Afríka

Forsetaskipti fram undan í Angóla

Stjórnvöld í Angóla boðuðu í dag til kosninga 23. ágúst næstkomandi. Kjósenda bíður það verkefni að velja arftaka Eduardos dos Santos forseta, sem stjórnað hefur landinu með harðri hendi frá árinu 1979. Dos Santos er orðinn 74 ára. Hann hefur...
24.04.2017 - 20:35

Prófa nýtt bóluefni gegn malaríu

Nýtt bóluefni gegn malaríu verður prófað í þremur Afríkulöndum á árunum 2018-2020. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun
24.04.2017 - 08:53

Fundu 17 fjöldagrafir til viðbótar

Rannsóknarhópur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fundið 17 fjöldagrafir til viðbótar þeim sem áður hafa fundist í Kasai-héruðunum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Minnst 74 lík voru í gröfunum, þar af 30 af börnum. Zeid Raad Al Hussein,...
20.04.2017 - 05:51

Milljarðar fundust í mannlausu húsi

43 milljóna Bandaríkjadala reiðufé, andvirði um 4,7 milljarða króna, fannst í mannlausri íbúð í borginni Lagos í Nígeríu á þriðjudag. Reiðuféð fannst í húsleit spillingardeildar lögreglunnar í Nígeríu. Lögreglunni höfðu borist ábendingar um konu í...
14.04.2017 - 04:48

Komu í veg fyrir árásir á sendiráð

Nígeríska leyniþjónustan kom í veg fyrir áform hryðjuverkasamtakanna Boko Haram að ráðast á sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og annarra vestrænna ríkja í höfuðborginni í Abuja.
12.04.2017 - 12:37

Stjórnarandstöðuleiðtogi ákærður fyrir landráð

Hakainde Hichilema, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Sambíu, og fimm menn aðrir hafa verið ákærðir fyrir landráð. Ástæðan er sú, að sögn lögreglunnar í höfuðborginni Lusaka, að þeir neituðu að víkja fyrir bílalest Edgars Lungus forseta. Hichilema...
12.04.2017 - 12:25

al-Sisi boðar þriggja mánaða neyðarlög

Abdul Fattah al-Sisi, Egyptalandsforseti, boðaði í kvöld setningu neyðarlaga vegna hryðjuverkaárásanna á tvær kirkjur egypskra kopta í dag, þar sem minnst 44 týndu lífi. Neyðarlögin eiga að gilda í þrjá mánuði. Þau heimila lögregluyfirvöldum að...
10.04.2017 - 02:56

Öryggisgæsla hert í Egyptalandi

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, jók í dag öryggiseftirlit í landinu eftir að tvær sprengjur sprungu í og við kirkjur koptíska safnaðarins í landinu. Yfir fjörutíu kirkjugestir létust í árásunum.
09.04.2017 - 18:36

Tugir látnir eftir árásir á egypskar kirkjur

Hátt í fjörutíu eru látnir og yfir eitt hundrað særðir eftir að sprengjur sprungu í og við tvær kirkjur í Egyptalandi í dag. Ofsóknir gegn kristnum Egyptum hafa farið vaxandi að undanförnu. Öfgasinnaðir múslimar kenna þeim um að hafa átt þátt í að...
09.04.2017 - 12:18

Yfir 20 látnir í árás á kristna Egypta

Að minnsta kosti 25 eru látnir eftir að sprengja sprakk við kirkju trúfélags kopta í borginni Tanta, norðan við Kaíró, höfuðborg Egyptalands í dag. Yfir fjörutíu særðust í sprengingunni. Messa stóð yfir í tilefni pálmasunnudags. Sprengjan sprakk...
09.04.2017 - 09:24

Þrýst á Zuma að fara frá

Cosatu, stærstu verkalýðssamtök Suður-Afríku, hafa farið fram á að Jacob Zuma, forseti landsins, segi af sér embætti.
04.04.2017 - 11:02

Rændu indversku flutningaskipi

Sómalskir sjóræningjar hafa náð indversku flutningaskipi á sitt vald og sigla því í átt til lands. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir fyrrverandi yfirmanni baráttusveitar gegn sjóræningjum í Sómalíu. Enn hefur ekki verið greint frá farmi...
03.04.2017 - 08:30

Sótt að vernduðum regnskógi vegna safírs

Verndarsvæði regnskóga á austurhluta Madagaskar er í stórhættu vegna stóraukins ágangs fólks á svæðinu. Tugir þúsunda hafa flykkst þangað vegna þess hversu auðugt svæðið er af safírum.
03.04.2017 - 05:45

Mugabe þótti efnilegur leiðtogi

Robert Mugabe, forseti Simbabve í sunnanverðri Afríku, er einn alræmdasti einræðisherra sem nú er uppi. Hann hefur leitt Simbabve frá því að landið varð sjálfstætt í núverandi mynd, árið 1980, í 37 ár. Í upphafi valdaferils Mugabes ríkti almennt...
02.04.2017 - 13:31

Boko Haram ræna á þriðja tug kvenna

Hryðjuverkamenn úr Boko Haram samtökunum rændu 22 stúlkum og konum í sitthvorri árásinni í norðausturhluta Nígeríu í vikunni. AFP fréttastofan hefur þetta eftir þorpsbúum.
01.04.2017 - 06:45