Árneshreppur

Telur verulega neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun

Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði, Árneshreppi, á ásýnd, landslag og víðerni verði verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisaðgerðir. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett Hvalárvirkjun í orkunýtingarflokk.
04.04.2017 - 20:22

Íbúum miðborgarinnar fækkar mest

Íbúum miðborgarinnar fækkaði í fyrra um nokkur hundruð. Íbúum Reykjavíkur fjölgar hægar en íbúum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Finnbogastaðaskóli hjartað í samfélaginu

Á meðan enn eru börn í sveitinni verður starfræktur skóli. Þetta segir skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum. Nemendur skólans eru nú sjö en fækkar í fjóra um mánaðamótin.
26.10.2016 - 20:59

Fékk sömu spurninguna á fimm mismunandi vegu

Hótelstjórinn á Djúpavík þurfti ítrekað að koma sér frá spurningum fjölmiðla og annarra vegna kvikmyndaverkefnisins Justice Leage á Djúpavík á Ströndum. Hann fékk sömu spurninguna jafnvel á fimm mismunandi vegu. Þagmælska Íslendinga er ein af...
24.10.2016 - 10:21

Amber Heard í ofurhetjubúning á Ströndum

Fyrsta myndin af Amber Heard í hlutverki Meru, í ofurhetjumyndinni Justice League, hefur verið birt. Myndin er tekin á Íslandi en sagt hefur verið frá því að hluti myndarinnar sé tekinn upp hér á landi. Tökum lauk í Bretlandi í síðustu viku og...
12.10.2016 - 19:12

Kostnaður við Justice League hálfur milljarður

Kostnaður við stórmyndina Justice League hér á landi er rúmur hálfur milljarður og nema endurgreiðslur vegna verkefnisins því 115 milljónum. Þetta kemur fram í ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins vegna umsóknar Truenorth sem fréttastofa...
04.10.2016 - 16:17

Lok, lok og læs og allt í stáli á Djúpavík

„Þarna eru menn frá Reykjavík sem hafa bannað allar myndatökur en ég var þrjóskur og þver og tók nokkrar myndir,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur á Hólmavík, sem náði nokkrum myndum af því mikla umstangi sem er í kringum stórmyndina Justice League...
03.10.2016 - 17:45

Hraðsmalað í Árneshreppi vegna Útsvars

Bændur og búalið í Árneshreppi höfðu hröð handtök í Kjósarrétt í dag við að draga fé í dilka. Allt kapp er lagt á að ljúka réttum fyrir kvöldið því keppnislið Árneshrepps keppir í fyrsta sinn í Útsvari í kvöld.

Bætt fjarskipti á Ströndum

Net- og fjarskiptasamband í Árneshreppi á Ströndum hefur hingað til verið mjög stopult. Nú verður hins vegar breyting á því að nú er verið að ljúka við að koma upp nýjum fjarskiptasendi á Finnbogastaðafjalli á Ströndum.
20.07.2016 - 12:15

Áfram skólahald í Finnbogastaðaskóla

Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum mun halda áfram starfsemi sinni á næsta skólaári en skólastarfið var í nokkurri óvissu þegar ljóst var að einungis einn nemandi yrði eftir í skólanum.
14.07.2016 - 10:38

Árneshreppur kemst í betra símasamband

Framkvæmdir hófust í dag við að koma upp símasendi á Finnbogastaðafjalli á Ströndum. Með nýjum sendi mun stopult símsamband í Árneshreppi og á miðunum úti fyrir Ströndum heyra sögunni til. Þar að auki fá íbúar Árneshrepps 4G samband og þá verður...
29.06.2016 - 17:20

Framtíð tveggja grunnskóla í óvissu

Framtíð tveggja grunnskóla á Vestfjörðum verður í nokkurri óvissu þegar fækkar til muna í skólunum í vor. Kennari segir sveitaskóla sem þessa lykilatriði fyrir framtíð byggða.
14.05.2016 - 14:39

Grunnskólanum í Árneshreppi lokað?

Ef fer sem horfir þá flytja fjölskyldur fjögurra af fimm börnum grunnskólans í Árneshreppi á Ströndum á brott í sumar eða haust og því líklegt að skólanum verði lokað. Oddviti segir enn leitað leiða til að svo fari ekki.
11.05.2016 - 16:43

Árneshreppur tengist vegnetinu að nýju

Vegagerðin hóf í gær mokstur á veginum sem liggur í Árneshrepp á Ströndum. Jón Hörður Elíasson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík segir moksturinn ganga vel. Hann segir að unnið verði fram á kvöld og að vegurinn opni líklega á morgun, þótt þá...
16.03.2016 - 14:55

Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín

Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur...