Akureyrarkaupstaður

Óvenjumikið um frjókorn á Akureyri í júlí

Mun meira var um frjókorn í andrúmsloftinu á Akureyri í júlí heldur en í meðalári. Aðeins einu sinni hefur mælst meira magn frjókorna síðan mælingar hófust árið 1998 og það var árið 2014. Úrkoma mældist í einhverju magni á Akureyri í tíu daga í...
14.08.2017 - 14:08

Frumkvöðlar á Öldrunarheimilum Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar eru tilnefnd til evrópskra verðlauna fyrir frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun í opinbera geiranum. Tilnefningin byggir á nýsköpunarverkefni um rafrænt umsjónarkerfi með lyfjaumsýslu hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.
08.08.2017 - 14:37

Sprett úr spori í kirkjutröppunum

Íslensku sumarleikarnir á Akureyri eru byrjaðir og fer hátíðin vel af stað. Hinu árlega kirkjutröppuhlaupi lauk nú rétt í þessu, en þar keppa ungir sem aldnir við að komast upp rúmlega 100 kirkjutröppur á sem stystum tíma.
04.08.2017 - 17:44

Gjaldtaka reglulega til umræðu

Nokkurrar óánægju gætir meðal Akureyringa með þjónustu strætisvagna bæjarins. Unnið er að endurskoðun leiðakerfis. Bæjarfulltrúi segir að ef þjónusta verði aukin til muna komi til greina að taka gjald fyrir hana.
04.08.2017 - 14:47

Allar leiðir inn og úr Akureyrarbæ vaktaðar

Akureyrarbær ætlar að fjölga eftirlitsmyndavélum og vakta allar leiðir inn í bæinn. Bæjarstjóri segir umræðu um eftirlitsmyndavélar í vetur hafa haft áhrif á ákvörðunina. Keyptar verða níu nýjar myndavélar og þar af fara fimm í miðbæinn.
27.07.2017 - 20:00

6000 skipsfarþegar á Akureyri í dag

Met var slegið í fjölda farþega skemmtiferðaskipa á Akureyri í dag þegar tvö stór skip lögðu að höfn. Alls eru um 6.000 skipsfarþegar að spóka sig í blíðskaparveðri í bænum í dag, sem er þriðjungur af íbúafjölda bæjarins.
24.07.2017 - 16:34

Íbúar hvattir til að drepa bjarnarkló í görðum

Akureyrarbær ætlar að ráðast í aðgerðir gegn útbreiðslu bjarnarklóar í bænum. Starfsmenn bæjarins eru nú að höggva blómkörfur af plöntunni í bæjarlandinu til þess að koma í veg fyrir að hún fjölgi sér. Brýnt er fyrir íbúum að eyða plöntunni úr...
24.07.2017 - 12:05

Fangi strauk og fannst fyrir utan bíó

Fangi slapp úr haldi í fangelsinu á Akureyri seinnipartinn í gær. Hann fannst fyrir utan Borgarbíó í miðbæ Akureyrar í gærkvöld og var kominn aftur í varðhald rétt fyrir klukkan ellefu. Fanginn var langt kominn með afplánun sína, en dagsleyfi hans...

„Ástandið er orðið mjög alvarlegt”

Útbreiðsla bjarnarklóar í Reykjavík er svo mikil að ástandið er orðið mjög alvarlegt. Þetta segir líffræðingur hjá Reykjavíkurborg. Tíu manna hópur frá borginni fer í fyrramálið til að uppræta plöntuna í Laugarnesi. Akureyrarbær hefur ekki veitt...
20.07.2017 - 12:20

Hættuleg planta enn að dreifa sér á Akureyri

Bjarnarkló er enn að finna víða á Akureyri, á almenningssvæðum og í einkagörðum, þar sem ekki hefur fengist fjármagn í að eyða henni og íbúar losa sig ekki við hana úr görðum. Plantan hefur verið bönnuð síðan 2011, enda veldur safinn úr henni...
18.07.2017 - 17:38

Bærinn keypti húsið en frestar að rífa það

Akureyrarbær keypti hús sem stendur á íþróttasvæði Þórs árið 2008 og til stóð að rífa það. Nú er hins vegar ekki á döfinni að rífa það strax, heldur flytur níu manna flóttafjölskylda þar inn um mánaðamótin. Í yfirlýsingu frá Akureyrarbæ segir að...
11.07.2017 - 10:01

Gjaldfrjáls námsgögn kosta bæinn 16 milljónir

Fræðsluráð Akureyrar hefur lagt til að öllum nemendum í grunnskólum bæjarins verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu frá og með í haust. Áætlaður kostnaður bæjarins er talin nema um 16 milljónum króna. Bæjarráð heimilaði...
06.07.2017 - 21:07

Landsliðskonur flúðu fordóma til Akureyrar

Fórdómar í heimalandinu urðu til þess að mexíkósku landsliðskonurnar Bianca Sierra og Stephany Mayor fluttu til Akureyrar og þær spila nú fótbolta með Þór/KA. Þær opinberuðu ástarsamband sitt fyrir rúmu ári en þær fengu nóg af hótunum og hatri og...
06.07.2017 - 15:30

Byssumaður á Akureyri sýknaður vegna ósakhæfis

Karlmaður sem hleypti af fjórum skotum úr haglabyssu í Naustahverfi á Akureyri í mars á síðasta ári var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem hann var metinn ósakhæfur. Honum var þó gert að sæta læknismeðferð.

Ganga 40 kílómetra í reykköfunargöllum

Nokkuð óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum í Kjarnaskógi í dag. Þar var haldin æfing fyrir verslunarmannahelgina þegar slökkviliðsmenn í Slökkviliði Akureyrar ætla að ganga Eyjafjarðarhringinn, um 40 kílómetra leið, í reykköfunargöllum. Þeir...
04.07.2017 - 20:52