Asía

Vígamenn brátt yfirbugaðir í Mósúl

Sveitir Írakshers héldu í dag áfram sókn sinni gegn vígamönnum Íslamska ríkisins í borginni Mósúl. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að brátt yrði gefin út yfirlýsing um fullnaðarsigur í Mósúl.
27.06.2017 - 16:41

Yfirlýsing Bandaríkjamanna gagnrýnd

Ráðamenn í Moskvu fordæma ásakanir Bandaríkjamanna á hendur stjórnvöldum í Damaskus um hugsanlegan undirbúning nýrrar efnavopnaárásar og segja þær ólíðandi. Sýrlandsstjórn segist ekki eiga nein efnavopn.
27.06.2017 - 12:26

Ísraelsmenn svöruðu flugskeytaárás

Ísraelskar orrustuþotur gerðu í nótt árásir á Gaza-ströndinni eftir að flugskeyti var skotið þaðan á Ísrael. Fréttastofan AFP hefur eftir palestínskum embættismönnum að árásir hafi verið gerðar á minnst þremur stöðum nærri Gaza-borg og Rafah.

Kjósa þarf að nýju í Mongólíu

Kjósa þarf að nýju milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í forsetakosningum í Mongólíu í gær. Khaltmaa Battulga, frambjóðandi stjórnarandstæðinga, úr Lýðræðisflokknum, fékk 38 prósent atkvæðanna. Mieygombo Enkhbold, forseti mongólska þingsins...
27.06.2017 - 09:27

Enn ein skriða féll í Kína

Engan sakaði þegar aur og grjót féll féll niður fjallshlíðar í Sichuan í Kína í dag, á svipuðum slóðum og skriða féll á þorpið Xinmo á laugardaginn var. Að sögn kínverskra ríkisfjölmiðla var seinni skriðan mun minni en sú sem féll á laugardag. Varað...
27.06.2017 - 08:25
Erlent · Asía · Kína

Gagnsókn vígamanna hrundið

Sveitir Írakshers fara nú um hverfin Tanak og Yarmuk í vesturhluta borgarinnar Mósúl eftir skyndiárás vígamanna Íslamska ríkisins.
26.06.2017 - 11:38

Liu Xiaobo sleppt vegna veikinda

Kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010, hefur sleppt úr fangelsi eftir að hafa greinst með ólæknandi krabbamein í síðasta mánuði.
26.06.2017 - 09:02

Gjaldþrota vegna gallaðra öryggispúða

Japanski varahlutaframleiðandinn Takata hefur óskað eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum og að verða tekið til gjaldþrotaskipta í heimalandinu. Fyrirtækið á yfir höfði sér lögsóknir og háar fjárkröfur vegna gallaðra öryggispúða sem hafa orðið...
26.06.2017 - 08:58

Hættuástand á hamfarasvæðinu

Leitar- og björgunarmönnum, sem leitað hafa fólks eftir að skriða féll á þorp í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína í fyrradag, var í morgun skipað að forða sér því óttast væri að önnur skriða félli. Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu í...
26.06.2017 - 08:23

Uppreisnarleiðtogi taldi sig yngri bróður Jesú

Að minnsta kosti tuttugu milljónir manna eru taldir hafa fallið í eða vegna svokallaðrar Taiping-uppreisnar, borgarastyrjaldar í Kína á ofanverðri nítjándu öld. Það gerir styrjöldina að þeirri næstmannskæðustu í veraldarsögunni á eftir seinni...
25.06.2017 - 18:09

123 látnir vegna olíubruna í Pakistan

Að minnsta kosti 123 manns létu líf sitt í borginni Bahawalpur í Pakistan í nótt þegar kviknaði í vörubíl sem flutti olíu. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir þarlendum yfirvöldum. Tugir manns slösuðust við eldinn og eru nú á spítala. Slökkviliðið í...
25.06.2017 - 06:33

120 saknað eftir aurskriðu í Kína

Staðfest er að fimmtán létu lífið og að minnsta kosti 120 er saknað eftir að aurskriða féll á fjallaþorpið Xinmo í Sichuan héraði í Kína. Um 40 heimili gjöreyðilögðust í skriðunni sem féll um sex leytið í morgun að staðartíma.
24.06.2017 - 15:42
Erlent · Asía · Kína

140 manns saknað eftir aurskriðu

Um 40 heimili eyðilögðust í stærðarinnar aurskriðu í þorpinu Xinmo í suðvesturhluta Kína í nótt. Meira en 140 manns er saknað. Björguanrstarf er þegar hafið. Jarðýtur eru notaðar til að grafa eftir þeim sem er saknað, eins og sjá má af myndum frá...
24.06.2017 - 02:48
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína

Hátt í 200.000 veikst af kóleru í Jemen

Nærri 193.000 manns hafa veikst af kóleru í Jemen, en óttast er að þeir verði allt að 300.000 í lok ágúst. Þetta sagði Meritxell Relano, talskona Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,  á fundi með fréttamönnum í Genf í morgun. 
23.06.2017 - 11:55

Abadi: Mósúl frelsuð innan fárra daga

Yfirlýsingar er að vænta á næstu dögum um frelsun borgarinnar Mósúl úr klóm hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins. Írakska sjónvarpsstöðin Sumaria hafði þetta eftir Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks í gærkvöld.
23.06.2017 - 09:46