna í QSD (Quwwat Suriya al-Dimuqraṭiya).
29.03.2017 - 11:45

11 flóttamenn drukknuðu á Eyjahafi

Ellefu flóttamenn drukknuðu í Eyjahafi, skammt undan vesturströnd Tyrklands í gær, föstudag. Fimm börn voru á meðal hinna drukknuðu. Níu var bjargað og fjögurra er saknað. Tyrkneska strandgæslan greinir frá þessu. Gúmmíbáturinn sem fólið var í var á...

Vörpuðu sprengjum á sýrlenskan skóla

Að minnsta kosti 33 almennir borgarar létu lífið í dag í loftárás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á skóla sem notaður var sem flóttamannskýli í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Skólinn er rétt sunnan við bæinn Al-Mansoura sem er á valdi...
22.03.2017 - 09:21

Allir með í viðræðunum í Genf

Bæði fylkingar uppreisnarmanna og stjórnvalda í Damaskus hafa staðfest þátttöku í friðarviðræðum sem hefjast á ný í Genf á morgun. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu og sagði að allir þeir sem tekið hefðu þátt í síðustu lotu viðræðna í...
21.03.2017 - 10:42

Uppreisnarmenn sækja á ný að Damaskus

Uppreisnarmenn og vopnaðir hópar íslamista réðust að nýju að stöðvum sýrlenska stjórnarhersins í austurhluta Damaskus í morgun.
21.03.2017 - 09:58

Sýrlandsstjórn verður með í Genf

Fulltrúar stjórnvalda í Damaskus verða með í næstu lotu friðarviðræðna í Genf á fimmtudaginn. Rússneska fréttastofan RIA Novosti hafði þetta eftir Mikhail Bogdanov, varautanríkisráðherra Rússlands, í morgun, sem kvaðst vona að fulltrúar...
20.03.2017 - 08:35

Hóta að eyðileggja loftvarnarkerfi Sýrlands

Varnarmálaráðherra Ísraels varar Sýrlendinga við því að loftvarnarkerfi þeirra verði eytt ef fleiri flugskeytum verði beint að ísraelskum flugvélum. CNN greinir frá þessu og hefur eftir útvarpsviðtali við Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra, í...
20.03.2017 - 03:57

Harðir bardagar í Damaskus

Harðir bardagar eru í Damaskus, höfuðborg Sýrlands eftir að sveitir uppreisnarmanna og herskárra íslamista réðust í dag á búðir stjórnarhersins í borginni. Tvær bílsprengjur voru sprengdar og nokkrar sjálfsvígsárásir gerðar, að sögn Sýrlensku...
19.03.2017 - 13:21

Hundruð flutt frá Homs í Sýrlandi í dag

Hundruð sýrlenskra uppreisnarmanna og almennra borgara voru í dag flutt frá síðasta hverfinu í Homs sem stjórnarherinn hefur lagt undir sig. Samið var um flutningana fyrr í þessari viku. Þeir fara fram undir eftirlit sýrlenskra og rússneskra...
18.03.2017 - 13:37

Segjast hafa skotið niður ísraelska flugvél

Sýrlenski herinn segist hafa skotið niður ísraelska flugvél í nótt og hæft aðra. Ísraelsmenn vísa því á bug. Ísraelskar orrustuþotur gerðu árásir á nokkrum stöðum í Sýrlandi í nótt. 
17.03.2017 - 09:21

Ísraelsmenn gerðu árásir á Sýrland

Ísraelskar orrustuþotur gerðu árásir á nokkrum stöðum í Sýrlandi í nótt. Þetta sagði í yfirlýsingu sem Ísraelsher sendi frá sér í morgun.
17.03.2017 - 08:04

Leggja þarf aukna áherslu á viðræður

Leggja þarf aukinn þunga í friðarviðræður stríðandi fylkinga í Sýrlandi. Þetta segir Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, og segir ekki skipta máli hvar viðræður fari fram.
16.03.2017 - 16:52

Hefur varað lengur en síðari heimsstyrjöldin

Sex ár eru í dag frá því að borgarastríð braust út í Sýrlandi og hefur stríðið nú staðið lengur yfir en síðari heimsstyrjöldin í Evrópu. Um hálf milljón Sýrlendinga liggur í valnum og um helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að yfirgefa heimili...
15.03.2017 - 18:55