Akureyrarkaupstaður

Bíladagar fara vel af stað

Stærstu Bíladagar frá upphafi hófust á Akureyri í dag og segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar að hátíðin fari vel af stað. Beðið er eftir dómsúrskurði um það hvort klúbbnum beri að greiða auka löggæslukostnað vegna hátíðarinnar.
10.06.2017 - 20:10

Gæti þurft að takmarka aðgang

Alls sóttu 1.615 manns um skólavist við Háskólann á Akureyri fyrir næsta skólaár. Það er 38% aukning frá því í fyrra þegar 1.172 sóttu um. Þriðja árið í röð stefnir í verulega fjölgun í skólanum og segir rektor brýnt að skoða aðgangstakmarkanir,...
09.06.2017 - 22:36

Reisa nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli

Akureyrarbær og Vinir Hlíðarfjalls, fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags, undirrituðu í dag samning um kaup á nýrri stólalyftu í Hlíðarfjall. Áætlaður kostnaður við lyftuna er 363 milljónir króna.
09.06.2017 - 19:37

Heyskapur hafinn óvenjusnemma

Sláttur á túnum hefur hafist óvenjusnemma í ár en bændur í Eyjafirði slá nú túnin tveimur vikum fyrr en venjulega. Bændur tala um ákaflega hagfellda tíð þó tekið hafi að kólna. Þetta góða tíðarfar gæti aukið mjólkurframleiðslu.
07.06.2017 - 14:00

Leiga á félagsíbúðum nær helmingi lægri

Leiguverð á þriggja herbergja félagslegum íbúðum hjá Akureyrarbæ er tæplega 50 prósent lægra heldur en á almennum markaði. Rekstur bæjarins á íbúðunum skilaði tapi í fyrra. Mun færri fá húsnæðisbætur en áður, þó að upphæðirnar séu hærri til þeirra...
06.06.2017 - 15:01

Kostnaður við endurbætur fram úr áætlunum

Áætlað er að heildarkostnaður við endurbætur á Sundlaug Akureyrar verði um 380 milljónir króna, samkvæmt nýrri stöðuskýrslu um verkefnið. Það er mun meira en upphaflega var talið. 
02.06.2017 - 19:08

Fimm ára deild við Glerárskóla í haust

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að veita rúmar 16 milljónir króna í aukafjárveitingu vegna stofnunar fimm ára deildar við grunnskóla í bænum. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem kennsla barna á elsta ári leikskóla fer fram í Glerárskóla.
02.06.2017 - 14:35

Notuðu mengaða mold úr ruslahaugum í reiðstíg

Sviðstjóri hjá Akureyrarbæ segir mistök hafa orðið til þess að gler- og postulínsrusl hafi endað í reiðstíg sunnan við Golfvöll Akureyringa í vor. Efnið sem notað var til verksins er úr gömlum ruslahaug.

Sala Akureyrarbæjar á Tækifæri enn gagnrýnd

Fjárfestingar- og nýsköpunarsjóðurinn Tækifæri skilaði 555 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Akureyrarbær seldi fjárfestingarfélaginu KEA hlut sinn í sjóðnum snemma á síðasta ári, í leyndu söluferli, á 120 milljónir króna, 24 milljónum undir...
04.05.2017 - 11:53

Opna fimm ára deild í grunnskóla á Akureyri

Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að hrinda af stað tilraunaverkefni með stofnun fimm ára deildar í húsnæði grunnskóla í bænum. Þetta er gert til þess að nýta húsnæði skólanna betur og bregðast við þeim vanda sem hefur skapast vegna of fárra...
28.04.2017 - 11:30

Kviknaði í bíl á rauðum ljósum

Eldur kviknaði skyndilega í bíl þar sem hann var stopp á rauðum ljósum undir kvöld í dag. Bíllinn er af tegundinni Skoda Octavia, árgerð 2006. Eigandi bílsins segir að það hafi allt í einu kviknaði í bílnum, þegar hann var stopp á rauðum ljósum á...
24.04.2017 - 18:38

Þrennt í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á föstudaginn langa. Einn maður til viðbótar er í haldi lögreglu sem er nú kanna tengsl hans við árásina.

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur vinsælt

Flug milli Keflavíkur og Akureyrar hófst í lok febrúar og hefur gengið vel. Farþegum á Akureyrarflugvelli fjölgaði í mars um 23% frá því í sama mánuði í fyrra. Þeir voru 18.500 talsins, fleiri en í nokkrum sumarmánuðinum í fyrra. „Þetta er...
11.04.2017 - 10:31

Sturlunarástand og vopnaburður á Akureyri

118 verkefni voru skráð í dagbók lögreglunnar á Akureyri um helgina en þá fór fram snjóbrettahátíðin Ak Extreme þar sem hápunkturinn var keppni á sýning í Gilinu á háum stökkpalli. Ef marka má Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafði...

Innflytjendur á Húsavík verr staddir

Innflytjendur á Húsavík tengjast samfélaginu verr, tala minni íslensku og eru með lægri laun heldur en innflytjendur á Dalvík og Akureyri, samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri. Heimamenn á Húsavík eru þó jákvæðari gagnvart fleiri...
06.04.2017 - 11:46