Afþreying

Kvennalangspil

Nýjar breiðskífur með Tómasi R. Einarssyni og Heidutrubador, ný þröngskífa með East of my youth og ný lög með Hlyni Snæ, Ásu, Sóleyju, Soffíu Björgu, aYia og Reykjavíkurdætrum.
19.02.2017 - 18:01

Jón og Björgvin léku af fingrum fram

Gítarleikarinn knái, Björgvin Gíslason, var gestur Jóns Ólafssonar í þættinum Af fingrum fram í gærkvöldi. Eins og venja er, lék Jón lag með gesti sínum í lok þáttar og fyrir valinu varð lagið Glettur, titillag nýjustu sólólplötu Björgvins.
19.02.2017 - 09:32

Brutu gítarana en límdu þá svo aftur saman

„Ég átti Gretsch gítar sem ég braut mörgum sinnum,“ segir Björgvin Gíslason, gítarleikari en hann spilaði sem æstur, ungur maður í hljómsveit sem hét Zoo. Markmiðið var að apa eftir rokksveitinni The Who. „Þetta var svakalegt kikk, að brjóta gítar“.
18.02.2017 - 15:00

„Það er í þínum höndum að banna ananas“

„Guðni er svo góður gaur að fyrsti pólitíski skandallinn hans, fyrsta málið sem hann tengist og nær að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar, tengist ananas á pítsum,“ sagði Atli Fannar Bjarkason um stóra ananas málið. En gæti forsetinn í raun og veru...
18.02.2017 - 12:31

Amabadama flytur Ganga á eftir þér!

Hljómsveitin Amabadama var í Vikan með Gísla Marteini og flutti eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Ganga á eftir þér. Aðdáendur hljómsveitarinnar fagna því þar sem erfitt hefur verið að nálgast lagið til þessa annars staðar en á...
18.02.2017 - 00:17

„Geggjað“ tækifæri að leika í mynd Jackson

Hera Hilmarsdóttir segir að ef vel gengur gæti stórmynd Peter Jacksons sem hún hefur verið valin til að fara með stórt hlutverk í, orðið upphafið að röð mynda. Hún segir þó að hún hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún samþykkti að taka að...

„Svolítið snobbaðar kisur“

Systkinin Bríet, Ronja, Stubbur og Guðni eru krúttlegustu netstjörnur landsins um þessar mundir. Tugþúsundir Íslendinga hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu á netinu, sem gengur allan sólarhringinn. Berglind Festival fór í heimsókn í smekklega...

Slíta tengsl við PewDiePie vegna gyðingahaturs

Youtube og Disney hafa hætt samstarfi sínu við PewDiePie, stærstu Youtube-stjörnu heims, vegna myndskeiða sem eru fjandsamleg gyðingum. Fyrr á árinu birti hann á Youtube-rás sinni myndskeið þar sem hann borgaði tveimur mönnum til að halda uppi...
15.02.2017 - 10:48

„Eins og mjög þurrir súrir hrútspungar“

„Unnusta mín er ekki hrifin af þessu, það fylgir þessu lykt, og þetta er bara svolítið gross,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson sem hefur verið að gera tilraunir með súrsuð egg undanfarna daga. Slíkt þykir mikið hnossgæti víða um heim, en tilraunir...
14.02.2017 - 15:50

Rafrænn Sónar

Ný plata með Auði, EP plötur með GKR, SiGRÚN, ÁN og við heyrum ný lög með Mighty Bear, Kíruma, Nátthröfnum, Döpur, Úlfi Eldjárni, AAIIEENN, aYia, Cyber og sxsxsx.
12.02.2017 - 18:43

Bubbi er búinn með skoðanakvótann – samt ekki!

Bubbi Morthens var gestur Vikunnar með Gísla Marteini á föstudagkvöldið og sagði að skoðanir væru bara eins og arfi. En hann fékk lánaðar nokkrar skoðanir fyrir kvöldið, meðal annars á orðum dómsmálaráðherra um launamun kynjana.
10.02.2017 - 23:35

„Fólk hrætt við að börn breytist í hauskúpur“

Berglind Festival fór á dögunum á stúfana og hitti þá sem komu að bannaðri auglýsingu Maclands. Í auglýsingunni sjást tvö börn taka snjallsíma upp úr jólapakka og um leið springur síminn í höndum þeirra. Þriðja barnið opnar pakka, sem í reynist vera...
10.02.2017 - 22:10

Móðgaður yfir fólki sem móðgast

Atli Fannar er móðgaður yfir fólki sem móðgast yfir því að fólk móðgist í þessu innslagi en hér flytur hann fréttir vikunnar. Um er að ræða Trump, bannaðar auglýsingar og hagsýnar húsmæður.
10.02.2017 - 22:10

Hringdu í garðyrkjumann í stað húðflúrara

Nokkuð skemmtilegt atvik átti sér stað í Morgunútvarpi Rásar 2 í gær, þegar þáttastjórnendur töldu sig hafa hringt í húðflúrarann Fjölni Geir Bragason í beinni útsendingu. Á línunni reyndist vera geðþekkur garðyrkjumaður, sem var meira en til í...
08.02.2017 - 16:24

Rokk og rólegt

Tvær breiðskífur með Fufanu og Bellstop, þröngskífa með The Henry Harry Show og ný lög með Friðriki Halldóri, Dagfara, Óværu, Hreindísi Ylvu, Sævari og Ásgeiri Trausta.
05.02.2017 - 16:30